Mannréttindi í þrengingum Margrét Steinarsdóttir skrifar 29. febrúar 2012 06:00 Eitt af verkefnum Mannréttindaskrifstofu Íslands er að gefa út bækur um mannréttindi. Út hefur komið fjöldi bóka sem Mannréttindaskrifstofan á aðild að á einn eða annan hátt auk ritraðar Mannréttindaskrifstofunnar. Á síðasta ári gaf skrifstofan, í samvinnu við Háskólann á Akureyri, út ritið „Mannréttindi í þrengingum" en höfundar þess eru Aðalheiður Ámundadóttir, meistaranemi og stundakennari við Háskólann á Akureyri, og Rachael Lorna Johnstone, dósent við lagadeild Háskólans á Akureyri. Ritið fjallar einkum um skuldbindingar Íslands samkvæmt Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og afdrif þeirra réttinda í efnahagskreppunni. Í fyrsta hluta ritsins er meðal annars að finna umfjöllun um og skýringar á skyldum aðildarríkja óháð efnahag. Þá er jafnframt gerð grein fyrir skyldum aðildarríkja í samræmi við efnahagsgetu, til að tryggja stöðuga framþróun réttindanna, að þau aukist í stað þess að verða lakari. Næst er fjallað um skyldur ríkja sem glíma við efnahagssamdrátt og mun sá hluti eflaust vekja einna mestan áhuga lesenda í ljósi núverandi aðstæðna í þjóðfélaginu. Þar er m.a. bent á að ef skera þarf niður og hverfa þannig frá stöðugri framþróun, þarf, auk skyldu til að tryggja lágmarksinntak réttindanna, að tryggja að samráð hafi haft verið við þá sem aðgerðir bitna á og að niðurskurðurinn hafi ekki varanleg áhrif. Loks skal þess ávallt gætt að þeir sem standa höllum fæti njóti sérstakrar verndar. Auk þess að skýra skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum er fjallað um framkvæmd hans á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins. Meðal annars er á það bent að þrátt fyrir að félagslegt öryggi sé réttindi sem tryggja ber samkvæmt samningnum, þá er það því miður svo að hluti landsmanna hefur ekki notið félagslegs öryggis um árabil og eftir efnahagshrunið hefur vandinn aukist til muna og úrræði stjórnvalda til að takast á við vandann þrengst. Grunnbætur helstu bótaflokka, s.s. atvinnuleysisbætur og örorkubætur, duga ekki til lágmarksframfærslu og þeirra þarfa sem uppfylla þarf samkvæmt samningnum, s.s. viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða. Auk umfjöllunar um Alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, skyldur ríkja og framkvæmd samningsins á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins, leitast höfundar við að leiðbeina íslenskum stjórnvöldum um hvernig þau geti, með aukinni mannréttindasamþættingu, gætt þess betur að alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar séu virtar þrátt fyrir efnahagssamdrátt og niðurskurð. Meðal annars er bent á mikilvægi mannréttindanálgunar við niðurskurðaraðgerðir, með því að meta allar fjárhagsáætlanir og ákvarðanir, sem hafa áhrif á réttindi sem tryggð eru í alþjóðasamningum, út frá sjónarhorni mannréttinda. Forsenda þess að unnt verði að beita slíkri mannréttindanálgun er meðvitund um hver þessi réttindi eru og hvað í þeim felst. Því þarf að setja mannréttindavernd í öndvegi í allri áætlanagerð, hafa eftirlit með framkvæmd áætlana og mæla árangur út frá mannréttindum. Þá ber að hafa gott eftirlit með því að mismunun eigi sér ekki stað og ef veita á hópum eða einstaklingum ólíka meðferð þarf að tryggja að réttlætanleg og málefnaleg sjónarmið liggi þar að baki. Enn fremur skal þess gætt að hlífa þeim sem standa höllum fæti fyrir niðurskurði. Loks er í ritinu bent á nauðsyn þess að niðurskurður fari ekki niður fyrir þann lágmarksramma sem markaður hefur verið um hvern og einn rétt. Þá er einnig m.a. bent á mikilvægi samráðs við rétthafana sjálfa og frjáls félagasamtök, virks upplýsingaflæðis milli aðila á öllum sviðum og stigum hins opinbera og að ákvarðanir sem hafi áhrif á réttindi einstaklinga séu teknar af þar til bærum stofnunum. Eins og áður sagði skal mannréttindasamþætting vera rauði þráðurinn í allri stefnumótun og áætlanagerð og tryggja þarf að áætlanir nái til alls samfélagsins. Það er því mikið gleðiefni að innanríkisráðuneytið hefur hafið undirbúning landsáætlunar í mannréttindamálum. Mannréttindi í þrengingum er aðgengilegt á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.humanrights.is og má einnig nálgast prentuð eintök á skrifstofunni að Túngötu 14. Ritið er ókeypis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Eitt af verkefnum Mannréttindaskrifstofu Íslands er að gefa út bækur um mannréttindi. Út hefur komið fjöldi bóka sem Mannréttindaskrifstofan á aðild að á einn eða annan hátt auk ritraðar Mannréttindaskrifstofunnar. Á síðasta ári gaf skrifstofan, í samvinnu við Háskólann á Akureyri, út ritið „Mannréttindi í þrengingum" en höfundar þess eru Aðalheiður Ámundadóttir, meistaranemi og stundakennari við Háskólann á Akureyri, og Rachael Lorna Johnstone, dósent við lagadeild Háskólans á Akureyri. Ritið fjallar einkum um skuldbindingar Íslands samkvæmt Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og afdrif þeirra réttinda í efnahagskreppunni. Í fyrsta hluta ritsins er meðal annars að finna umfjöllun um og skýringar á skyldum aðildarríkja óháð efnahag. Þá er jafnframt gerð grein fyrir skyldum aðildarríkja í samræmi við efnahagsgetu, til að tryggja stöðuga framþróun réttindanna, að þau aukist í stað þess að verða lakari. Næst er fjallað um skyldur ríkja sem glíma við efnahagssamdrátt og mun sá hluti eflaust vekja einna mestan áhuga lesenda í ljósi núverandi aðstæðna í þjóðfélaginu. Þar er m.a. bent á að ef skera þarf niður og hverfa þannig frá stöðugri framþróun, þarf, auk skyldu til að tryggja lágmarksinntak réttindanna, að tryggja að samráð hafi haft verið við þá sem aðgerðir bitna á og að niðurskurðurinn hafi ekki varanleg áhrif. Loks skal þess ávallt gætt að þeir sem standa höllum fæti njóti sérstakrar verndar. Auk þess að skýra skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum er fjallað um framkvæmd hans á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins. Meðal annars er á það bent að þrátt fyrir að félagslegt öryggi sé réttindi sem tryggja ber samkvæmt samningnum, þá er það því miður svo að hluti landsmanna hefur ekki notið félagslegs öryggis um árabil og eftir efnahagshrunið hefur vandinn aukist til muna og úrræði stjórnvalda til að takast á við vandann þrengst. Grunnbætur helstu bótaflokka, s.s. atvinnuleysisbætur og örorkubætur, duga ekki til lágmarksframfærslu og þeirra þarfa sem uppfylla þarf samkvæmt samningnum, s.s. viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða. Auk umfjöllunar um Alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, skyldur ríkja og framkvæmd samningsins á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins, leitast höfundar við að leiðbeina íslenskum stjórnvöldum um hvernig þau geti, með aukinni mannréttindasamþættingu, gætt þess betur að alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar séu virtar þrátt fyrir efnahagssamdrátt og niðurskurð. Meðal annars er bent á mikilvægi mannréttindanálgunar við niðurskurðaraðgerðir, með því að meta allar fjárhagsáætlanir og ákvarðanir, sem hafa áhrif á réttindi sem tryggð eru í alþjóðasamningum, út frá sjónarhorni mannréttinda. Forsenda þess að unnt verði að beita slíkri mannréttindanálgun er meðvitund um hver þessi réttindi eru og hvað í þeim felst. Því þarf að setja mannréttindavernd í öndvegi í allri áætlanagerð, hafa eftirlit með framkvæmd áætlana og mæla árangur út frá mannréttindum. Þá ber að hafa gott eftirlit með því að mismunun eigi sér ekki stað og ef veita á hópum eða einstaklingum ólíka meðferð þarf að tryggja að réttlætanleg og málefnaleg sjónarmið liggi þar að baki. Enn fremur skal þess gætt að hlífa þeim sem standa höllum fæti fyrir niðurskurði. Loks er í ritinu bent á nauðsyn þess að niðurskurður fari ekki niður fyrir þann lágmarksramma sem markaður hefur verið um hvern og einn rétt. Þá er einnig m.a. bent á mikilvægi samráðs við rétthafana sjálfa og frjáls félagasamtök, virks upplýsingaflæðis milli aðila á öllum sviðum og stigum hins opinbera og að ákvarðanir sem hafi áhrif á réttindi einstaklinga séu teknar af þar til bærum stofnunum. Eins og áður sagði skal mannréttindasamþætting vera rauði þráðurinn í allri stefnumótun og áætlanagerð og tryggja þarf að áætlanir nái til alls samfélagsins. Það er því mikið gleðiefni að innanríkisráðuneytið hefur hafið undirbúning landsáætlunar í mannréttindamálum. Mannréttindi í þrengingum er aðgengilegt á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.humanrights.is og má einnig nálgast prentuð eintök á skrifstofunni að Túngötu 14. Ritið er ókeypis.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar