Hvar er fræðimaðurinn? Árni Gunnarsson skrifar 29. febrúar 2012 06:00 Gyða Margrét Pétursdóttir, aðstoðarkennari í kynjafræði við Háskóla Íslands, ritaði grein í Fréttablaðið 27. febrúar undir fyrirsögninni „Hvar er manndómurinn". Þar gerir hún að umræðuefni nokkur orð mín, sem féllu í útvarpsþætti 25. febrúar, þar sem m.a. var fjallað um bréfaskriftir Jóns Baldvins Hannibalssonar til ungrar stúlku. Þar sagði ég m.a., að með skrifum sínum hefði Jón Baldvin sýnt af sér mikið dómgreindarleysi. Því sleppti Gyða Margrét í grein sinni. Hún telur hins vegar, að eftirfarandi orð þáttastjórnanda og mín feli í sér dylgjur um að verið sé að koma pólitísku höggi á Jón Baldvin. Þáttastjórnandi spyr: „Er pólitík á bak við þetta heldurðu?" Ég svara: „Það kæmi mér ekkert á óvart." En Gyða Margrét heldur áfram og gefur það fyllilega í skyn, að með orðum mínum sé ég að skjóta skildi fyrir síbrotamann, ofbeldismenn, skrímsli og kynferðisglæpamann. Þetta er í raun skelfilegur áburður, sem á sér enga stoð og gengur þvert á allar hugsanir mínar og afstöðu til þeirra manna og mála, sem fræðimaðurinn og kennarinn nefnir. Þetta mál allt er harmleikur, sem vart verður lýst með orðum. Málið hefur valdið ómældri sorg og skelfingu í fjölskyldum þolanda og geranda um langt árabil. Ég sagði í fyrrnefndum útvarpsþætti, að ég hefði haft veður af bréfum Jóns Baldvins í mörg ár. Innihald þeirra þekkti ég ekki. Ég hefði hins vegar álitið að málið væri úr sögunni og fyrirgefningarbeiðni Jóns tekin til greina. Það kom mér því algjörlega á óvart, þegar bréf Jóns Baldvins voru birt í tímariti. Ekki dreg ég í efa allan rétt þolandans til að birta bréfin, en lái mér hver sem vill undrun á tímasetningunni og tilganginum. Mér er hins vegar ljóst, að með orðum sínum og skrifum hefur Jón Baldvin oft skotið fast á tiltekna einstaklinga og þannig aflað sér óvinsælda og eignast hatursmenn. Þá sögu þekki ég vel og kæmi ekki á óvart þótt einhverjir vildu koma á hann höggi. Það voru hins vegar mistök af minni hálfu, að gera því skóna, að þetta tiltekna mál kynni að vera af pólitískum rótum runnið, án þess að rökstyðja það frekar. Hafi ég með þessum orðum aukið á angur þolandans í þessu máli, bið ég hana afsökunar Við Gyðu Margréti Pétursdóttur vil ég segja þetta: Fyrir þá setningu eina, að það kæmi mér ekki á óvart að á bak við þetta mál væri pólitík, þá gefurðu fyllilega í skyn, að ég bregðist í vörn fyrir síbrotamann, ofbeldismenn, skrímsli og kynferðisglæpamann. Öfgar af þessu tagi gera engum gagn. Fræðimaður og háskólakennari, sem svona skrifar, leggur ekki hlutlægt mat á heimildir og hverfur frá þeim kröfum, sem gerðar eru til akademískra fræðimanna. Hér má með sanni segja, að tilgangurinn helgi meðalið. Ég mun ekki eiga frekari orðaskipti um þetta mál. Umræðan gerir fátt annað en að auka á óhamingju hlutaðeigandi. En ég skil eftir spurninguna um það hvort fyrirgefningin eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá íslenskri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hvar er manndómurinn? Í þættinum Vikulokin á Rás 1 laugardaginn 25. febrúar var til umræðu kynferðisleg áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar. Árni Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, gestur þáttarins sagði: „Ég held hins vegar að baki þessu máli liggi ýmislegt sem að kannski kemur í ljós á síðari stigum. Ég hafði veður af þessu bréfi fyrir mörgum árum, ég taldi að þetta mál væri algjörlega úr sögunni, því væri lokið og frágengið að öllu leyti og að fyrirgefningarbeiðni Jóns hefði verið tekin til greina en það virðist ekki vera og ég auðvitað velti því fyrir mér eins og svo margir hvað liggur að baki þörfinni fyrir það að birta þessi bréf nú svo mörgum árum eftir að þau voru skrifuð, ég átta mig ekki alveg á því." 27. febrúar 2012 11:00 Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Gyða Margrét Pétursdóttir, aðstoðarkennari í kynjafræði við Háskóla Íslands, ritaði grein í Fréttablaðið 27. febrúar undir fyrirsögninni „Hvar er manndómurinn". Þar gerir hún að umræðuefni nokkur orð mín, sem féllu í útvarpsþætti 25. febrúar, þar sem m.a. var fjallað um bréfaskriftir Jóns Baldvins Hannibalssonar til ungrar stúlku. Þar sagði ég m.a., að með skrifum sínum hefði Jón Baldvin sýnt af sér mikið dómgreindarleysi. Því sleppti Gyða Margrét í grein sinni. Hún telur hins vegar, að eftirfarandi orð þáttastjórnanda og mín feli í sér dylgjur um að verið sé að koma pólitísku höggi á Jón Baldvin. Þáttastjórnandi spyr: „Er pólitík á bak við þetta heldurðu?" Ég svara: „Það kæmi mér ekkert á óvart." En Gyða Margrét heldur áfram og gefur það fyllilega í skyn, að með orðum mínum sé ég að skjóta skildi fyrir síbrotamann, ofbeldismenn, skrímsli og kynferðisglæpamann. Þetta er í raun skelfilegur áburður, sem á sér enga stoð og gengur þvert á allar hugsanir mínar og afstöðu til þeirra manna og mála, sem fræðimaðurinn og kennarinn nefnir. Þetta mál allt er harmleikur, sem vart verður lýst með orðum. Málið hefur valdið ómældri sorg og skelfingu í fjölskyldum þolanda og geranda um langt árabil. Ég sagði í fyrrnefndum útvarpsþætti, að ég hefði haft veður af bréfum Jóns Baldvins í mörg ár. Innihald þeirra þekkti ég ekki. Ég hefði hins vegar álitið að málið væri úr sögunni og fyrirgefningarbeiðni Jóns tekin til greina. Það kom mér því algjörlega á óvart, þegar bréf Jóns Baldvins voru birt í tímariti. Ekki dreg ég í efa allan rétt þolandans til að birta bréfin, en lái mér hver sem vill undrun á tímasetningunni og tilganginum. Mér er hins vegar ljóst, að með orðum sínum og skrifum hefur Jón Baldvin oft skotið fast á tiltekna einstaklinga og þannig aflað sér óvinsælda og eignast hatursmenn. Þá sögu þekki ég vel og kæmi ekki á óvart þótt einhverjir vildu koma á hann höggi. Það voru hins vegar mistök af minni hálfu, að gera því skóna, að þetta tiltekna mál kynni að vera af pólitískum rótum runnið, án þess að rökstyðja það frekar. Hafi ég með þessum orðum aukið á angur þolandans í þessu máli, bið ég hana afsökunar Við Gyðu Margréti Pétursdóttur vil ég segja þetta: Fyrir þá setningu eina, að það kæmi mér ekki á óvart að á bak við þetta mál væri pólitík, þá gefurðu fyllilega í skyn, að ég bregðist í vörn fyrir síbrotamann, ofbeldismenn, skrímsli og kynferðisglæpamann. Öfgar af þessu tagi gera engum gagn. Fræðimaður og háskólakennari, sem svona skrifar, leggur ekki hlutlægt mat á heimildir og hverfur frá þeim kröfum, sem gerðar eru til akademískra fræðimanna. Hér má með sanni segja, að tilgangurinn helgi meðalið. Ég mun ekki eiga frekari orðaskipti um þetta mál. Umræðan gerir fátt annað en að auka á óhamingju hlutaðeigandi. En ég skil eftir spurninguna um það hvort fyrirgefningin eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá íslenskri þjóð.
Hvar er manndómurinn? Í þættinum Vikulokin á Rás 1 laugardaginn 25. febrúar var til umræðu kynferðisleg áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar. Árni Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, gestur þáttarins sagði: „Ég held hins vegar að baki þessu máli liggi ýmislegt sem að kannski kemur í ljós á síðari stigum. Ég hafði veður af þessu bréfi fyrir mörgum árum, ég taldi að þetta mál væri algjörlega úr sögunni, því væri lokið og frágengið að öllu leyti og að fyrirgefningarbeiðni Jóns hefði verið tekin til greina en það virðist ekki vera og ég auðvitað velti því fyrir mér eins og svo margir hvað liggur að baki þörfinni fyrir það að birta þessi bréf nú svo mörgum árum eftir að þau voru skrifuð, ég átta mig ekki alveg á því." 27. febrúar 2012 11:00
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun