Vill að Walcott efni sex ára loforð og komi til Íslands 29. febrúar 2012 20:00 Kjartan Björnsson vill fá Theo Walcott, leikmann Arsenal, til Íslands í sumar. Mynd/Eyþór „Ég ætla að herja á hann og fá hann kannski til að koma hérna einn laugardag," segir Kjartan Björnsson, hárskeri á Selfossi og aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Arsenal. Fyrir sex árum tók Kjartan loforð af Theo Walcott, leikmanni Arsenal, um að hann kæmi til Íslands í tilefni 30 ára afmælis Arsenal-klúbbsins, sem er einmitt í ár. „Þetta var eftir leik á Highbury þegar hann var nýbúinn að skrifa undir. Ég ákvað að grípa hann strax af því að þetta var vonarstjarna. Ég bauð hann velkominn til Arsenal og sagði að ég þyrfti að eiga við hann erindi eftir nokkur ár um að koma til Íslands og fagna með okkur 30 ára afmælinu. Ég ákvað að horfa svolítið fram í tímann með þetta og hann játti því þá," segir Kjartan, sem er fyrrverandi formaður Arsenal-klúbbsins. Walcott, sem verður 23 ára í mars, gekk til liðs við Arsenal frá Southampton 2006. Sama ár varð hann yngsti leikmaðurinn til að spila í treyju enska A-landsliðsins, eða sautján ára. Á ferli sínum með Arsenal hefur hann skorað 39 mörk og lagt upp 37 til viðbótar í 209 leikjum. Framherjinn eldsnöggi skoraði tvö mörk gegn Tottenham um síðustu helgi og er því sjóðheitur um þessar mundir en fram að því hafði hann legið undir nokkurri gagnrýni hjá aðdáendum Arsenal fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Kjartan stefnir á að hitta Walcott á Englandi í vor í von um að hann efni loforð sitt. Hugmyndin er að hann heimsæki Ísland í sumar þegar hann verður í fríi frá æfingum og leikjum. „Ég vil ekki taka fram fyrir hendurnar á sitjandi stjórn Arsenal-klúbbsins en ég trúi því nú frekar að þeir hafi ekkert á móti þessu."Kjartan er þegar byrjaður að hita Walcott upp og sendi honum nýverið orðsendingu á Facebook. „Auðvitað fá þeir alls konar svona tilboð en ég stefni á að herma þetta alveg stíft upp á hann. Svo sjáum við til hvað hann er mikill maður." freyr@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Ég ætla að herja á hann og fá hann kannski til að koma hérna einn laugardag," segir Kjartan Björnsson, hárskeri á Selfossi og aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Arsenal. Fyrir sex árum tók Kjartan loforð af Theo Walcott, leikmanni Arsenal, um að hann kæmi til Íslands í tilefni 30 ára afmælis Arsenal-klúbbsins, sem er einmitt í ár. „Þetta var eftir leik á Highbury þegar hann var nýbúinn að skrifa undir. Ég ákvað að grípa hann strax af því að þetta var vonarstjarna. Ég bauð hann velkominn til Arsenal og sagði að ég þyrfti að eiga við hann erindi eftir nokkur ár um að koma til Íslands og fagna með okkur 30 ára afmælinu. Ég ákvað að horfa svolítið fram í tímann með þetta og hann játti því þá," segir Kjartan, sem er fyrrverandi formaður Arsenal-klúbbsins. Walcott, sem verður 23 ára í mars, gekk til liðs við Arsenal frá Southampton 2006. Sama ár varð hann yngsti leikmaðurinn til að spila í treyju enska A-landsliðsins, eða sautján ára. Á ferli sínum með Arsenal hefur hann skorað 39 mörk og lagt upp 37 til viðbótar í 209 leikjum. Framherjinn eldsnöggi skoraði tvö mörk gegn Tottenham um síðustu helgi og er því sjóðheitur um þessar mundir en fram að því hafði hann legið undir nokkurri gagnrýni hjá aðdáendum Arsenal fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Kjartan stefnir á að hitta Walcott á Englandi í vor í von um að hann efni loforð sitt. Hugmyndin er að hann heimsæki Ísland í sumar þegar hann verður í fríi frá æfingum og leikjum. „Ég vil ekki taka fram fyrir hendurnar á sitjandi stjórn Arsenal-klúbbsins en ég trúi því nú frekar að þeir hafi ekkert á móti þessu."Kjartan er þegar byrjaður að hita Walcott upp og sendi honum nýverið orðsendingu á Facebook. „Auðvitað fá þeir alls konar svona tilboð en ég stefni á að herma þetta alveg stíft upp á hann. Svo sjáum við til hvað hann er mikill maður." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira