Lífið

Leikur á móti Joely Richardson í London

"Yndisleg manneskja," segir Guðmundur um Joely Richardson.
"Yndisleg manneskja," segir Guðmundur um Joely Richardson.
„Þetta er ægilegt drama," segir leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson.

Guðmundur Ingi fer með hlutverk ókunnuga mannsins í leikritinu The Lady from the Sea eftir Henrik Ibsen sem var frumsýnt í Rose-leikhúsinu í London í vikunni. Á meðal mótleikara Guðmundar eru Malcolm Storry og Joely Richardson, en hún er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Nip/Tuck og The Tudors.

„Hún er æðisleg," segir Guðmundur. „Fólk er alltaf að bíða eftir að ég segi sögur af henni sem einhverri prímadonnu, en hún er bara frábær. Yndisleg manneskja."

Verkið gerist á 19. öld og fjallar um konu sem verður geðveik stuttu eftir að hún giftist lækni. Hún var lofuð öðrum manni áður en hún giftist og leikur Guðmundur fyrri elskhuga hennar, sem birtist áratug eftir að hún giftist lækninum. Hún neyðist til að velja á milli mannanna tveggja. Guðmundur var sem sagt ekki að ýkja þegar hann sagði verkið dramatískt.

En var erfitt að komast að í sýningunni?

„Nei. Ég var bara boðaður í prufu og fékk hlutverkið," segir Guðmundur hress. -afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.