Ákæruvald Alþingis- ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Í grein sem ég ritaði í Mbl. 18. janúar sl. var vakin athygli á greinum Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem þá höfðu birst í blaðinu. Stefán Már taldi m. a. að sú ákvörðun Alþingis að greiða atkvæði um hvort mál skyldi höfða á hendur hverjum og einum þeirra fjögurra ráðherra sem þingmannanefndin lagði til að ákærðir yrðu, væri haldin ágöllum. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi því orðið tilviljunarkennd og forsendur sumra þingmanna, sem gengið hafi út frá því að annað hvort yrðu allir ákærðir eða enginn, kynnu að hafa brostið. Niðurstaðan var sú, að veruleg hætta hafi verið á að við meðferð Alþingis á málinu hafi verið vikið í þýðingarmiklum atriðum frá almennum og viðurkenndum reglum um höfðun sakamála. Grein Ögmundar staðfesti að málið hefði tekið eðlisbreytingu þegar niðurstaðan varð sú að aðeins einn skyldi ákærður og að forsendur væru brostnar fyrir ákvörðun hans. Hann myndi því greiða atkvæði með öðrum hætti kæmi málið á ný til kasta Alþingis. Í niðurlagi greinar minnar var á það bent að undanfarna áratugi hafi verið unnið að því bæði hérlendis og erlendis að styrkja faglega þekkingu og vinnubrögð ákærenda með það fyrir augum að auka réttaröryggi borgaranna. Tilviljunarkenndar niðurstöður við meðferð ákæruvalds sem og ófagleg vinnubrögð væru í andstöðu við þessa þróun og í ósamræmi við reglur um réttláta málsmeðferð sem sérhver sakborningur á að njóta. Nú liggur fyrir að fleiri þingmenn en Ögmundur, sem áður greiddu atkvæði með því að ákæra Geir H. Haarde, telja að sú ákvörðun hafi ekki verið rétt. Því mætti ætla að ekki væri lengur meirihluti á Alþingi fyrir ákvörðuninni. Sú skoðun er nú almennt viðurkennd að Alþingi geti afturkallað ákæruna. Þetta kom m. a. fram í blaðaviðtali við saksóknara Alþingis í lok janúar sl. Við sama tækifæri lýsti saksóknarinn því hins vegar yfir að í raun hefði ekkert breyst efnislega í málinu sem lyti að líkum á sakfellingu í því. Í Mbl. þann 23. febrúar sl. staðfesti saksóknari Alþingis þetta og benti jafnframt á að það væri talsvert virðingarleysi við vinnu allra ef ákæran yrði afturkölluð á síðasta degi. Að mínu mati snýst málið ekki um virðingu eða virðingarleysi við vinnu einstakra manna sem komið hafa að því heldur fyrst og fremst um grundvallarréttindi sakbornings í málinu og meginreglur um réttláta málsmeðferð í réttarríki. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds lögum samkvæmt. Hann hefur boðvald yfir öðrum ákærendum og eftirlit með þeim. Í því felst m. a. að hann ber ábyrgð á að samræmis sé gætt við meðferð ákæruvalds og að grundvallarreglur sakamálaréttarfars séu virtar. Markmiðið er m.a að bæta réttarstöðu sakborninga og styrkja réttaröryggi borgaranna. Í hefðbundnum sakamálum ákveður ákærandinn einn hvort hann gefur út ákæru eða afturkallar hana. Í máli því sem hér um ræðir var um fjölskipað ákæruvald að ræða. Samþykkt var með naumum meirihluta atkvæða að ákæra í málinu. Formlega séð er sá meirihluti ekki lengur fyrir hendi. Sé raunin sú ber að afturkalla ákæruna. Margt bendir nú til þess að niðurstaða um hvort málið fái réttláta meðferð Alþingis muni ekki ráðast af hlutlægum atriðum. Þetta ætti að vera áhyggjuefni fyrir ríkissaksóknara við meðferð ákæruvalds í málinu. Það hlutverk sitt að gæta almennra grundvallarreglna sakamálaréttarfars, sem m.a. lúta að réttarstöðu sakbornings, ætti ríkissaksóknari að taka fram yfir hlutverk sitt sem saksóknari Alþingis. Svo virðist sem hið veigamikla eftirlitshlutverk ríkissaksóknara sé ekki fyrir hendi að þessu leyti í umræddu máli og að ákærði hafi engan ríkissaksóknara til að hafa eftirlit með því að umræddar grundvallareglur réttarfars í máli hans séu virtar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem ég ritaði í Mbl. 18. janúar sl. var vakin athygli á greinum Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem þá höfðu birst í blaðinu. Stefán Már taldi m. a. að sú ákvörðun Alþingis að greiða atkvæði um hvort mál skyldi höfða á hendur hverjum og einum þeirra fjögurra ráðherra sem þingmannanefndin lagði til að ákærðir yrðu, væri haldin ágöllum. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi því orðið tilviljunarkennd og forsendur sumra þingmanna, sem gengið hafi út frá því að annað hvort yrðu allir ákærðir eða enginn, kynnu að hafa brostið. Niðurstaðan var sú, að veruleg hætta hafi verið á að við meðferð Alþingis á málinu hafi verið vikið í þýðingarmiklum atriðum frá almennum og viðurkenndum reglum um höfðun sakamála. Grein Ögmundar staðfesti að málið hefði tekið eðlisbreytingu þegar niðurstaðan varð sú að aðeins einn skyldi ákærður og að forsendur væru brostnar fyrir ákvörðun hans. Hann myndi því greiða atkvæði með öðrum hætti kæmi málið á ný til kasta Alþingis. Í niðurlagi greinar minnar var á það bent að undanfarna áratugi hafi verið unnið að því bæði hérlendis og erlendis að styrkja faglega þekkingu og vinnubrögð ákærenda með það fyrir augum að auka réttaröryggi borgaranna. Tilviljunarkenndar niðurstöður við meðferð ákæruvalds sem og ófagleg vinnubrögð væru í andstöðu við þessa þróun og í ósamræmi við reglur um réttláta málsmeðferð sem sérhver sakborningur á að njóta. Nú liggur fyrir að fleiri þingmenn en Ögmundur, sem áður greiddu atkvæði með því að ákæra Geir H. Haarde, telja að sú ákvörðun hafi ekki verið rétt. Því mætti ætla að ekki væri lengur meirihluti á Alþingi fyrir ákvörðuninni. Sú skoðun er nú almennt viðurkennd að Alþingi geti afturkallað ákæruna. Þetta kom m. a. fram í blaðaviðtali við saksóknara Alþingis í lok janúar sl. Við sama tækifæri lýsti saksóknarinn því hins vegar yfir að í raun hefði ekkert breyst efnislega í málinu sem lyti að líkum á sakfellingu í því. Í Mbl. þann 23. febrúar sl. staðfesti saksóknari Alþingis þetta og benti jafnframt á að það væri talsvert virðingarleysi við vinnu allra ef ákæran yrði afturkölluð á síðasta degi. Að mínu mati snýst málið ekki um virðingu eða virðingarleysi við vinnu einstakra manna sem komið hafa að því heldur fyrst og fremst um grundvallarréttindi sakbornings í málinu og meginreglur um réttláta málsmeðferð í réttarríki. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds lögum samkvæmt. Hann hefur boðvald yfir öðrum ákærendum og eftirlit með þeim. Í því felst m. a. að hann ber ábyrgð á að samræmis sé gætt við meðferð ákæruvalds og að grundvallarreglur sakamálaréttarfars séu virtar. Markmiðið er m.a að bæta réttarstöðu sakborninga og styrkja réttaröryggi borgaranna. Í hefðbundnum sakamálum ákveður ákærandinn einn hvort hann gefur út ákæru eða afturkallar hana. Í máli því sem hér um ræðir var um fjölskipað ákæruvald að ræða. Samþykkt var með naumum meirihluta atkvæða að ákæra í málinu. Formlega séð er sá meirihluti ekki lengur fyrir hendi. Sé raunin sú ber að afturkalla ákæruna. Margt bendir nú til þess að niðurstaða um hvort málið fái réttláta meðferð Alþingis muni ekki ráðast af hlutlægum atriðum. Þetta ætti að vera áhyggjuefni fyrir ríkissaksóknara við meðferð ákæruvalds í málinu. Það hlutverk sitt að gæta almennra grundvallarreglna sakamálaréttarfars, sem m.a. lúta að réttarstöðu sakbornings, ætti ríkissaksóknari að taka fram yfir hlutverk sitt sem saksóknari Alþingis. Svo virðist sem hið veigamikla eftirlitshlutverk ríkissaksóknara sé ekki fyrir hendi að þessu leyti í umræddu máli og að ákærði hafi engan ríkissaksóknara til að hafa eftirlit með því að umræddar grundvallareglur réttarfars í máli hans séu virtar.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun