Ákæruvald Alþingis- ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Í grein sem ég ritaði í Mbl. 18. janúar sl. var vakin athygli á greinum Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem þá höfðu birst í blaðinu. Stefán Már taldi m. a. að sú ákvörðun Alþingis að greiða atkvæði um hvort mál skyldi höfða á hendur hverjum og einum þeirra fjögurra ráðherra sem þingmannanefndin lagði til að ákærðir yrðu, væri haldin ágöllum. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi því orðið tilviljunarkennd og forsendur sumra þingmanna, sem gengið hafi út frá því að annað hvort yrðu allir ákærðir eða enginn, kynnu að hafa brostið. Niðurstaðan var sú, að veruleg hætta hafi verið á að við meðferð Alþingis á málinu hafi verið vikið í þýðingarmiklum atriðum frá almennum og viðurkenndum reglum um höfðun sakamála. Grein Ögmundar staðfesti að málið hefði tekið eðlisbreytingu þegar niðurstaðan varð sú að aðeins einn skyldi ákærður og að forsendur væru brostnar fyrir ákvörðun hans. Hann myndi því greiða atkvæði með öðrum hætti kæmi málið á ný til kasta Alþingis. Í niðurlagi greinar minnar var á það bent að undanfarna áratugi hafi verið unnið að því bæði hérlendis og erlendis að styrkja faglega þekkingu og vinnubrögð ákærenda með það fyrir augum að auka réttaröryggi borgaranna. Tilviljunarkenndar niðurstöður við meðferð ákæruvalds sem og ófagleg vinnubrögð væru í andstöðu við þessa þróun og í ósamræmi við reglur um réttláta málsmeðferð sem sérhver sakborningur á að njóta. Nú liggur fyrir að fleiri þingmenn en Ögmundur, sem áður greiddu atkvæði með því að ákæra Geir H. Haarde, telja að sú ákvörðun hafi ekki verið rétt. Því mætti ætla að ekki væri lengur meirihluti á Alþingi fyrir ákvörðuninni. Sú skoðun er nú almennt viðurkennd að Alþingi geti afturkallað ákæruna. Þetta kom m. a. fram í blaðaviðtali við saksóknara Alþingis í lok janúar sl. Við sama tækifæri lýsti saksóknarinn því hins vegar yfir að í raun hefði ekkert breyst efnislega í málinu sem lyti að líkum á sakfellingu í því. Í Mbl. þann 23. febrúar sl. staðfesti saksóknari Alþingis þetta og benti jafnframt á að það væri talsvert virðingarleysi við vinnu allra ef ákæran yrði afturkölluð á síðasta degi. Að mínu mati snýst málið ekki um virðingu eða virðingarleysi við vinnu einstakra manna sem komið hafa að því heldur fyrst og fremst um grundvallarréttindi sakbornings í málinu og meginreglur um réttláta málsmeðferð í réttarríki. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds lögum samkvæmt. Hann hefur boðvald yfir öðrum ákærendum og eftirlit með þeim. Í því felst m. a. að hann ber ábyrgð á að samræmis sé gætt við meðferð ákæruvalds og að grundvallarreglur sakamálaréttarfars séu virtar. Markmiðið er m.a að bæta réttarstöðu sakborninga og styrkja réttaröryggi borgaranna. Í hefðbundnum sakamálum ákveður ákærandinn einn hvort hann gefur út ákæru eða afturkallar hana. Í máli því sem hér um ræðir var um fjölskipað ákæruvald að ræða. Samþykkt var með naumum meirihluta atkvæða að ákæra í málinu. Formlega séð er sá meirihluti ekki lengur fyrir hendi. Sé raunin sú ber að afturkalla ákæruna. Margt bendir nú til þess að niðurstaða um hvort málið fái réttláta meðferð Alþingis muni ekki ráðast af hlutlægum atriðum. Þetta ætti að vera áhyggjuefni fyrir ríkissaksóknara við meðferð ákæruvalds í málinu. Það hlutverk sitt að gæta almennra grundvallarreglna sakamálaréttarfars, sem m.a. lúta að réttarstöðu sakbornings, ætti ríkissaksóknari að taka fram yfir hlutverk sitt sem saksóknari Alþingis. Svo virðist sem hið veigamikla eftirlitshlutverk ríkissaksóknara sé ekki fyrir hendi að þessu leyti í umræddu máli og að ákærði hafi engan ríkissaksóknara til að hafa eftirlit með því að umræddar grundvallareglur réttarfars í máli hans séu virtar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í grein sem ég ritaði í Mbl. 18. janúar sl. var vakin athygli á greinum Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem þá höfðu birst í blaðinu. Stefán Már taldi m. a. að sú ákvörðun Alþingis að greiða atkvæði um hvort mál skyldi höfða á hendur hverjum og einum þeirra fjögurra ráðherra sem þingmannanefndin lagði til að ákærðir yrðu, væri haldin ágöllum. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi því orðið tilviljunarkennd og forsendur sumra þingmanna, sem gengið hafi út frá því að annað hvort yrðu allir ákærðir eða enginn, kynnu að hafa brostið. Niðurstaðan var sú, að veruleg hætta hafi verið á að við meðferð Alþingis á málinu hafi verið vikið í þýðingarmiklum atriðum frá almennum og viðurkenndum reglum um höfðun sakamála. Grein Ögmundar staðfesti að málið hefði tekið eðlisbreytingu þegar niðurstaðan varð sú að aðeins einn skyldi ákærður og að forsendur væru brostnar fyrir ákvörðun hans. Hann myndi því greiða atkvæði með öðrum hætti kæmi málið á ný til kasta Alþingis. Í niðurlagi greinar minnar var á það bent að undanfarna áratugi hafi verið unnið að því bæði hérlendis og erlendis að styrkja faglega þekkingu og vinnubrögð ákærenda með það fyrir augum að auka réttaröryggi borgaranna. Tilviljunarkenndar niðurstöður við meðferð ákæruvalds sem og ófagleg vinnubrögð væru í andstöðu við þessa þróun og í ósamræmi við reglur um réttláta málsmeðferð sem sérhver sakborningur á að njóta. Nú liggur fyrir að fleiri þingmenn en Ögmundur, sem áður greiddu atkvæði með því að ákæra Geir H. Haarde, telja að sú ákvörðun hafi ekki verið rétt. Því mætti ætla að ekki væri lengur meirihluti á Alþingi fyrir ákvörðuninni. Sú skoðun er nú almennt viðurkennd að Alþingi geti afturkallað ákæruna. Þetta kom m. a. fram í blaðaviðtali við saksóknara Alþingis í lok janúar sl. Við sama tækifæri lýsti saksóknarinn því hins vegar yfir að í raun hefði ekkert breyst efnislega í málinu sem lyti að líkum á sakfellingu í því. Í Mbl. þann 23. febrúar sl. staðfesti saksóknari Alþingis þetta og benti jafnframt á að það væri talsvert virðingarleysi við vinnu allra ef ákæran yrði afturkölluð á síðasta degi. Að mínu mati snýst málið ekki um virðingu eða virðingarleysi við vinnu einstakra manna sem komið hafa að því heldur fyrst og fremst um grundvallarréttindi sakbornings í málinu og meginreglur um réttláta málsmeðferð í réttarríki. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds lögum samkvæmt. Hann hefur boðvald yfir öðrum ákærendum og eftirlit með þeim. Í því felst m. a. að hann ber ábyrgð á að samræmis sé gætt við meðferð ákæruvalds og að grundvallarreglur sakamálaréttarfars séu virtar. Markmiðið er m.a að bæta réttarstöðu sakborninga og styrkja réttaröryggi borgaranna. Í hefðbundnum sakamálum ákveður ákærandinn einn hvort hann gefur út ákæru eða afturkallar hana. Í máli því sem hér um ræðir var um fjölskipað ákæruvald að ræða. Samþykkt var með naumum meirihluta atkvæða að ákæra í málinu. Formlega séð er sá meirihluti ekki lengur fyrir hendi. Sé raunin sú ber að afturkalla ákæruna. Margt bendir nú til þess að niðurstaða um hvort málið fái réttláta meðferð Alþingis muni ekki ráðast af hlutlægum atriðum. Þetta ætti að vera áhyggjuefni fyrir ríkissaksóknara við meðferð ákæruvalds í málinu. Það hlutverk sitt að gæta almennra grundvallarreglna sakamálaréttarfars, sem m.a. lúta að réttarstöðu sakbornings, ætti ríkissaksóknari að taka fram yfir hlutverk sitt sem saksóknari Alþingis. Svo virðist sem hið veigamikla eftirlitshlutverk ríkissaksóknara sé ekki fyrir hendi að þessu leyti í umræddu máli og að ákærði hafi engan ríkissaksóknara til að hafa eftirlit með því að umræddar grundvallareglur réttarfars í máli hans séu virtar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar