Ákæruvald Alþingis- ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Í grein sem ég ritaði í Mbl. 18. janúar sl. var vakin athygli á greinum Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem þá höfðu birst í blaðinu. Stefán Már taldi m. a. að sú ákvörðun Alþingis að greiða atkvæði um hvort mál skyldi höfða á hendur hverjum og einum þeirra fjögurra ráðherra sem þingmannanefndin lagði til að ákærðir yrðu, væri haldin ágöllum. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi því orðið tilviljunarkennd og forsendur sumra þingmanna, sem gengið hafi út frá því að annað hvort yrðu allir ákærðir eða enginn, kynnu að hafa brostið. Niðurstaðan var sú, að veruleg hætta hafi verið á að við meðferð Alþingis á málinu hafi verið vikið í þýðingarmiklum atriðum frá almennum og viðurkenndum reglum um höfðun sakamála. Grein Ögmundar staðfesti að málið hefði tekið eðlisbreytingu þegar niðurstaðan varð sú að aðeins einn skyldi ákærður og að forsendur væru brostnar fyrir ákvörðun hans. Hann myndi því greiða atkvæði með öðrum hætti kæmi málið á ný til kasta Alþingis. Í niðurlagi greinar minnar var á það bent að undanfarna áratugi hafi verið unnið að því bæði hérlendis og erlendis að styrkja faglega þekkingu og vinnubrögð ákærenda með það fyrir augum að auka réttaröryggi borgaranna. Tilviljunarkenndar niðurstöður við meðferð ákæruvalds sem og ófagleg vinnubrögð væru í andstöðu við þessa þróun og í ósamræmi við reglur um réttláta málsmeðferð sem sérhver sakborningur á að njóta. Nú liggur fyrir að fleiri þingmenn en Ögmundur, sem áður greiddu atkvæði með því að ákæra Geir H. Haarde, telja að sú ákvörðun hafi ekki verið rétt. Því mætti ætla að ekki væri lengur meirihluti á Alþingi fyrir ákvörðuninni. Sú skoðun er nú almennt viðurkennd að Alþingi geti afturkallað ákæruna. Þetta kom m. a. fram í blaðaviðtali við saksóknara Alþingis í lok janúar sl. Við sama tækifæri lýsti saksóknarinn því hins vegar yfir að í raun hefði ekkert breyst efnislega í málinu sem lyti að líkum á sakfellingu í því. Í Mbl. þann 23. febrúar sl. staðfesti saksóknari Alþingis þetta og benti jafnframt á að það væri talsvert virðingarleysi við vinnu allra ef ákæran yrði afturkölluð á síðasta degi. Að mínu mati snýst málið ekki um virðingu eða virðingarleysi við vinnu einstakra manna sem komið hafa að því heldur fyrst og fremst um grundvallarréttindi sakbornings í málinu og meginreglur um réttláta málsmeðferð í réttarríki. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds lögum samkvæmt. Hann hefur boðvald yfir öðrum ákærendum og eftirlit með þeim. Í því felst m. a. að hann ber ábyrgð á að samræmis sé gætt við meðferð ákæruvalds og að grundvallarreglur sakamálaréttarfars séu virtar. Markmiðið er m.a að bæta réttarstöðu sakborninga og styrkja réttaröryggi borgaranna. Í hefðbundnum sakamálum ákveður ákærandinn einn hvort hann gefur út ákæru eða afturkallar hana. Í máli því sem hér um ræðir var um fjölskipað ákæruvald að ræða. Samþykkt var með naumum meirihluta atkvæða að ákæra í málinu. Formlega séð er sá meirihluti ekki lengur fyrir hendi. Sé raunin sú ber að afturkalla ákæruna. Margt bendir nú til þess að niðurstaða um hvort málið fái réttláta meðferð Alþingis muni ekki ráðast af hlutlægum atriðum. Þetta ætti að vera áhyggjuefni fyrir ríkissaksóknara við meðferð ákæruvalds í málinu. Það hlutverk sitt að gæta almennra grundvallarreglna sakamálaréttarfars, sem m.a. lúta að réttarstöðu sakbornings, ætti ríkissaksóknari að taka fram yfir hlutverk sitt sem saksóknari Alþingis. Svo virðist sem hið veigamikla eftirlitshlutverk ríkissaksóknara sé ekki fyrir hendi að þessu leyti í umræddu máli og að ákærði hafi engan ríkissaksóknara til að hafa eftirlit með því að umræddar grundvallareglur réttarfars í máli hans séu virtar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í grein sem ég ritaði í Mbl. 18. janúar sl. var vakin athygli á greinum Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem þá höfðu birst í blaðinu. Stefán Már taldi m. a. að sú ákvörðun Alþingis að greiða atkvæði um hvort mál skyldi höfða á hendur hverjum og einum þeirra fjögurra ráðherra sem þingmannanefndin lagði til að ákærðir yrðu, væri haldin ágöllum. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi því orðið tilviljunarkennd og forsendur sumra þingmanna, sem gengið hafi út frá því að annað hvort yrðu allir ákærðir eða enginn, kynnu að hafa brostið. Niðurstaðan var sú, að veruleg hætta hafi verið á að við meðferð Alþingis á málinu hafi verið vikið í þýðingarmiklum atriðum frá almennum og viðurkenndum reglum um höfðun sakamála. Grein Ögmundar staðfesti að málið hefði tekið eðlisbreytingu þegar niðurstaðan varð sú að aðeins einn skyldi ákærður og að forsendur væru brostnar fyrir ákvörðun hans. Hann myndi því greiða atkvæði með öðrum hætti kæmi málið á ný til kasta Alþingis. Í niðurlagi greinar minnar var á það bent að undanfarna áratugi hafi verið unnið að því bæði hérlendis og erlendis að styrkja faglega þekkingu og vinnubrögð ákærenda með það fyrir augum að auka réttaröryggi borgaranna. Tilviljunarkenndar niðurstöður við meðferð ákæruvalds sem og ófagleg vinnubrögð væru í andstöðu við þessa þróun og í ósamræmi við reglur um réttláta málsmeðferð sem sérhver sakborningur á að njóta. Nú liggur fyrir að fleiri þingmenn en Ögmundur, sem áður greiddu atkvæði með því að ákæra Geir H. Haarde, telja að sú ákvörðun hafi ekki verið rétt. Því mætti ætla að ekki væri lengur meirihluti á Alþingi fyrir ákvörðuninni. Sú skoðun er nú almennt viðurkennd að Alþingi geti afturkallað ákæruna. Þetta kom m. a. fram í blaðaviðtali við saksóknara Alþingis í lok janúar sl. Við sama tækifæri lýsti saksóknarinn því hins vegar yfir að í raun hefði ekkert breyst efnislega í málinu sem lyti að líkum á sakfellingu í því. Í Mbl. þann 23. febrúar sl. staðfesti saksóknari Alþingis þetta og benti jafnframt á að það væri talsvert virðingarleysi við vinnu allra ef ákæran yrði afturkölluð á síðasta degi. Að mínu mati snýst málið ekki um virðingu eða virðingarleysi við vinnu einstakra manna sem komið hafa að því heldur fyrst og fremst um grundvallarréttindi sakbornings í málinu og meginreglur um réttláta málsmeðferð í réttarríki. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds lögum samkvæmt. Hann hefur boðvald yfir öðrum ákærendum og eftirlit með þeim. Í því felst m. a. að hann ber ábyrgð á að samræmis sé gætt við meðferð ákæruvalds og að grundvallarreglur sakamálaréttarfars séu virtar. Markmiðið er m.a að bæta réttarstöðu sakborninga og styrkja réttaröryggi borgaranna. Í hefðbundnum sakamálum ákveður ákærandinn einn hvort hann gefur út ákæru eða afturkallar hana. Í máli því sem hér um ræðir var um fjölskipað ákæruvald að ræða. Samþykkt var með naumum meirihluta atkvæða að ákæra í málinu. Formlega séð er sá meirihluti ekki lengur fyrir hendi. Sé raunin sú ber að afturkalla ákæruna. Margt bendir nú til þess að niðurstaða um hvort málið fái réttláta meðferð Alþingis muni ekki ráðast af hlutlægum atriðum. Þetta ætti að vera áhyggjuefni fyrir ríkissaksóknara við meðferð ákæruvalds í málinu. Það hlutverk sitt að gæta almennra grundvallarreglna sakamálaréttarfars, sem m.a. lúta að réttarstöðu sakbornings, ætti ríkissaksóknari að taka fram yfir hlutverk sitt sem saksóknari Alþingis. Svo virðist sem hið veigamikla eftirlitshlutverk ríkissaksóknara sé ekki fyrir hendi að þessu leyti í umræddu máli og að ákærði hafi engan ríkissaksóknara til að hafa eftirlit með því að umræddar grundvallareglur réttarfars í máli hans séu virtar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar