Björt framtíð lífeyriskerfisins? Hrafn Magnússon skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifar athygliverða grein um lífeyriskerfi okkar Íslendinga, sem birtist í fjölmiðlum fyrir nokkru. Í greininni varpar Ögmundur fram þeirri spurningu hvort íslenska hagkerfið rísi undir því að lífeyrissjóðir fjárfesti sextíu til áttatíu milljarða árlega. Einnig hvort líklegt sé að fjárfestingarnar gefi af sér þann arð sem lífeyrissjóðirnir telja sig þurfa til að rísa undir því réttindakerfi sem sjóðirnir hafa skuldbundið sig til að veita. Í greininni lýsir Ögmundur því yfir að lífeyrissjóðirnir eigi að fjármagna samfélagslega verðug verkefni. Slíkt eigi að gera með milligöngu ríkis og sveitarfélaga, því annars sé „hætt við að þessi góði ásetningur snúist upp í að verða tæki til markaðsvæðingar á þessum sömu innviðum”. Orðrétt segir Ögmundur einnig: „Lífeyrissjóðirnir gætu lánað fjármagn til uppbyggilegra verkefna en á mjög hagstæðum kjörum.” Ögmundur leggur oft gott til en í þessu máli finnst mér hann sveiflast öfganna á milli. Ljóst er að hann vill augsýnilega að lífeyrissjóðirnir láni ráðstöfunarfé sitt beint til ríkisins og sveitarfélaganna á kjörum sem eru lakari en almennt gerist á markaði. „Lífeyrissjóðakerfið byggir á braski” var haft eftir Ögmundi í fjölmiðlum fyrir nokkru. Þessi skoðun hans er hins vegar ekki ný af nálinni því oft hefur hann talað um svokallaða „braskvæðingu” lífeyrissjóðanna. Sýndarveruleiki og gjaldeyrishömlurÖgmundur hefur áhyggjur af stærð íslenska lífeyrissjóðakerfisins og hvort hægt verði að fjárfesta ráðstöfunarfé sjóðanna öllu innanlands. Ég tek að nokkru leyti undir þessa skoðun hans. Við búum í dag við ákveðinn sýndarveruleika vegna hruns fjármálakerfisins í október 2008. Þar á ég við þær gjaldeyrishömlur sem gilda í landinu. Lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis sem þeim er nauðsynlegt, þó ekki væri til annars en að dreifa áhættunni í eignasöfnum sínum. Jafnskjótt og heimild fæst til að fjárfesta erlendis munu áhyggjur okkar Ögmundar hverfa eins og dögg fyrir sólu. Við afléttingu gjaldeyrishaftanna ætti að setja í lög að lífeyrissjóðum væri einungis heimilt að fjárfesta innanlands fyrir t.d. 35% af ráðstöfunarfé sjóðanna. Verðum þess minnug að norski Olíusjóðurinn (no. Statens Pensjonsfond) sem er í ríkiseign fjárfestir allt sitt ráðstöfunarfé erlendis og um það eru engar deilur í Noregi. Okkur er öllum hollt að upplýst sé hvernig aðrar þjóðir haga fjárfestingum varðandi lífeyrissparnað, hvort sem um er að ræða lífeyrissjóðina sjálfa eða sjóði á vegum almannatrygginga, ekki síst þar sem Ögmundur leggur til að nýr svokallaður Auðlindasjóður, sem nú er í burðarliðnum, fái það hlutverk að fjármagna almannatryggingakerfið. Hvernig er þessum málum háttað hjá frændum okkar á Norðurlöndum, sem lengi hafa búið við norræna velferð? Hvað gera aðrar Norðurlandaþjóðir?Lífeyriskerfin hafa þróast með mismunandi hætti á Norðurlöndum. Við Íslendingar bárum gæfu til að setja á stofn lífeyrissjóði fyrir almennt verkafólk á vordögum 1969, en þá var mikil efnahagsleg lægð á Íslandi með tilheyrandi landflótta. Hér á landi var sem sagt ekki stofnaður ríkisrekinn lífeyrissjóður eins og gerðist á Norðurlöndum og má lesa um þá sögulegu ákvörðun í gagnmerkri mastersritgerð Sigurðar E. Guðmundssonar um lífeyrissjóðina 1960-1980. Hjá öðrum Norðurlandaþjóðum var hins vegar komið á fót ríkisreknum lífeyrissjóðum, en það sem er einkennandi fyrir þá alla er að fjárfestingaheimildir þeirra eru svipaðar þeim sem gilda varðandi heimildir íslensku lífeyrissjóðina. Ef eitthvað er, þá eru þær rýmri, sbr. norska Olíusjóðinn, sem eins og áður segir, fjárfestir einvörðungu erlendis. Hvað varðar Danmörku, þá hefur hinn ríkisrekni ATP lífeyrissjóður (d. Arbejdsmarkedets Tillægspension) unnið fjölmörg erlend verðlaun fyrir framúrskarandi fjárfestingarárangur og var t.a.m. í vetur valinn besti lífeyrissjóður Evrópu. Þá má ekki gleyma sænsku AP-sjóðunum fimm (e. National Pension Funds), sem eru eiginlega fjárfestingarsjóðir sem styðja vel við almannatryggingakerfið sænska. Þar er nú heldur betur „braskað” með fjármuni almennings samkvæmt skilgreiningu Ögmundar. Þá má með engu móti gleyma að minnast á PPM (e. Premium Pension Authority) í Svíþjóð, sem er hluti almannatryggingakerfisins en gefur landsmönnum kost á því að fjárfesta 2,5% af launum sínum hjá fjölmörgum verðbréfafyrirtækjum sem bjóða upp á margvíslega fjárfestingakosti. Að lána á „hagstæðum kjörum”Þannig er ljóst að þó ekki væri litið til annarra lífeyrissjóða á Norðurlöndum en til þeirra sem eru ríkisreknir, þá dytti frændum okkar ekki til hugar að þeir sjóðir láni allt ráðstöfunarfé sitt beint til ríkisins og sveitarfélaganna á kjörum sem eru lakari en almennt gerist á markaði eða á „mjög hagstæðum kjörum” svo vitnað sé aftur orðrétt í umrædda grein Ögmundar. Eins og áður er getið þá hefur lífeyrissjóðum á Íslandi frá hruni verið bannað að fjárfesta erlendis. Þeir hafa því ekki haft tækifæri til að nýta sér kauptækifæri erlendis eins og lífeyrissjóðir annarra landa. Þetta sést m.a. af ávöxtun norska Olíusjóðsins. Ávöxtun norska sjóðsins var neikvæð um 23% árið 2008 en það snérist við á árinu 2009 í takt við þróun hlutabréfamarkaða þegar hún var jákvæð um 26%. Að lokum þetta. Mér dettur helst í hug að skoðanir Ögmundar séu settar fram til að vekja upp almennar umræður um fjárfestingar lífeyrissjóðanna, miklu frekar heldur en að þær séu teknar of alvarlega, a.m.k. hvað varðar að láta skuldsettan ríkissjóð, hvað þá skuldug sveitarfélög valsa með lífeyrissparnað landsmanna á „hagstæðum kjörum”. Vonandi hef ég rétt fyrir mér í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifar athygliverða grein um lífeyriskerfi okkar Íslendinga, sem birtist í fjölmiðlum fyrir nokkru. Í greininni varpar Ögmundur fram þeirri spurningu hvort íslenska hagkerfið rísi undir því að lífeyrissjóðir fjárfesti sextíu til áttatíu milljarða árlega. Einnig hvort líklegt sé að fjárfestingarnar gefi af sér þann arð sem lífeyrissjóðirnir telja sig þurfa til að rísa undir því réttindakerfi sem sjóðirnir hafa skuldbundið sig til að veita. Í greininni lýsir Ögmundur því yfir að lífeyrissjóðirnir eigi að fjármagna samfélagslega verðug verkefni. Slíkt eigi að gera með milligöngu ríkis og sveitarfélaga, því annars sé „hætt við að þessi góði ásetningur snúist upp í að verða tæki til markaðsvæðingar á þessum sömu innviðum”. Orðrétt segir Ögmundur einnig: „Lífeyrissjóðirnir gætu lánað fjármagn til uppbyggilegra verkefna en á mjög hagstæðum kjörum.” Ögmundur leggur oft gott til en í þessu máli finnst mér hann sveiflast öfganna á milli. Ljóst er að hann vill augsýnilega að lífeyrissjóðirnir láni ráðstöfunarfé sitt beint til ríkisins og sveitarfélaganna á kjörum sem eru lakari en almennt gerist á markaði. „Lífeyrissjóðakerfið byggir á braski” var haft eftir Ögmundi í fjölmiðlum fyrir nokkru. Þessi skoðun hans er hins vegar ekki ný af nálinni því oft hefur hann talað um svokallaða „braskvæðingu” lífeyrissjóðanna. Sýndarveruleiki og gjaldeyrishömlurÖgmundur hefur áhyggjur af stærð íslenska lífeyrissjóðakerfisins og hvort hægt verði að fjárfesta ráðstöfunarfé sjóðanna öllu innanlands. Ég tek að nokkru leyti undir þessa skoðun hans. Við búum í dag við ákveðinn sýndarveruleika vegna hruns fjármálakerfisins í október 2008. Þar á ég við þær gjaldeyrishömlur sem gilda í landinu. Lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis sem þeim er nauðsynlegt, þó ekki væri til annars en að dreifa áhættunni í eignasöfnum sínum. Jafnskjótt og heimild fæst til að fjárfesta erlendis munu áhyggjur okkar Ögmundar hverfa eins og dögg fyrir sólu. Við afléttingu gjaldeyrishaftanna ætti að setja í lög að lífeyrissjóðum væri einungis heimilt að fjárfesta innanlands fyrir t.d. 35% af ráðstöfunarfé sjóðanna. Verðum þess minnug að norski Olíusjóðurinn (no. Statens Pensjonsfond) sem er í ríkiseign fjárfestir allt sitt ráðstöfunarfé erlendis og um það eru engar deilur í Noregi. Okkur er öllum hollt að upplýst sé hvernig aðrar þjóðir haga fjárfestingum varðandi lífeyrissparnað, hvort sem um er að ræða lífeyrissjóðina sjálfa eða sjóði á vegum almannatrygginga, ekki síst þar sem Ögmundur leggur til að nýr svokallaður Auðlindasjóður, sem nú er í burðarliðnum, fái það hlutverk að fjármagna almannatryggingakerfið. Hvernig er þessum málum háttað hjá frændum okkar á Norðurlöndum, sem lengi hafa búið við norræna velferð? Hvað gera aðrar Norðurlandaþjóðir?Lífeyriskerfin hafa þróast með mismunandi hætti á Norðurlöndum. Við Íslendingar bárum gæfu til að setja á stofn lífeyrissjóði fyrir almennt verkafólk á vordögum 1969, en þá var mikil efnahagsleg lægð á Íslandi með tilheyrandi landflótta. Hér á landi var sem sagt ekki stofnaður ríkisrekinn lífeyrissjóður eins og gerðist á Norðurlöndum og má lesa um þá sögulegu ákvörðun í gagnmerkri mastersritgerð Sigurðar E. Guðmundssonar um lífeyrissjóðina 1960-1980. Hjá öðrum Norðurlandaþjóðum var hins vegar komið á fót ríkisreknum lífeyrissjóðum, en það sem er einkennandi fyrir þá alla er að fjárfestingaheimildir þeirra eru svipaðar þeim sem gilda varðandi heimildir íslensku lífeyrissjóðina. Ef eitthvað er, þá eru þær rýmri, sbr. norska Olíusjóðinn, sem eins og áður segir, fjárfestir einvörðungu erlendis. Hvað varðar Danmörku, þá hefur hinn ríkisrekni ATP lífeyrissjóður (d. Arbejdsmarkedets Tillægspension) unnið fjölmörg erlend verðlaun fyrir framúrskarandi fjárfestingarárangur og var t.a.m. í vetur valinn besti lífeyrissjóður Evrópu. Þá má ekki gleyma sænsku AP-sjóðunum fimm (e. National Pension Funds), sem eru eiginlega fjárfestingarsjóðir sem styðja vel við almannatryggingakerfið sænska. Þar er nú heldur betur „braskað” með fjármuni almennings samkvæmt skilgreiningu Ögmundar. Þá má með engu móti gleyma að minnast á PPM (e. Premium Pension Authority) í Svíþjóð, sem er hluti almannatryggingakerfisins en gefur landsmönnum kost á því að fjárfesta 2,5% af launum sínum hjá fjölmörgum verðbréfafyrirtækjum sem bjóða upp á margvíslega fjárfestingakosti. Að lána á „hagstæðum kjörum”Þannig er ljóst að þó ekki væri litið til annarra lífeyrissjóða á Norðurlöndum en til þeirra sem eru ríkisreknir, þá dytti frændum okkar ekki til hugar að þeir sjóðir láni allt ráðstöfunarfé sitt beint til ríkisins og sveitarfélaganna á kjörum sem eru lakari en almennt gerist á markaði eða á „mjög hagstæðum kjörum” svo vitnað sé aftur orðrétt í umrædda grein Ögmundar. Eins og áður er getið þá hefur lífeyrissjóðum á Íslandi frá hruni verið bannað að fjárfesta erlendis. Þeir hafa því ekki haft tækifæri til að nýta sér kauptækifæri erlendis eins og lífeyrissjóðir annarra landa. Þetta sést m.a. af ávöxtun norska Olíusjóðsins. Ávöxtun norska sjóðsins var neikvæð um 23% árið 2008 en það snérist við á árinu 2009 í takt við þróun hlutabréfamarkaða þegar hún var jákvæð um 26%. Að lokum þetta. Mér dettur helst í hug að skoðanir Ögmundar séu settar fram til að vekja upp almennar umræður um fjárfestingar lífeyrissjóðanna, miklu frekar heldur en að þær séu teknar of alvarlega, a.m.k. hvað varðar að láta skuldsettan ríkissjóð, hvað þá skuldug sveitarfélög valsa með lífeyrissparnað landsmanna á „hagstæðum kjörum”. Vonandi hef ég rétt fyrir mér í þeim efnum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar