Nýtt hús – til hvers? Sigurður Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Landspítali starfar nú á 17 stöðum í um 100 húsum og sex heilbrigðisdeildir háskólans starfa á 13 stöðum, allt frá Hofsvallagötu að Eirbergi á Landspítalalóð. Um er að ræða stærstu vinnustaði landsins. Á Landspítala vinna um 5.000 manns og við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands um 2.500 manns, þar með taldir stúdentar. Húsnæði spítalans er margt gamalt og úr sér gengið, við hann hefur verið byggt og upp á húsin tjaslað í áranna rás, stundum án mikils samræmis. Meginstarfsemin er einkum í tveimur húsum og auðvelt að sjá óhagræðið af hreppaflutningum veiks fólks húsa á milli. Flestir sjúklingar liggja á tví- eða fjórbýli. Enginn þarf að fara í grafgötur um hve óþægilegt er að þurfa að ræða vandamál sín við slíkar aðstæður við lækna, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk og ekki síst ættingja og vini. Nógu slæmt er að liggja á spítala, og ekki verður það betra í fjölmenni. Endurteknar spítalasýkingar hafa verið verulegt vandamál með ýmsum og alvarlegum afleiðingum. Ein af ástæðum þess eru fjölbýlin. Hvers virði er að losna við allt þetta fyrir veikt fólk? Tími einyrkjans í heilbrigðisþjónustu er liðinn. Henni er nú sinnt af teymum og samstarf og samvinna eru lykilorð. Samstarfið verður að vera sjálfsagt frá fyrsta ári í skóla, þannig að mikilvægi þess verði mönnum strax ljóst. Skilyrði þess er að koma nemendum heilbrigðisdeilda saman undir eitt þak. Þjónustan verður ætíð að snúast um sjúklinga. Þess vegna þarf að lækka múra milli fag- og sérgreina, það er skilyrði samstarfs. Þess vegna þarf fólk að koma saman og vinna saman að rannsóknum, kennslu og þjónustu. Tækjabúnaður er dýr og því mikið hagræði af samnýtingu. Hún fæst ekki ef starfsemin er áfram dreifð um allar koppagrundir. Þetta eru einungis nokkrar ástæður fyrir því af hverju kominn er tími á nýtt hús, núna. Að síðustu verður að minna á að sameiningu spítalanna er ekki lokið. Henni lýkur ekki fyrr en starfsemin er öll komin undir sama þak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Landspítali starfar nú á 17 stöðum í um 100 húsum og sex heilbrigðisdeildir háskólans starfa á 13 stöðum, allt frá Hofsvallagötu að Eirbergi á Landspítalalóð. Um er að ræða stærstu vinnustaði landsins. Á Landspítala vinna um 5.000 manns og við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands um 2.500 manns, þar með taldir stúdentar. Húsnæði spítalans er margt gamalt og úr sér gengið, við hann hefur verið byggt og upp á húsin tjaslað í áranna rás, stundum án mikils samræmis. Meginstarfsemin er einkum í tveimur húsum og auðvelt að sjá óhagræðið af hreppaflutningum veiks fólks húsa á milli. Flestir sjúklingar liggja á tví- eða fjórbýli. Enginn þarf að fara í grafgötur um hve óþægilegt er að þurfa að ræða vandamál sín við slíkar aðstæður við lækna, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk og ekki síst ættingja og vini. Nógu slæmt er að liggja á spítala, og ekki verður það betra í fjölmenni. Endurteknar spítalasýkingar hafa verið verulegt vandamál með ýmsum og alvarlegum afleiðingum. Ein af ástæðum þess eru fjölbýlin. Hvers virði er að losna við allt þetta fyrir veikt fólk? Tími einyrkjans í heilbrigðisþjónustu er liðinn. Henni er nú sinnt af teymum og samstarf og samvinna eru lykilorð. Samstarfið verður að vera sjálfsagt frá fyrsta ári í skóla, þannig að mikilvægi þess verði mönnum strax ljóst. Skilyrði þess er að koma nemendum heilbrigðisdeilda saman undir eitt þak. Þjónustan verður ætíð að snúast um sjúklinga. Þess vegna þarf að lækka múra milli fag- og sérgreina, það er skilyrði samstarfs. Þess vegna þarf fólk að koma saman og vinna saman að rannsóknum, kennslu og þjónustu. Tækjabúnaður er dýr og því mikið hagræði af samnýtingu. Hún fæst ekki ef starfsemin er áfram dreifð um allar koppagrundir. Þetta eru einungis nokkrar ástæður fyrir því af hverju kominn er tími á nýtt hús, núna. Að síðustu verður að minna á að sameiningu spítalanna er ekki lokið. Henni lýkur ekki fyrr en starfsemin er öll komin undir sama þak.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar