Lífið

Frægar konur etja kappi á knattspyrnuvellinum

Rakel vonar að leikurinn verði árlegur. Tobba Marinós mun sýna hæfileika á nýju sviði í Frostaskjóli og Rikka verður eflaust liðtæk á KR-vellinum.
Rakel vonar að leikurinn verði árlegur. Tobba Marinós mun sýna hæfileika á nýju sviði í Frostaskjóli og Rikka verður eflaust liðtæk á KR-vellinum.
„Við lítum á þetta sem gleðihátíð sem við viljum gera að árlegum viðburði til styrktar góðum málefnum," segir Rakel Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Vesturports og skipuleggjandi góðgerðarknattspyrnuleiks sem fram fer í mars.

Fótboltaliðið FC Ógn, sem eingöngu er skipað konum, mun þá etja kappi við lið skipað frægum konum. Síðarnefnda liðið samanstendur af þekktum konum úr ýmsum áttum, en þar má til dæmis nefna Margréti Marteinsdóttur fréttakonu, Rikku, Bryndísi Ásmundsdóttur, Tobbu Marinós og Mörtu Maríu."

Tilgangur leiksins er að sögn Rakelar að hvetja fólk til að lifa lífinu lifandi. „Við viljum vekja fólk til umhugsunar. Það er bara eitt líf." Tilgangurinn er einnig að styrkja unga konu sem berst við krabbamein. „Við erum núna að fá fyrirtæki til að skora á hvert annað að safna áheitum og það verður posi á staðnum ef fólk vill leggja málefninu lið." Fótboltalið Rakelar, FC Ógn hittist á vikulegum æfingum. „Það eru nokkur kvennalið í bænum og við spilum reglulega en KSÍ er ekki með sérstaka utandeild fyrir kvennafótboltalið. Við erum þó með mót sem kallast Drottningamótið og við ætlum okkur að taka gullið núna í vor."

Leikurinn fer fram á KR vellinum þann 10. mars næstkomandi kl. 15. Rakel hvetur alla til að láta sjá sig. „Þetta er fjölskylduhátíð og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi." - hb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.