Í tilefni dags tónlistarskólanna 25. febrúar 2012 06:00 Stórvirki sem unnin voru fyrir nær hálfri öld og fólust í því að efla menningarlíf á Íslandi eru flestum gleymd, þó hafa þau auðgað daglegt líf okkar og eru nú talin sjálfsögð. En er nokkuð sjálfsagt? Hollt er að rifja upp að fátt verður til af sjálfu sér. Menningarsókn dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilhjálms Hjálmarssonar, þáverandi menntamálaráðherra sem beittu sér fyrir löggjöf um tónlistarmenntun á Íslandi á 7. og 8. áratug síðustu aldar, ber vott um framsýni þessara merku stjórnmálamanna sem svöruðu kalli tímans með því að greiða börnum og fullorðnum leið að iðkun tónlistar og innihaldsríkara lífi. SkipulagsmálHinn öri vöxtur kallaði á skjót úrræði. Námsefni af skornum skammti, hljóðfærakostur fábrotinn og aðstaða frumstæð. Kennara vantaði, en þar kom sér vel að til var stofnun sem gat tekist á við það úrlausnarefni, Tónlistarskólinn í Reykjavík bjó yfir langri og dýmætri reynslu og mótaði kennaranám með tilliti til hinnar nývöknuðu skólahreyfingar. Önnur skipulagsmál voru leyst af einlægum vilja og áhuga. Aðstoð ráðuneytisDr. Gylfi réði fulltrúa í menntamálaráðuneytinu til að aðstoða hina nýstofnuðu skóla og gefa góð ráð. Frá Bretlandi bárust fréttir af góðu fyrirkomulagi, þaulreyndu áfangakerfi, sem íslenskir tónlistarkennarar tóku tveim höndum. Nú er svo komið að tekin eru hér á landi samræmd áfangpróf í öllum námsgreinum tónlistar undir umsjón Prófanefndar tónlistarskólanna í samræmi við námskrár sem gefnar eru út af menntamálaráðuneytinu. Samvinna ríkis og sveitarfélagaFrá upphafi voru tónlistarskólarnir samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga og reyndist sú skipan ákaflega vel, eða þar til árið 1989 að tónlistarskólarnir urðu verkefni sveitarfélaganna. Nú liðlega 20 árum síðar er ríkið aftur orðinn virkur þátttakandi á þessu sviði með því að veita fjárstuðning sbr. samkomulag þessara aðila frá sl. vori um eflingu tónlistarnáms. Þegar sniðnir hafa verið af framkvæmdinni byrjunarhnökrar ætti endurvakið samstarf ríkis og sveitarfélaga um starfsemi tónlistarskólanna að geta orðið íslenskri tónlistarfræðslu til hagsbóta. Þegar litið er til baka er efst í huga þakklæti til þeirra frumkvöðla sem lögðu grunninn að íslenskri tónlistarfræðslu. Það sér ekki fyrir endann á menningarsókn þeirri sem dr. Gylfi og Vilhjálmur stofnuðu til í árdaga. Tilkoma tónlistarhússins Hörpu er rökrétt framhald af þeirri ævintýralegu atburðarrás og verður í framtíðinni vettvangur þess sem fremst stendur í tónmenningu þjóðarinnar. Sá fríði hópur æskufólks sem flutti öndvegisverk á sviði Hörpu í lok janúar er aðeins eitt dæmi um það gróskumikla starf sem unnið er í tónlistarskólunum sem helga sér þennan dag til að vekja athygli á starfi sínu. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Eldfim orð Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Skoðun Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Sjá meira
Stórvirki sem unnin voru fyrir nær hálfri öld og fólust í því að efla menningarlíf á Íslandi eru flestum gleymd, þó hafa þau auðgað daglegt líf okkar og eru nú talin sjálfsögð. En er nokkuð sjálfsagt? Hollt er að rifja upp að fátt verður til af sjálfu sér. Menningarsókn dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilhjálms Hjálmarssonar, þáverandi menntamálaráðherra sem beittu sér fyrir löggjöf um tónlistarmenntun á Íslandi á 7. og 8. áratug síðustu aldar, ber vott um framsýni þessara merku stjórnmálamanna sem svöruðu kalli tímans með því að greiða börnum og fullorðnum leið að iðkun tónlistar og innihaldsríkara lífi. SkipulagsmálHinn öri vöxtur kallaði á skjót úrræði. Námsefni af skornum skammti, hljóðfærakostur fábrotinn og aðstaða frumstæð. Kennara vantaði, en þar kom sér vel að til var stofnun sem gat tekist á við það úrlausnarefni, Tónlistarskólinn í Reykjavík bjó yfir langri og dýmætri reynslu og mótaði kennaranám með tilliti til hinnar nývöknuðu skólahreyfingar. Önnur skipulagsmál voru leyst af einlægum vilja og áhuga. Aðstoð ráðuneytisDr. Gylfi réði fulltrúa í menntamálaráðuneytinu til að aðstoða hina nýstofnuðu skóla og gefa góð ráð. Frá Bretlandi bárust fréttir af góðu fyrirkomulagi, þaulreyndu áfangakerfi, sem íslenskir tónlistarkennarar tóku tveim höndum. Nú er svo komið að tekin eru hér á landi samræmd áfangpróf í öllum námsgreinum tónlistar undir umsjón Prófanefndar tónlistarskólanna í samræmi við námskrár sem gefnar eru út af menntamálaráðuneytinu. Samvinna ríkis og sveitarfélagaFrá upphafi voru tónlistarskólarnir samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga og reyndist sú skipan ákaflega vel, eða þar til árið 1989 að tónlistarskólarnir urðu verkefni sveitarfélaganna. Nú liðlega 20 árum síðar er ríkið aftur orðinn virkur þátttakandi á þessu sviði með því að veita fjárstuðning sbr. samkomulag þessara aðila frá sl. vori um eflingu tónlistarnáms. Þegar sniðnir hafa verið af framkvæmdinni byrjunarhnökrar ætti endurvakið samstarf ríkis og sveitarfélaga um starfsemi tónlistarskólanna að geta orðið íslenskri tónlistarfræðslu til hagsbóta. Þegar litið er til baka er efst í huga þakklæti til þeirra frumkvöðla sem lögðu grunninn að íslenskri tónlistarfræðslu. Það sér ekki fyrir endann á menningarsókn þeirri sem dr. Gylfi og Vilhjálmur stofnuðu til í árdaga. Tilkoma tónlistarhússins Hörpu er rökrétt framhald af þeirri ævintýralegu atburðarrás og verður í framtíðinni vettvangur þess sem fremst stendur í tónmenningu þjóðarinnar. Sá fríði hópur æskufólks sem flutti öndvegisverk á sviði Hörpu í lok janúar er aðeins eitt dæmi um það gróskumikla starf sem unnið er í tónlistarskólunum sem helga sér þennan dag til að vekja athygli á starfi sínu. Til hamingju með daginn!
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar