Í tilefni dags tónlistarskólanna 25. febrúar 2012 06:00 Stórvirki sem unnin voru fyrir nær hálfri öld og fólust í því að efla menningarlíf á Íslandi eru flestum gleymd, þó hafa þau auðgað daglegt líf okkar og eru nú talin sjálfsögð. En er nokkuð sjálfsagt? Hollt er að rifja upp að fátt verður til af sjálfu sér. Menningarsókn dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilhjálms Hjálmarssonar, þáverandi menntamálaráðherra sem beittu sér fyrir löggjöf um tónlistarmenntun á Íslandi á 7. og 8. áratug síðustu aldar, ber vott um framsýni þessara merku stjórnmálamanna sem svöruðu kalli tímans með því að greiða börnum og fullorðnum leið að iðkun tónlistar og innihaldsríkara lífi. SkipulagsmálHinn öri vöxtur kallaði á skjót úrræði. Námsefni af skornum skammti, hljóðfærakostur fábrotinn og aðstaða frumstæð. Kennara vantaði, en þar kom sér vel að til var stofnun sem gat tekist á við það úrlausnarefni, Tónlistarskólinn í Reykjavík bjó yfir langri og dýmætri reynslu og mótaði kennaranám með tilliti til hinnar nývöknuðu skólahreyfingar. Önnur skipulagsmál voru leyst af einlægum vilja og áhuga. Aðstoð ráðuneytisDr. Gylfi réði fulltrúa í menntamálaráðuneytinu til að aðstoða hina nýstofnuðu skóla og gefa góð ráð. Frá Bretlandi bárust fréttir af góðu fyrirkomulagi, þaulreyndu áfangakerfi, sem íslenskir tónlistarkennarar tóku tveim höndum. Nú er svo komið að tekin eru hér á landi samræmd áfangpróf í öllum námsgreinum tónlistar undir umsjón Prófanefndar tónlistarskólanna í samræmi við námskrár sem gefnar eru út af menntamálaráðuneytinu. Samvinna ríkis og sveitarfélagaFrá upphafi voru tónlistarskólarnir samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga og reyndist sú skipan ákaflega vel, eða þar til árið 1989 að tónlistarskólarnir urðu verkefni sveitarfélaganna. Nú liðlega 20 árum síðar er ríkið aftur orðinn virkur þátttakandi á þessu sviði með því að veita fjárstuðning sbr. samkomulag þessara aðila frá sl. vori um eflingu tónlistarnáms. Þegar sniðnir hafa verið af framkvæmdinni byrjunarhnökrar ætti endurvakið samstarf ríkis og sveitarfélaga um starfsemi tónlistarskólanna að geta orðið íslenskri tónlistarfræðslu til hagsbóta. Þegar litið er til baka er efst í huga þakklæti til þeirra frumkvöðla sem lögðu grunninn að íslenskri tónlistarfræðslu. Það sér ekki fyrir endann á menningarsókn þeirri sem dr. Gylfi og Vilhjálmur stofnuðu til í árdaga. Tilkoma tónlistarhússins Hörpu er rökrétt framhald af þeirri ævintýralegu atburðarrás og verður í framtíðinni vettvangur þess sem fremst stendur í tónmenningu þjóðarinnar. Sá fríði hópur æskufólks sem flutti öndvegisverk á sviði Hörpu í lok janúar er aðeins eitt dæmi um það gróskumikla starf sem unnið er í tónlistarskólunum sem helga sér þennan dag til að vekja athygli á starfi sínu. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stórvirki sem unnin voru fyrir nær hálfri öld og fólust í því að efla menningarlíf á Íslandi eru flestum gleymd, þó hafa þau auðgað daglegt líf okkar og eru nú talin sjálfsögð. En er nokkuð sjálfsagt? Hollt er að rifja upp að fátt verður til af sjálfu sér. Menningarsókn dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilhjálms Hjálmarssonar, þáverandi menntamálaráðherra sem beittu sér fyrir löggjöf um tónlistarmenntun á Íslandi á 7. og 8. áratug síðustu aldar, ber vott um framsýni þessara merku stjórnmálamanna sem svöruðu kalli tímans með því að greiða börnum og fullorðnum leið að iðkun tónlistar og innihaldsríkara lífi. SkipulagsmálHinn öri vöxtur kallaði á skjót úrræði. Námsefni af skornum skammti, hljóðfærakostur fábrotinn og aðstaða frumstæð. Kennara vantaði, en þar kom sér vel að til var stofnun sem gat tekist á við það úrlausnarefni, Tónlistarskólinn í Reykjavík bjó yfir langri og dýmætri reynslu og mótaði kennaranám með tilliti til hinnar nývöknuðu skólahreyfingar. Önnur skipulagsmál voru leyst af einlægum vilja og áhuga. Aðstoð ráðuneytisDr. Gylfi réði fulltrúa í menntamálaráðuneytinu til að aðstoða hina nýstofnuðu skóla og gefa góð ráð. Frá Bretlandi bárust fréttir af góðu fyrirkomulagi, þaulreyndu áfangakerfi, sem íslenskir tónlistarkennarar tóku tveim höndum. Nú er svo komið að tekin eru hér á landi samræmd áfangpróf í öllum námsgreinum tónlistar undir umsjón Prófanefndar tónlistarskólanna í samræmi við námskrár sem gefnar eru út af menntamálaráðuneytinu. Samvinna ríkis og sveitarfélagaFrá upphafi voru tónlistarskólarnir samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga og reyndist sú skipan ákaflega vel, eða þar til árið 1989 að tónlistarskólarnir urðu verkefni sveitarfélaganna. Nú liðlega 20 árum síðar er ríkið aftur orðinn virkur þátttakandi á þessu sviði með því að veita fjárstuðning sbr. samkomulag þessara aðila frá sl. vori um eflingu tónlistarnáms. Þegar sniðnir hafa verið af framkvæmdinni byrjunarhnökrar ætti endurvakið samstarf ríkis og sveitarfélaga um starfsemi tónlistarskólanna að geta orðið íslenskri tónlistarfræðslu til hagsbóta. Þegar litið er til baka er efst í huga þakklæti til þeirra frumkvöðla sem lögðu grunninn að íslenskri tónlistarfræðslu. Það sér ekki fyrir endann á menningarsókn þeirri sem dr. Gylfi og Vilhjálmur stofnuðu til í árdaga. Tilkoma tónlistarhússins Hörpu er rökrétt framhald af þeirri ævintýralegu atburðarrás og verður í framtíðinni vettvangur þess sem fremst stendur í tónmenningu þjóðarinnar. Sá fríði hópur æskufólks sem flutti öndvegisverk á sviði Hörpu í lok janúar er aðeins eitt dæmi um það gróskumikla starf sem unnið er í tónlistarskólunum sem helga sér þennan dag til að vekja athygli á starfi sínu. Til hamingju með daginn!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar