Hatur og málfrelsi 22. febrúar 2012 11:00 Ég er einn þeirra sem er orðinn leiður á því að sitja undir því að Snorra í Betel finnist mínar fallegustu tilfinningar vera dauðasynd. Verra þykir mér að hann fái að tjá hatur sitt á bloggi sem er eyrnamerkt einum af stærstu fjölmiðlum landsins, en allra verst þykir mér að maður sem viðrar opinberlega sínar hatursfullu skoðanir á samkynhneigðum sinni kennslu barna og um leið uppeldishlutverki á launum frá hinu opinbera.Málfrelsi og kennarastarfið Það er málfrelsi á Íslandi og ef Snorri kýs að tjá sig um hneigðir samborgara sinna þá er honum það frjálst. Upp að vissu marki. Snorri heldur úti blogginu www.snorribetel.blog.is þar sem hann fordæmir og vitnar í biblíuna máli sínu til stuðnings. Þetta blogg hans hefur verið mörgum þyrnir í augum og hefur Snorri nú verið sendur í leyfi á launum frá Brekkuskóla á Akureyri vegna sífelldrar áráttu hans að tjá á vefnum skoðanir sínar á samkynhneigðum. Áhyggjur foreldra barna við skólann af því að Snorri muni halda skoðunum sínum að börnunum eru nefndar í samhengi við leyfið. Þeir sem verja Snorra, auk hans sjálfs, segja að tjáning mannsins og svo starf hans með börnunum sé tvennt ólíkt, og að með brottvikningu sé brotið á tjáningarfrelsi hans. En er frelsi barnakennara til tjáningar ótakmarkað? Leyfum okkur, til gamans, að snúa dæminu við. Ef ég væri barnakennari sem myndi skrifa hatursfull ummæli um múslíma á netið - segja þá syndara vegna trúhneigðar sinnar og að laun þeirrar syndar væri dauði, myndi mér vera stætt á því að kenna áfram við barnaskóla? Ef ég væri annálaður kvenhatari og bloggaði þess efnis, myndi ég geta réttlætt það að starfa með börnum? Ég held ekki, sama hvort hægt væri að sanna á mig að ég væri að viðra skoðanir mínar við börnin eða ekki. Tjáning mín væri kannski ekki ólögmæt, en engu að síður á gráu svæði gagnvart því uppeldishlutverki sem kennslustarfið er og siðareglum þess efnis.Hatursfull orðræða, fjölmiðlar og hálfkák Sem betur fer búum við í samfélagi þar sem hatursfull orð manna eins og Snorra í Betel eru fordæmd af flestum. Flestir hatursmenn samkynhneigðra tjá sig þar af leiðandi lítið um málaflokkinn á opinberum vettvangi heldur halda orðum sínum fyrir sig og skoðanabræður sína og –systur. Mér blöskrar hins vegar að Snorri fái að tjá sig óáreittur um sín mál á blog.is, bloggsystur Moggans. Ekki vegna þess að ég sé svo mikill fasisti inn við beinið að ég sé á móti tjáningarfrelsi, heldur vegna þess að tjáningin er í gegn um bloggvef sem er rekinn af fjölmiðli. Blog.is er, ef marka má tengil á forsíðunni, rekinn eftir ákveðnum siðareglum sem notendur verða að fara eftir. Í þeim segir meðal annars; „Notanda er óheimilt að miðla eða dreifa efni sem felur í sér áreiti, hótanir eða telst vera ærumeiðandi, óviðurkvæmilegt, klámfengið eða kann að vera til þess fallið að brjóta í bága við lög og reglur. Notanda er óheimilt að miðla háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, sbr.233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“ Nú er ég enginn lögfræðingur, en mér finnst borðleggjandi að orð Snorra í Betel, þar sem hann talar meðal annars um að samkynhneigð sé dauðasynd og að laun syndarinnar sé dauði, séu í það minnsta á gráu svæði gagnvart þessum siðareglum blog.is. Varnarmenn Snorra segja hann aðeins vera að hafa eftir orð úr biblíunni. Snúum því líka á haus. Ef ég myndi segja á blog.is að allar íslenskar konur væru dræsur og vitna máli mínu til stuðnings í bókina Bang Iceland, sem varð alræmd hérna um árið, væri ég þá sjálfkrafa búinn að fría mig ábyrgð á skoðunum mínum? Gleymum því ekki, mitt í allri umræðunni um að Snorri „sé bara að vitna í biblíuna“, að kirkjan er búin að vinsa ansi frjálslega úr biblíunni í gegnum tíðina þegar kemur að því sem má og má ekki. Ég efast til dæmis um að Snorri segi mikið við því að íslenskar konur sofi ekki í tjaldi úti í garði þegar þær eru á túr. Mér lék forvitni á að vita hvað mbl.is/blog.is myndi segja um málið. Því sendi ég eftirfarandi spurningar á forsvarsmenn tjáningarbáknsins og óskaði eftir opinberri yfirlýsingu um málið; Finnst forráðamönnum blog.is í lagi að Snorri í Betel (snorribetel.blogg.is) noti vefinn til að miðla hatursfullum og óviðurkvæmilegum skilaboðum sínum í garð samkynhneigðra, sem og annarra sem falla ekki í mót evangelískra trúarskoðana hans? Er blog.is vettvangur öfgafulls trúboðs eins og fer fram á síðu Snorra? Ég fékk þetta svar: Sæll Bjartmar, bloggið sem þú vísar til var á dögunum tekið út úr hópi þeirra blogga sem birtast á mbl.is. Að auki hefur verið lokað fyrir fréttatengingar viðkomandi. Að svo stöddu verður ekki gefin út opinber yfirlýsing um málið af okkar hálfu. Einu viðbrögð mbl.is/blog.is voru sem sagt þau að skera á augljósustu tengingu bloggsins við fjölmiðilinn til að fólk tengdi ekki eins augljóslega saman Moggann og hatur í garð samkynhneigðra. Að vernda vörumerkið en leyfa Snorra þó áfram að blogga undir væng blog.is. Einnig, til þess að forðast að taka skýra afstöðu í málinu, átti ekki að gefa út formlega yfirlýsingu um málið. Sambærileg voru viðbrögðin á Akureyri, þegar Snorri var settur í launað leyfi eftir að hafa ekki farið eftir tilmælum um að hætta að tjá sig á blogginu um samkynhneigða. Ef við skoðum hálfvolg viðbrögð skólastjórnenda og fjölmiðilsins er niðurstaðan þessi: Snorri í Betel getur haldið áfram að tjá hatur sitt í gegnum blog.is á launum frá hinu opinbera. Hvers konar skilaboð sendir það til samkynhneigðra, aðstandenda þeirra og til barnanna á Akureyri, samkynhneigðra sem og gagnkynhneigðra? Almennt er besta leiðin til að koma skilaboðum áleiðis sú að hafa þau sem skýrust. Viðbrögðin á Akureyri og hjá blog.is eru hins vegar óskýr, orð Snorra eru fordæmd með hálfkáksaðgerðum sem hafa í raun ekkert að segja og afleiðingarnar eru engar. Ég kalla því eftir skýrari svörum í þessu máli og því að fjölmiðillinn og skólakerfið taki raunverulega afstöðu. Miðill með skýrar siðareglur ætti að úrskurða um það hvort tjáning Snorra sé brot á þessum reglum eða ekki og það sama gildir á Akureyri. Samræmast opinber orð Snorra siðareglum kennara eða ekki? Ef ekki, láta aðgerðir vera í samræmi við afstöðuna og gefa út yfirlýsingu þess efnis. Ekki bara senda manninn í launað leyfi þar til fjölmiðlar gleyma málinu og enginn nennir að pönkast lengur. Ef þetta mál er ekki tæklað núna verður aldrei til sátt um það hvers konar orðræða líðst á opinberum vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Ég er einn þeirra sem er orðinn leiður á því að sitja undir því að Snorra í Betel finnist mínar fallegustu tilfinningar vera dauðasynd. Verra þykir mér að hann fái að tjá hatur sitt á bloggi sem er eyrnamerkt einum af stærstu fjölmiðlum landsins, en allra verst þykir mér að maður sem viðrar opinberlega sínar hatursfullu skoðanir á samkynhneigðum sinni kennslu barna og um leið uppeldishlutverki á launum frá hinu opinbera.Málfrelsi og kennarastarfið Það er málfrelsi á Íslandi og ef Snorri kýs að tjá sig um hneigðir samborgara sinna þá er honum það frjálst. Upp að vissu marki. Snorri heldur úti blogginu www.snorribetel.blog.is þar sem hann fordæmir og vitnar í biblíuna máli sínu til stuðnings. Þetta blogg hans hefur verið mörgum þyrnir í augum og hefur Snorri nú verið sendur í leyfi á launum frá Brekkuskóla á Akureyri vegna sífelldrar áráttu hans að tjá á vefnum skoðanir sínar á samkynhneigðum. Áhyggjur foreldra barna við skólann af því að Snorri muni halda skoðunum sínum að börnunum eru nefndar í samhengi við leyfið. Þeir sem verja Snorra, auk hans sjálfs, segja að tjáning mannsins og svo starf hans með börnunum sé tvennt ólíkt, og að með brottvikningu sé brotið á tjáningarfrelsi hans. En er frelsi barnakennara til tjáningar ótakmarkað? Leyfum okkur, til gamans, að snúa dæminu við. Ef ég væri barnakennari sem myndi skrifa hatursfull ummæli um múslíma á netið - segja þá syndara vegna trúhneigðar sinnar og að laun þeirrar syndar væri dauði, myndi mér vera stætt á því að kenna áfram við barnaskóla? Ef ég væri annálaður kvenhatari og bloggaði þess efnis, myndi ég geta réttlætt það að starfa með börnum? Ég held ekki, sama hvort hægt væri að sanna á mig að ég væri að viðra skoðanir mínar við börnin eða ekki. Tjáning mín væri kannski ekki ólögmæt, en engu að síður á gráu svæði gagnvart því uppeldishlutverki sem kennslustarfið er og siðareglum þess efnis.Hatursfull orðræða, fjölmiðlar og hálfkák Sem betur fer búum við í samfélagi þar sem hatursfull orð manna eins og Snorra í Betel eru fordæmd af flestum. Flestir hatursmenn samkynhneigðra tjá sig þar af leiðandi lítið um málaflokkinn á opinberum vettvangi heldur halda orðum sínum fyrir sig og skoðanabræður sína og –systur. Mér blöskrar hins vegar að Snorri fái að tjá sig óáreittur um sín mál á blog.is, bloggsystur Moggans. Ekki vegna þess að ég sé svo mikill fasisti inn við beinið að ég sé á móti tjáningarfrelsi, heldur vegna þess að tjáningin er í gegn um bloggvef sem er rekinn af fjölmiðli. Blog.is er, ef marka má tengil á forsíðunni, rekinn eftir ákveðnum siðareglum sem notendur verða að fara eftir. Í þeim segir meðal annars; „Notanda er óheimilt að miðla eða dreifa efni sem felur í sér áreiti, hótanir eða telst vera ærumeiðandi, óviðurkvæmilegt, klámfengið eða kann að vera til þess fallið að brjóta í bága við lög og reglur. Notanda er óheimilt að miðla háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, sbr.233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“ Nú er ég enginn lögfræðingur, en mér finnst borðleggjandi að orð Snorra í Betel, þar sem hann talar meðal annars um að samkynhneigð sé dauðasynd og að laun syndarinnar sé dauði, séu í það minnsta á gráu svæði gagnvart þessum siðareglum blog.is. Varnarmenn Snorra segja hann aðeins vera að hafa eftir orð úr biblíunni. Snúum því líka á haus. Ef ég myndi segja á blog.is að allar íslenskar konur væru dræsur og vitna máli mínu til stuðnings í bókina Bang Iceland, sem varð alræmd hérna um árið, væri ég þá sjálfkrafa búinn að fría mig ábyrgð á skoðunum mínum? Gleymum því ekki, mitt í allri umræðunni um að Snorri „sé bara að vitna í biblíuna“, að kirkjan er búin að vinsa ansi frjálslega úr biblíunni í gegnum tíðina þegar kemur að því sem má og má ekki. Ég efast til dæmis um að Snorri segi mikið við því að íslenskar konur sofi ekki í tjaldi úti í garði þegar þær eru á túr. Mér lék forvitni á að vita hvað mbl.is/blog.is myndi segja um málið. Því sendi ég eftirfarandi spurningar á forsvarsmenn tjáningarbáknsins og óskaði eftir opinberri yfirlýsingu um málið; Finnst forráðamönnum blog.is í lagi að Snorri í Betel (snorribetel.blogg.is) noti vefinn til að miðla hatursfullum og óviðurkvæmilegum skilaboðum sínum í garð samkynhneigðra, sem og annarra sem falla ekki í mót evangelískra trúarskoðana hans? Er blog.is vettvangur öfgafulls trúboðs eins og fer fram á síðu Snorra? Ég fékk þetta svar: Sæll Bjartmar, bloggið sem þú vísar til var á dögunum tekið út úr hópi þeirra blogga sem birtast á mbl.is. Að auki hefur verið lokað fyrir fréttatengingar viðkomandi. Að svo stöddu verður ekki gefin út opinber yfirlýsing um málið af okkar hálfu. Einu viðbrögð mbl.is/blog.is voru sem sagt þau að skera á augljósustu tengingu bloggsins við fjölmiðilinn til að fólk tengdi ekki eins augljóslega saman Moggann og hatur í garð samkynhneigðra. Að vernda vörumerkið en leyfa Snorra þó áfram að blogga undir væng blog.is. Einnig, til þess að forðast að taka skýra afstöðu í málinu, átti ekki að gefa út formlega yfirlýsingu um málið. Sambærileg voru viðbrögðin á Akureyri, þegar Snorri var settur í launað leyfi eftir að hafa ekki farið eftir tilmælum um að hætta að tjá sig á blogginu um samkynhneigða. Ef við skoðum hálfvolg viðbrögð skólastjórnenda og fjölmiðilsins er niðurstaðan þessi: Snorri í Betel getur haldið áfram að tjá hatur sitt í gegnum blog.is á launum frá hinu opinbera. Hvers konar skilaboð sendir það til samkynhneigðra, aðstandenda þeirra og til barnanna á Akureyri, samkynhneigðra sem og gagnkynhneigðra? Almennt er besta leiðin til að koma skilaboðum áleiðis sú að hafa þau sem skýrust. Viðbrögðin á Akureyri og hjá blog.is eru hins vegar óskýr, orð Snorra eru fordæmd með hálfkáksaðgerðum sem hafa í raun ekkert að segja og afleiðingarnar eru engar. Ég kalla því eftir skýrari svörum í þessu máli og því að fjölmiðillinn og skólakerfið taki raunverulega afstöðu. Miðill með skýrar siðareglur ætti að úrskurða um það hvort tjáning Snorra sé brot á þessum reglum eða ekki og það sama gildir á Akureyri. Samræmast opinber orð Snorra siðareglum kennara eða ekki? Ef ekki, láta aðgerðir vera í samræmi við afstöðuna og gefa út yfirlýsingu þess efnis. Ekki bara senda manninn í launað leyfi þar til fjölmiðlar gleyma málinu og enginn nennir að pönkast lengur. Ef þetta mál er ekki tæklað núna verður aldrei til sátt um það hvers konar orðræða líðst á opinberum vettvangi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun