Vafasamt kapphlaup Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Bíó. This Means War. Leikstjórn: McG. Leikarar: Reese Witherspoon, Chris Pine, Tom Hardy, Til Schweiger, Chelsea Handler, Angela Basset. Leyniþjónustumennirnir FDR og Tuck eru bestu vinir í öllum heiminum en fara fyrir slysni að „deita" sömu konuna. Þegar upp kemst um aðstæður ákveða þeir að búa til leikreglur og láta konuna velja þann sem henni líst betur á, en hún hefur ekki minnstu hugmynd um að þeir þekkist. Upphefst um leið mikið kapphlaup þar sem spæjararnir keppast við að vinna hug og hjarta konunnar, en í keppninni notfæra þeir sér aðstöðu sína innan leyniþjónustunnar til hins ítrasta. Söguþráður myndarinnar er vægast sagt vafasamur, eða í það minnsta hafði ég ákveðnar efasemdir um siðferðiskennd aðalpersónanna, en margt er leyfilegt í þágu gríns og því reyndi ég að líta framhjá því. FDR og Tuck eru skemmtilegar persónur og það örlar á eilitlum neista á milli þeirra. Handritið lumar á nokkrum góðum bröndurum en það er konan sem drengirnir slást um sem dregur myndina niður í hyldýpi heimskunnar. Hún er kynnt til sögunnar sem klár og eftirsóknarverð, en til þess að húmorinn gangi upp er greind hennar látin fara síversnandi þegar líða tekur á myndina. Leikstjórinn með asnalega nafnið hefur sérhæft sig í hreinræktuðum afþreyingarmyndum en því fer fjarri að hann fái fyrir það einhverja undanþágu frá gagnrýni. Sagan býður upp á hressandi sprell en McG er einfaldlega ekki nógu sterkur leikstjóri til að stýra henni til sigurs. Það og greindarskerðing Reese Witherspoon gera það að verkum að This Means War er algjörlega einnota. Niðurstaða: Óvönduð útfærsla á ágætri hugmynd. Þolanleg í fluginu til Tenerife í sumar. Lífið Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Bíó. This Means War. Leikstjórn: McG. Leikarar: Reese Witherspoon, Chris Pine, Tom Hardy, Til Schweiger, Chelsea Handler, Angela Basset. Leyniþjónustumennirnir FDR og Tuck eru bestu vinir í öllum heiminum en fara fyrir slysni að „deita" sömu konuna. Þegar upp kemst um aðstæður ákveða þeir að búa til leikreglur og láta konuna velja þann sem henni líst betur á, en hún hefur ekki minnstu hugmynd um að þeir þekkist. Upphefst um leið mikið kapphlaup þar sem spæjararnir keppast við að vinna hug og hjarta konunnar, en í keppninni notfæra þeir sér aðstöðu sína innan leyniþjónustunnar til hins ítrasta. Söguþráður myndarinnar er vægast sagt vafasamur, eða í það minnsta hafði ég ákveðnar efasemdir um siðferðiskennd aðalpersónanna, en margt er leyfilegt í þágu gríns og því reyndi ég að líta framhjá því. FDR og Tuck eru skemmtilegar persónur og það örlar á eilitlum neista á milli þeirra. Handritið lumar á nokkrum góðum bröndurum en það er konan sem drengirnir slást um sem dregur myndina niður í hyldýpi heimskunnar. Hún er kynnt til sögunnar sem klár og eftirsóknarverð, en til þess að húmorinn gangi upp er greind hennar látin fara síversnandi þegar líða tekur á myndina. Leikstjórinn með asnalega nafnið hefur sérhæft sig í hreinræktuðum afþreyingarmyndum en því fer fjarri að hann fái fyrir það einhverja undanþágu frá gagnrýni. Sagan býður upp á hressandi sprell en McG er einfaldlega ekki nógu sterkur leikstjóri til að stýra henni til sigurs. Það og greindarskerðing Reese Witherspoon gera það að verkum að This Means War er algjörlega einnota. Niðurstaða: Óvönduð útfærsla á ágætri hugmynd. Þolanleg í fluginu til Tenerife í sumar.
Lífið Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira