Lífið

Fleiri myndir frá Edduverðlaununum

Rúnar Rúnarsson kom oft upp á svið á Gamla bíó til að taka á móti verðlaunum, meðal annars fyrir kvikmynd ársins, leikstjóra ársins og handrit ársins.
Rúnar Rúnarsson kom oft upp á svið á Gamla bíó til að taka á móti verðlaunum, meðal annars fyrir kvikmynd ársins, leikstjóra ársins og handrit ársins. Myndir/Daníel Rúnarsson
Edduverðlaunin, uppskeruhátíð sjónvarps-og kvikmyndabransans hér á landi, fór fram með pompi og pragt í Gamla Bíó á laugardagskvöldið. Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar Eldfjall var sigurvegari kvöldsins með alls fimm verðlaun. Eldfjall var valin kvikmynd ársins, Rúnar Rúnarsson var leikstjóri ársins og skrifaði handrit ársins, Theodór Júlíusson var leikari ársins í aðalhlutverki og Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona ársins í aðalhlutverki en þau leika hjón í myndinni Eldfjall.

Það er óhætt að segja að gestir kvöldsins hafi að skartað sínu fínasta pússi þó að vissulega hafi leikarinn Pétur Jóhann Sigfússon stolið senunni er hann kom fram í níðþröngum hlébarðagalla. Gallann gerði Bjarnheiður Hannesdóttir frægan á hátíðinni í fyrra en hún lánaði Pétri hann í tilefni kvöldsins. Pétur spígsporaði um sviðið í gallanum góða, áhorfendum til mikillar gleði.

Smellið á myndirnar hér til hliðar til að skoða myndasafnið. Annað myndasafn má síðan sjá fyrir neðan þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.