Nei Jóhanna 20. febrúar 2012 08:15 Eitt helsta viðfangsefni ríkisvaldsins allt frá hruni hefur verið að leita leiða til að endureisa gamla fjármálakerfið í óbreyttri mynd. Vegna bágrar stöðu ríkissjóðs hefur ríkisvaldið farið þá leið að láta almenning í landinu borga fyrir þessa endurreisn svo að einhverjir vogunarsjóðir út í heimi græði nógu mikið. Ríkisvaldið skelfur af hræðslu ef eitt hótunarbréf frá lögfræðingi hrægammanna birtist. Ekkert er horft til þess að það voru fjármálastofnanir sem rústuðu landinu með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina alla. Með nýjum dómi Hæstaréttar staðfestist að ríkisvaldið gerðist óvenju ósvífið í verktakavinnu sinni fyrir fjármálakerfið. Alþingi samþykkti lög sem brutu stjórnarskrána og tóku rétt af tugþúsundum heimila. Það kom reyndar ekki á óvart þegar haft er í huga að frumvarp laganna var skrifað af bankamanni sem nú er starfsmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, einmitt þeirra sömu og sögðu að gengistryggð lán væru ólögleg árið 2001 en sáu ekkert að því að bjóða upp á þau nokkrum árum síðar. Tilgangur lánveitinganna var að sjálfsögðu að auka gróðann með ólögmætum hætti. Hæstiréttur staðfesti það með dómi árið 2010. Þá bar fjármálafyrirtæki að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem það hafði ranglega af honum haft eins og stóð í vaxtalögunum áður en þeim var breytt. Eftir breytingu var búið að gefa fjármálafyrirtækjum lögvarinn rétt að sækja á heimili með nýjum kröfum. Engin ríkisstjórn hefur staðið fyrir því áður og að sjálfsögðu var þar með búið að taka rétt af lántakendum. Þau heimili sem neituðu að borga vexti aftur í tímann fengu hótanir þar sem vísað var í nýju lögin. Það er kolrangt að afturvirkni hafi verið sett inn í vaxtalögin eftir einhverri leiðsögn Hæstaréttar og hefur nýfallinn dómur nú staðfest það. Það voru hinsvegar Seðlabanki Íslands og FME sem gáfu út leiðbeiningar um að reikna ætti vexti aftur í tímann á dauðar kröfur, nokkuð sem hafði aldrei verið gert. Afturvirknin var bara sett inn í lögin að ósk fjármálafyrirtækja. Þingmaðurinn sem leiddi málið úr nefnd er eiginkona lögmanns Lýsingar í gengislánamálunum. Ekkert var hlustað á umboðsmann skuldara eða lagasérfræðinga úr Háskóla Íslands, bara hlustað á bankaræflana. Nú er niðurstaðan ljós og ríkisvaldið þykist fagna henni, hvenær hefur einhver fagnað því að skíttapa 0-7? Það sem veldur okkur mestum áhyggjum eru þau orð að nú sé mikilvægt að stjórnvöld og fjármálafyrirtækin sameinist um að leysa með sanngjörnum hætti úr málinu. Við höfum horft á einum of margar endursýningar af þeim harmleik. Fjármálafyrirtæki mun aldrei samþykkja eitthvað sem er sanngjarnt fyrir almenning enda hagsmunir þeirra ólíkir. Ef stjórnvöld vilja fá einhverja leiðbeiningu í þessu máli ættu þau að tala við lagasérfræðinga úr Háskóla Íslands, talsmann neytenda, umboðsmann skuldara, Hagsmunasamtök heimilanna, Samtök lánþega, lögmanninn sem vann málið gegn bankanum og fleiri sem hafa haft rétt fyrir sér í þessum málum hingað til. Ekki sameinast með lögbrjótum til að ákveða hve miklu af þýfinu verður skilað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt helsta viðfangsefni ríkisvaldsins allt frá hruni hefur verið að leita leiða til að endureisa gamla fjármálakerfið í óbreyttri mynd. Vegna bágrar stöðu ríkissjóðs hefur ríkisvaldið farið þá leið að láta almenning í landinu borga fyrir þessa endurreisn svo að einhverjir vogunarsjóðir út í heimi græði nógu mikið. Ríkisvaldið skelfur af hræðslu ef eitt hótunarbréf frá lögfræðingi hrægammanna birtist. Ekkert er horft til þess að það voru fjármálastofnanir sem rústuðu landinu með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina alla. Með nýjum dómi Hæstaréttar staðfestist að ríkisvaldið gerðist óvenju ósvífið í verktakavinnu sinni fyrir fjármálakerfið. Alþingi samþykkti lög sem brutu stjórnarskrána og tóku rétt af tugþúsundum heimila. Það kom reyndar ekki á óvart þegar haft er í huga að frumvarp laganna var skrifað af bankamanni sem nú er starfsmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, einmitt þeirra sömu og sögðu að gengistryggð lán væru ólögleg árið 2001 en sáu ekkert að því að bjóða upp á þau nokkrum árum síðar. Tilgangur lánveitinganna var að sjálfsögðu að auka gróðann með ólögmætum hætti. Hæstiréttur staðfesti það með dómi árið 2010. Þá bar fjármálafyrirtæki að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem það hafði ranglega af honum haft eins og stóð í vaxtalögunum áður en þeim var breytt. Eftir breytingu var búið að gefa fjármálafyrirtækjum lögvarinn rétt að sækja á heimili með nýjum kröfum. Engin ríkisstjórn hefur staðið fyrir því áður og að sjálfsögðu var þar með búið að taka rétt af lántakendum. Þau heimili sem neituðu að borga vexti aftur í tímann fengu hótanir þar sem vísað var í nýju lögin. Það er kolrangt að afturvirkni hafi verið sett inn í vaxtalögin eftir einhverri leiðsögn Hæstaréttar og hefur nýfallinn dómur nú staðfest það. Það voru hinsvegar Seðlabanki Íslands og FME sem gáfu út leiðbeiningar um að reikna ætti vexti aftur í tímann á dauðar kröfur, nokkuð sem hafði aldrei verið gert. Afturvirknin var bara sett inn í lögin að ósk fjármálafyrirtækja. Þingmaðurinn sem leiddi málið úr nefnd er eiginkona lögmanns Lýsingar í gengislánamálunum. Ekkert var hlustað á umboðsmann skuldara eða lagasérfræðinga úr Háskóla Íslands, bara hlustað á bankaræflana. Nú er niðurstaðan ljós og ríkisvaldið þykist fagna henni, hvenær hefur einhver fagnað því að skíttapa 0-7? Það sem veldur okkur mestum áhyggjum eru þau orð að nú sé mikilvægt að stjórnvöld og fjármálafyrirtækin sameinist um að leysa með sanngjörnum hætti úr málinu. Við höfum horft á einum of margar endursýningar af þeim harmleik. Fjármálafyrirtæki mun aldrei samþykkja eitthvað sem er sanngjarnt fyrir almenning enda hagsmunir þeirra ólíkir. Ef stjórnvöld vilja fá einhverja leiðbeiningu í þessu máli ættu þau að tala við lagasérfræðinga úr Háskóla Íslands, talsmann neytenda, umboðsmann skuldara, Hagsmunasamtök heimilanna, Samtök lánþega, lögmanninn sem vann málið gegn bankanum og fleiri sem hafa haft rétt fyrir sér í þessum málum hingað til. Ekki sameinast með lögbrjótum til að ákveða hve miklu af þýfinu verður skilað.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar