Veitir stjörnunni Anthony Hopkins tónlistarráðgjöf 18. febrúar 2012 17:30 Atli Örvarsson hefur starfað með stórleikaranum Anthony Hopkins að undanförnu. „Hann er ótrúlega ljúfur maður og eins kurteis og almennilegur í framkomu og hægt er að vera,“ segir Atli Örvarsson, tónskáld í Hollywood. Atli hitti nýverið stórleikarann Anthony Hopkins í hljóðveri sínu í Santa Monica. Þeir ræddu um samstarf í tónlistinni en Hopkins hefur gert töluvert af því að semja tónlist, þar á meðal við kvikmyndir sem hann hefur sjálfur leikstýrt. „Það var sameiginlegur vinur okkar sem stakk upp á mér til að hjálpa honum. Í rauninni var hann að leita að einhverjum til að hjálpa sér við útsetningar. Ég hugsaði með mér að maður gæti dregið einhvern lærdóm af því að sitja í klukkutíma með Anthony Hopkins,“ segir Atli. „Við hittumst um daginn og hann talaði um að við myndum vinna með þetta meira. Hann er með ýmsar hugmyndir í pokahorninu. Hann er búinn að vera að semja í gegnum tíðina og vill koma því í fastara form,“ segir hann og bætir við í léttum dúr: „Ég djókaði með að það yrði sett sem skilyrði áður en ég hitti hann að hann væri búinn að fá sér staðgóðan morgunverð.“ Vísar hann þar í Óskarsverðlaunahlutverk Hopkins sem mannætan Hannibal Lecter í Silcence of the Lambs. Hlé er á samstarfi þeirra um þessar mundir vegna þess að Hopkins þurfti að drífa sig til Bretlands til að leika þar í nýrri mynd. Þeir munu taka aftur upp þráðinn síðar á árinu. Atli er sjálfur staddur hér á landi. „Ég fékk tilnefningu til Eddu-verðlaunanna fyrir tónlistina fyrir Eagle og ákvað að nota það sem afsökun til að skreppa heim og heimsækja vini og vandamenn.“ Atli hefur búið í tæp tuttugu ár í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið töluvert undir leiðsögn hins þekkta tónskálds Hanz Zimmer og aðstoðaði hann m.a. við gerð tónlistarinnar við myndirnar Englar og djöflar, Pirates of the Caribbean og Frost/Nixon. Vegur hans í Hollywood hefur verið að aukast smátt og smátt undanfarin ár. Hann hefur upp á eigin spýtur samið tónlist við fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, þar á meðal Season of the Witch, The Code og Law and Order. Núna síðast gerði hann samning við Paramount Pictures um að semja tónlistina við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd síðar á árinu. freyr@frettabladid.is Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Hann er ótrúlega ljúfur maður og eins kurteis og almennilegur í framkomu og hægt er að vera,“ segir Atli Örvarsson, tónskáld í Hollywood. Atli hitti nýverið stórleikarann Anthony Hopkins í hljóðveri sínu í Santa Monica. Þeir ræddu um samstarf í tónlistinni en Hopkins hefur gert töluvert af því að semja tónlist, þar á meðal við kvikmyndir sem hann hefur sjálfur leikstýrt. „Það var sameiginlegur vinur okkar sem stakk upp á mér til að hjálpa honum. Í rauninni var hann að leita að einhverjum til að hjálpa sér við útsetningar. Ég hugsaði með mér að maður gæti dregið einhvern lærdóm af því að sitja í klukkutíma með Anthony Hopkins,“ segir Atli. „Við hittumst um daginn og hann talaði um að við myndum vinna með þetta meira. Hann er með ýmsar hugmyndir í pokahorninu. Hann er búinn að vera að semja í gegnum tíðina og vill koma því í fastara form,“ segir hann og bætir við í léttum dúr: „Ég djókaði með að það yrði sett sem skilyrði áður en ég hitti hann að hann væri búinn að fá sér staðgóðan morgunverð.“ Vísar hann þar í Óskarsverðlaunahlutverk Hopkins sem mannætan Hannibal Lecter í Silcence of the Lambs. Hlé er á samstarfi þeirra um þessar mundir vegna þess að Hopkins þurfti að drífa sig til Bretlands til að leika þar í nýrri mynd. Þeir munu taka aftur upp þráðinn síðar á árinu. Atli er sjálfur staddur hér á landi. „Ég fékk tilnefningu til Eddu-verðlaunanna fyrir tónlistina fyrir Eagle og ákvað að nota það sem afsökun til að skreppa heim og heimsækja vini og vandamenn.“ Atli hefur búið í tæp tuttugu ár í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið töluvert undir leiðsögn hins þekkta tónskálds Hanz Zimmer og aðstoðaði hann m.a. við gerð tónlistarinnar við myndirnar Englar og djöflar, Pirates of the Caribbean og Frost/Nixon. Vegur hans í Hollywood hefur verið að aukast smátt og smátt undanfarin ár. Hann hefur upp á eigin spýtur samið tónlist við fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, þar á meðal Season of the Witch, The Code og Law and Order. Núna síðast gerði hann samning við Paramount Pictures um að semja tónlistina við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd síðar á árinu. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira