Veitir stjörnunni Anthony Hopkins tónlistarráðgjöf 18. febrúar 2012 17:30 Atli Örvarsson hefur starfað með stórleikaranum Anthony Hopkins að undanförnu. „Hann er ótrúlega ljúfur maður og eins kurteis og almennilegur í framkomu og hægt er að vera,“ segir Atli Örvarsson, tónskáld í Hollywood. Atli hitti nýverið stórleikarann Anthony Hopkins í hljóðveri sínu í Santa Monica. Þeir ræddu um samstarf í tónlistinni en Hopkins hefur gert töluvert af því að semja tónlist, þar á meðal við kvikmyndir sem hann hefur sjálfur leikstýrt. „Það var sameiginlegur vinur okkar sem stakk upp á mér til að hjálpa honum. Í rauninni var hann að leita að einhverjum til að hjálpa sér við útsetningar. Ég hugsaði með mér að maður gæti dregið einhvern lærdóm af því að sitja í klukkutíma með Anthony Hopkins,“ segir Atli. „Við hittumst um daginn og hann talaði um að við myndum vinna með þetta meira. Hann er með ýmsar hugmyndir í pokahorninu. Hann er búinn að vera að semja í gegnum tíðina og vill koma því í fastara form,“ segir hann og bætir við í léttum dúr: „Ég djókaði með að það yrði sett sem skilyrði áður en ég hitti hann að hann væri búinn að fá sér staðgóðan morgunverð.“ Vísar hann þar í Óskarsverðlaunahlutverk Hopkins sem mannætan Hannibal Lecter í Silcence of the Lambs. Hlé er á samstarfi þeirra um þessar mundir vegna þess að Hopkins þurfti að drífa sig til Bretlands til að leika þar í nýrri mynd. Þeir munu taka aftur upp þráðinn síðar á árinu. Atli er sjálfur staddur hér á landi. „Ég fékk tilnefningu til Eddu-verðlaunanna fyrir tónlistina fyrir Eagle og ákvað að nota það sem afsökun til að skreppa heim og heimsækja vini og vandamenn.“ Atli hefur búið í tæp tuttugu ár í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið töluvert undir leiðsögn hins þekkta tónskálds Hanz Zimmer og aðstoðaði hann m.a. við gerð tónlistarinnar við myndirnar Englar og djöflar, Pirates of the Caribbean og Frost/Nixon. Vegur hans í Hollywood hefur verið að aukast smátt og smátt undanfarin ár. Hann hefur upp á eigin spýtur samið tónlist við fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, þar á meðal Season of the Witch, The Code og Law and Order. Núna síðast gerði hann samning við Paramount Pictures um að semja tónlistina við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd síðar á árinu. freyr@frettabladid.is Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
„Hann er ótrúlega ljúfur maður og eins kurteis og almennilegur í framkomu og hægt er að vera,“ segir Atli Örvarsson, tónskáld í Hollywood. Atli hitti nýverið stórleikarann Anthony Hopkins í hljóðveri sínu í Santa Monica. Þeir ræddu um samstarf í tónlistinni en Hopkins hefur gert töluvert af því að semja tónlist, þar á meðal við kvikmyndir sem hann hefur sjálfur leikstýrt. „Það var sameiginlegur vinur okkar sem stakk upp á mér til að hjálpa honum. Í rauninni var hann að leita að einhverjum til að hjálpa sér við útsetningar. Ég hugsaði með mér að maður gæti dregið einhvern lærdóm af því að sitja í klukkutíma með Anthony Hopkins,“ segir Atli. „Við hittumst um daginn og hann talaði um að við myndum vinna með þetta meira. Hann er með ýmsar hugmyndir í pokahorninu. Hann er búinn að vera að semja í gegnum tíðina og vill koma því í fastara form,“ segir hann og bætir við í léttum dúr: „Ég djókaði með að það yrði sett sem skilyrði áður en ég hitti hann að hann væri búinn að fá sér staðgóðan morgunverð.“ Vísar hann þar í Óskarsverðlaunahlutverk Hopkins sem mannætan Hannibal Lecter í Silcence of the Lambs. Hlé er á samstarfi þeirra um þessar mundir vegna þess að Hopkins þurfti að drífa sig til Bretlands til að leika þar í nýrri mynd. Þeir munu taka aftur upp þráðinn síðar á árinu. Atli er sjálfur staddur hér á landi. „Ég fékk tilnefningu til Eddu-verðlaunanna fyrir tónlistina fyrir Eagle og ákvað að nota það sem afsökun til að skreppa heim og heimsækja vini og vandamenn.“ Atli hefur búið í tæp tuttugu ár í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið töluvert undir leiðsögn hins þekkta tónskálds Hanz Zimmer og aðstoðaði hann m.a. við gerð tónlistarinnar við myndirnar Englar og djöflar, Pirates of the Caribbean og Frost/Nixon. Vegur hans í Hollywood hefur verið að aukast smátt og smátt undanfarin ár. Hann hefur upp á eigin spýtur samið tónlist við fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, þar á meðal Season of the Witch, The Code og Law and Order. Núna síðast gerði hann samning við Paramount Pictures um að semja tónlistina við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd síðar á árinu. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira