Lífið

Sprauta blóði í hrukkurnar

Vampírumeðferðin snýst um að endurnýta blóð úr handleggjum.
Vampírumeðferðin snýst um að endurnýta blóð úr handleggjum.
Nýjasta æðið í lýtalækningum er að sprauta blóði úr handleggjum í andlitshrukkur. Aðgerðin kallast því kaldhæðna nafni, vampírumeðferðin og hefur verið vinsæl meðal fræga fólksins í Hollywood um hríð. Svo mikið að Fox News fjallaði um málið og blaðamaður frá norska blaðinu VG fann sig knúinn til að prufa meðferðina. Blóðið á að slétta úr hrukkum en meðferðin er ennþá það ný af nálinni að ekki er búið að sannreyna að hún virki. Aðdáendur meðferðarinnar telja hana hins vegar lífrænni og umhverfisvænni en hina algengu Botox hrukkumeðferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.