Hvað þurfa menn að afreka? Sigurður A. Magnússon skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Hvað þurfa menn að afreka til að teljast verðugir umbunar og uppskera ávextina af hæfileikum sínum og framlagi til menningar eða annarra þjóðnytja? Spyr sá sem ekki veit! En spurningin vaknar óhjákvæmilega í sambandi við nýlega úthlutun úr Starfslaunasjóði rithöfunda; og vera má, að forsvarsmenn hans eigi einhver viðhlítandi svör við henni. Svo vill nefnilega til, að í þetta sinn var gengið framhjá einum efnilegasta og ötulasta rithöfundi Íslendinga, Bjarna Bjarnasyni (f. 1965), sem á nokkrum síðustu árum hefur verið afkastameiri og afkastabetri en velflestir, ef ekki allir, jafnaldrar hans. Í því sambandi má benda á, að síðan 1992 hefur hann gefið út átta skáldsögur ásamt skáldævisögu og ritgerðasafninu „Boðskort í þjóðarveislu". Síðustu þrjú árin hefur hann sent frá sér þrjár veigamiklar skáldsögur, sem vakið hafa almenna athygli, og fengið tvö af skáldverkum sínum þýdd á arabísku og þýsku. Skáldverkin þrjú eru „Leitin að Audrey Hepburn" (2009), „Mannorð" (2011) og „Endurkoma Maríu" (2012). Bjarni var sæmdur bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 1998 og Laxness-verðlaununum 2001. Þá má einnig geta þess, að hann kom fram á Bókamessunni í Frankfurt á liðnu ári. Í þessu kræfa samfélagi gagnsærra pólitíkusa og misjafnlega spilltra broddborgara (samanber lífeyrissjóðina) má heita, að heiðarleg og marksækin vinnubrögð þyki sveitó eða púkó. Hvers á Bjarni Bjarnason að gjalda? Má vera, að hann þyki of vel kvæntur til að verðskulda viðurkenningu fyrir heiðvirð og frábær vinnubrögð? Það væri svo sem eftir öðru á þessum kjörlendum kunningsskapar og pólitísks siðleysis! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað þurfa menn að afreka til að teljast verðugir umbunar og uppskera ávextina af hæfileikum sínum og framlagi til menningar eða annarra þjóðnytja? Spyr sá sem ekki veit! En spurningin vaknar óhjákvæmilega í sambandi við nýlega úthlutun úr Starfslaunasjóði rithöfunda; og vera má, að forsvarsmenn hans eigi einhver viðhlítandi svör við henni. Svo vill nefnilega til, að í þetta sinn var gengið framhjá einum efnilegasta og ötulasta rithöfundi Íslendinga, Bjarna Bjarnasyni (f. 1965), sem á nokkrum síðustu árum hefur verið afkastameiri og afkastabetri en velflestir, ef ekki allir, jafnaldrar hans. Í því sambandi má benda á, að síðan 1992 hefur hann gefið út átta skáldsögur ásamt skáldævisögu og ritgerðasafninu „Boðskort í þjóðarveislu". Síðustu þrjú árin hefur hann sent frá sér þrjár veigamiklar skáldsögur, sem vakið hafa almenna athygli, og fengið tvö af skáldverkum sínum þýdd á arabísku og þýsku. Skáldverkin þrjú eru „Leitin að Audrey Hepburn" (2009), „Mannorð" (2011) og „Endurkoma Maríu" (2012). Bjarni var sæmdur bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 1998 og Laxness-verðlaununum 2001. Þá má einnig geta þess, að hann kom fram á Bókamessunni í Frankfurt á liðnu ári. Í þessu kræfa samfélagi gagnsærra pólitíkusa og misjafnlega spilltra broddborgara (samanber lífeyrissjóðina) má heita, að heiðarleg og marksækin vinnubrögð þyki sveitó eða púkó. Hvers á Bjarni Bjarnason að gjalda? Má vera, að hann þyki of vel kvæntur til að verðskulda viðurkenningu fyrir heiðvirð og frábær vinnubrögð? Það væri svo sem eftir öðru á þessum kjörlendum kunningsskapar og pólitísks siðleysis!
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun