Mannréttindabrot að geta ekki keypt rauðvínið sitt 11. febrúar 2012 09:00 Motorhead „Það er mannréttindabrot að geta ekki keypt sitt rauðvín," segir Aðalbjörn Tryggvason, söngvari rokksveitarinnar Sólstafa. Ekki eru allir á eitt sáttir við ákvörðun ÁTVR og stjórnvalda um að banna sölu á rauðvíni ensku rokksveitarinnar Motörhead hér á landi. Ástæðan sem gefin var upp var sú að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. „Tónlist er list og það er verið að kenna rauðvín við listform. Hvernig geturðu sagt að listform stuðli að eiturlyfjaneyslu, stríði og óábyrgu kynlífi. Þetta er út í hött," segir Motörhead-aðdáandinn Aðalbjörn, sem er ósáttur við gang mála. „Þetta er bara plebbismi. Á hvaða öld lifum við eiginlega? Þú tekur ekki LSD þótt þú hlustir á Let it Be. Börn eru í tölvuleikjum og þau fara ekki að drepa fólk. Þetta er forræðishyggja af verstu stort," segir hann og bætir við: „Þegar ég sá þetta á netinu hugsaði ég: „Af hverju er ég ekki ofbeldishneigður? Þá myndi ég bara skalla einhvern. Ég á ekki til orð." Bergur Geirsson úr poppsveitinni Buff, sem er einnig mikill Motörhead-maður, er á sama máli og Aðalbjörn. „Þetta er þessi hræsni sem er í stjórnsýslunni og víðar. ÁTVR myndi leyfa Winston Churchill-koníak þó að hann hafi verið spíttfíkill og drykkjumaður. Ef það kæmi Bítlabjór í ríkið yrði hann örugglega leyfður." Annar grjótharður Motörhead-aðdáandi er Vésteinn Valgarðsson. „Mér þykir miður að geta ekki keypt mér Motörhead-vín. Mér finnst ástæðurnar sem eru gefnir upp fyrir því hljóma hjákátlega. Þær hljóma eins og geðþóttaákvörðun. Ef við myndum nota sama mælikvarða á allt þá myndu þeir örugglega banna ýmislegt sem þeir leyfa núna. Ég skil ekki af hverju ég ætti ekki að geta keypt mér þetta rauðvín," segir Vésteinn svekktur. Blaðamaður reyndi einnig að ná tali af Jóa Motörhead, fyrrum trommuleikara Egó, við vinnslu fréttarinnar en ekki náðist í hann. freyr@frettabladid.isnordicphotos/afp Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
„Það er mannréttindabrot að geta ekki keypt sitt rauðvín," segir Aðalbjörn Tryggvason, söngvari rokksveitarinnar Sólstafa. Ekki eru allir á eitt sáttir við ákvörðun ÁTVR og stjórnvalda um að banna sölu á rauðvíni ensku rokksveitarinnar Motörhead hér á landi. Ástæðan sem gefin var upp var sú að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. „Tónlist er list og það er verið að kenna rauðvín við listform. Hvernig geturðu sagt að listform stuðli að eiturlyfjaneyslu, stríði og óábyrgu kynlífi. Þetta er út í hött," segir Motörhead-aðdáandinn Aðalbjörn, sem er ósáttur við gang mála. „Þetta er bara plebbismi. Á hvaða öld lifum við eiginlega? Þú tekur ekki LSD þótt þú hlustir á Let it Be. Börn eru í tölvuleikjum og þau fara ekki að drepa fólk. Þetta er forræðishyggja af verstu stort," segir hann og bætir við: „Þegar ég sá þetta á netinu hugsaði ég: „Af hverju er ég ekki ofbeldishneigður? Þá myndi ég bara skalla einhvern. Ég á ekki til orð." Bergur Geirsson úr poppsveitinni Buff, sem er einnig mikill Motörhead-maður, er á sama máli og Aðalbjörn. „Þetta er þessi hræsni sem er í stjórnsýslunni og víðar. ÁTVR myndi leyfa Winston Churchill-koníak þó að hann hafi verið spíttfíkill og drykkjumaður. Ef það kæmi Bítlabjór í ríkið yrði hann örugglega leyfður." Annar grjótharður Motörhead-aðdáandi er Vésteinn Valgarðsson. „Mér þykir miður að geta ekki keypt mér Motörhead-vín. Mér finnst ástæðurnar sem eru gefnir upp fyrir því hljóma hjákátlega. Þær hljóma eins og geðþóttaákvörðun. Ef við myndum nota sama mælikvarða á allt þá myndu þeir örugglega banna ýmislegt sem þeir leyfa núna. Ég skil ekki af hverju ég ætti ekki að geta keypt mér þetta rauðvín," segir Vésteinn svekktur. Blaðamaður reyndi einnig að ná tali af Jóa Motörhead, fyrrum trommuleikara Egó, við vinnslu fréttarinnar en ekki náðist í hann. freyr@frettabladid.isnordicphotos/afp
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira