Lífið

Naomi Watts sem Díana

Naomi Watts leikur Díönu prinsessu í nýrri mynd.
Naomi Watts leikur Díönu prinsessu í nýrri mynd.
Naomi Watts mun leika Díönu prinsessu í nýrri mynd sem talið er að fjalli um samband hennar við hjartalækninn Hasnat Khan. Þau áttu í leynilegu ástarsambandi sem hófst árið 1995 en lauk nokkrum mánuðum fyrir dauða hennar 1997.

Myndin nefnist Caught in Flight og leikstjóri verður Oliver Hirschbiegel sem vakti mikla athygli fyrir myndina Downfall. Hann segir Watts framúrskarandi leikkonu sem hafi yfir að ráða þeirri hlýju og manngæsku sem þarf til að leika Díönu. Watts sást síðast í myndinni J. Edgar þar sem hún lék á móti Leonardo DiCaprio.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.