Lífið

Hitta ráðgjafa vegna sonarins

Elton John og David Furnish hafa hitt ráðgjafa vegna uppeldis sonar þeirra, Zachary.
Elton John og David Furnish hafa hitt ráðgjafa vegna uppeldis sonar þeirra, Zachary.
Sir Elton John og maðurinn hans, David Furnish, hafa hitt ráðgjafa vegna uppeldis sonar þeirra, Zachary. Þeir óttast að hann verði litinn hornauga þegar hann vex úr grasi.

Zachary kom í heiminn á jóladag 2010. „Við ætlum að ala hann upp þannig að hann verði stoltur af því hver hann er og skilji að hann varð til upp úr ást okkar beggja,“ sagði Furnish við tímaritið Attitude. „Hann á eftir að fá mikla athygli og hugsanlega verður hann litinn tvöfalt meira hornauga bæði vegna þess að foreldrar hans eru mjög frægir og að hann á tvo pabba.“

Elton John, sem er 64 ára, segir að það hafi verið ótrúleg upplifun að eignast barn, sérstaklega vegna þess að hann bjóst ekki við því að eignast fjölskyldu. „Árið okkar með honum hefur verið frábært. Ég get ekki lýst því hversu gott þetta ár hefur verið og hversu mikla ánægju hann hefur fært okkur,“ sagði tónlistarmaðurinn um Zachary.

„Mér líður ekki eins og 65 ára manni, sem ég verð á næsta ári. Núna þegar ég hef eignast barn hef ég svo mikið meira að gera. Mig langar að sjá svo margt verða að veruleika áður en ég dey.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.