Lífið

Nanna lærir handritagerð

Nanna Kristín flytur með fjölskylduna til Vancouver.
Nanna Kristín flytur með fjölskylduna til Vancouver.
Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona og einn af stofnendum Vesturports, er nú að búa sig og fjölskyldu sína undir flutning til Vancouver í Kanada. Þangað hyggst leikkonan flytjast á næstu mánuðum til að setjast á skólabekk í Vancouver Film School og takast á við nám í handritagerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp.

Vancouver Film School er mjög virtur skóli og langt, strangt og erfitt ferli að komast þar inn. Nanna Kristín má því una sátt við sitt og vera stolt af þessum árangri.

Til að minnka búslóðina fyrir flutningana hefur Nanna Kristín, ásamt Tobbu Marinós og nokkrum öðrum, boðað til bílskúrssölu á KEX Hosteli Skúlagötu 28, á sunnudaginn milli klukkan 11 og 17. Þar verður að finna allt frá barnafötum til húsgagna og alvöru bílskúrssölu ndrúmsloft mun svífa yfir vötnum. - trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.