Lífið

Stolt af línunum

Adele segist ekki vilja líta út eins og fyrirsætur Karls Lagerfeld.
Adele segist ekki vilja líta út eins og fyrirsætur Karls Lagerfeld.
Netheimar hafa logað að undanförnu eftir að fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld tjáði sig um líkamsvöxt söngkonunnar Adele í viðtali við blaðið Metro. Adele hefur nú svarað ummælum Karls um að hún væri of feit og segist vera stolt af vaxtarlagi sínu.

Í viðtali við tímaritið People segir söngkonan að hún myndi ekki vilja líta út eins og ein af fyrirsætum fatahönnuðarins þar sem henni þyki þær of grannar. Hún telur sig vera fulltrúa meirihluta kvenna nú til dags, bæði í útliti og framkomu, en sé vissulega meðvituð um eigin sjálfsmynd eins og flestir. Eftir að hafa fylgst með fólki eyða lífi sínu í að óska þess að það liti öðruvísi út hefur Adele kosið að forðist slíkt fólk og elska sjálfa sig eins og hún er. Gott hjá henni!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.