Lífið

Fagna 40 ára afmæli Svanfríðar

Hljómsveitin Svanfríður kemur saman í minningu Péturs Kristjánssonar. Eiríkur Hauksson syngur með.
Hljómsveitin Svanfríður kemur saman í minningu Péturs Kristjánssonar. Eiríkur Hauksson syngur með.
Haldið verður upp á fjörutíu ára afmæli hljómsveitarinnar Svanfríðar með tónleikum í Austurbæ 14. apríl.

Hinn sálugi Pétur Kristjánsson, sem hefði orðið sextugur á þessu ári, var söngvari Svanfríðar en í hans fjarveru munu Eiríkur Hauksson, Pétur Örn Guðmundsson og hinn efnilegi Elvar Örn Friðriksson syngja með sveitinni á tónleikunum.

Svanfríður var stofnuð í ársbyrjun 1972 í kjölfar þess að hljómsveitin Náttúra leystist upp en hætti störfum sumarið 1973.

Birgir Hrafnsson, Gunnar Hermannsson, Sigurður Karlsson og Sigurður Rúnar Jónsson, sem léku á plötunni What's Hidden There, ætla að heiðra minningu Péturs á tónleikunum. Rifjuð verða upp nokkur þeirra tökulaga sem nutu hvað mestra vinsælda í flutningi Svanfríðar auk þess sem öll lögin af What's Hidden There? verða leikin. Gítarleikarinn Þórður Árnason og Pétur Hjaltested hljómborðsleikari taka einnig þátt á tónleikunum. Miðasala hefst á mánudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.