Lífið

Létu laga axlirnar

Arnold Schwarzenegger fór í aðgerð á öxl fyrir skömmu, rétt eins og Stallone.
Arnold Schwarzenegger fór í aðgerð á öxl fyrir skömmu, rétt eins og Stallone.
Tortímandinn og Rambó, eða öllu heldur Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone gengust báðir undir aðgerðir á öxl fyrir skömmu.

„Eftir allan hasarinn, áhættuatriðin og líkamlegu áreynsluna í The Expendables 2 og The Last Stand þurfti ég að láta laga aðeins öxlina mína,“ skrifaði Schwarzenegger á heimasíðu sína og birti mynd af honum og Stallone á sjúkrahúsinu. „Hver haldið þið að hafi beðið á eftir mér í röðinni eftir axlaraðgerð? Núna erum við tilbúnir í annan hasar þegar við tökum upp The Tomb.“

Sú mynd verður frumsýnd á næsta ári og fjallar um mann sem þarf að brjótast út úr fangelsi sem hann hannaði sjálfur. Leikstjóri er Svíinn Mikael Håfström. The Expendables 2 verður frumsýnd í sumar en The Last Stand á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.