Hvað hefur komið fyrir litla Ísland? Jórunn Rothenborg skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Ég var agndofa í lok vinnudags í byrjun árs. Ég á ættir að rekja bæði til Íslands og Danmerkur, flutti hingað frá Danmörku fyrir nákvæmlega 23 árum, full eldmóðs, glöð, ung, með góðan mann mér við hlið og fallegt lítið barn okkar. Mér fannst spennandi að flytja til heimalands mannsins míns – og móður, sem sjálf hafði flutt til ókunnugs lands 30 árum áður. Árin liðu og ég og mín fjölskylda komum okkur vel fyrir, við bættist annað fallegt barn og undum við hag okkar vel hér á Íslandi. Við tókum þátt í þessari venjulegu íslensku lífsbaráttu við að koma okkur upp heimili og hlúa sem best að fjölskyldunni ásamt því að byggja upp lítið, en öflugt einkarekið fyrirtæki. Eins og öllum er kunnugt fór eitthvað mikið úrskeiðis hér á Íslandi. Hjólin fóru að snúast allt of hratt. Við, hinir venjulegu borgarar, köstuðumst út í fjárhagshvirfilbyl sem færði allt upp, upp, upp til þess eins að falla að lokum til jarðar með svo miklu brauki og bramli við hrun efnahags landsins haustið 2008 að við vissum ekki hvað sneri upp og hvað niður. Síðan eru liðin rúm þrjú ár. Landinn er enn að reyna að átta sig og sætta sig við orðinn hlut, margir sligast undan skuldum og áhyggjum, flestum óverðskulduðum. Fyrirtæki, sem við „venjulega“ fólkið höfum af seiglu einbeitt okkur að byggja upp síðustu áratugi hafa mörg orðið að engu. Hinn óbreytti Íslendingur þarf að berjast gegn ofurafli nýja hvirfilbylsins, sem eru vextirnir, skattarnir, stöðnun og margt, margt fleira. Nú hef ég miklar áhyggjur af hinni fallegu og skemmtilega lifandi íslensku sál sem ég heillaðist af þegar ég kom hingað fyrst sem barn og unglingur – já, landinu og þjóðinni sem ég á fullorðinsárum kaus að deila kjörum með. Starfs míns vegna hjá Vinnumálstofnun hef ég að mörgu leyti getað fylgst náið með afleiðingum hrunsins haustið 2008, horft á landa mína, háa og lága, smáa og stóra, missa lífsviðurværið, missa andlitið, missa tökin. Margir hafa litið á raunir sínar sem óhjákvæmilegan hlut, stoppað stutt við, risið upp aftur og haldið áfram á nýjum vettvangi, aðrir hafa þurft að horfast í augu við að atvinnuleysi er orðin staðreynd í lífi þeirra og íslensku þjóðfélagi – og að það muni taka langan tíma að rétta sig við og losna úr þeim viðjum. Ég nefndi í inngangi mínum að ég hefði orðið agndofa. Og ég spyr, hvað hefur komið fyrir litla Ísland? Ég segi „litla“ – við erum lítil þjóð, þar sem „allir þekkja alla“, vön að hugsa vel um og til náungans, vön að stökkva til ef eitthvað bjátar á. Við sem vinnum með afleiðingar hrunsins á einn eða annan hátt erum orðin vön að hjálpa til eftir bestu getu. En hvert stefnir þegar þessi venjulegi landi okkar – nú á fjórða ári eftir hrun – er svo fullur örvæntingar að hann í heift og vonleysi hreytir út úr sér ókvæðisorðum, skellir hurðum og lemur í veggi andspænis óbreyttum starfsmanni opinberrar stofnunar sem í þessu tilfelli situr „hinumegin við borðið“ og reynir eftir bestu getu að aðstoða og benda á ráð úr ógöngum samkvæmt lögum og reglum sem settar hafa verið? Ég hef áhyggjur af þessari hörku sem kraumar undir, kröftum sem áður voru jákvæðir en víða hafa breyst í ólgandi neikvæða strauma sem hvergi fá útrás. Íslendingar eru lítil þjóð sem verður að beita þrautseigjunni sem hefur einkennt hana í gegnum aldirnar. Okkur mega ekki fallast hendur og freistast til að kenna „öðrum um“. En til þess að það gangi upp þurfum við að tendra aftur glóðina í þjóðarsálinni, virða náungann og umhverfið okkar. Það eru fleiri í basli, líka þeir sem geta talist svo heppnir að hafa fasta stöðu hjá ríki eða sveitarfélögum. Eitt á hrunið að kenna okkur – að hægja á, finna rætur okkar, læra hvað við eigum fallega og góða fjölskyldu – kannski hjálpar það okkur smám saman að líta í eigin barm og gæta þess að gleyma ekki sjálfsvirðingunni, heldur ekki gagnvart náunganum. Látum nýtt ár byrja með jákvæðum straumum. Reynum að búa til svigrúm fyrir nýjar hugmyndir. Landið Ísland býr yfir svo mörgum möguleikum, hér er uppspretta orku af ýmsu tagi, gjöful náttúra og tekjulindir fyrir íbúana. Við höfum orðið ýmiss konar landkynningar aðnjótandi undanfarin ár. Nýtum okkur hana. Fólkið í landinu er frjótt. Sameinum krafta okkar. Landið og fólkið verða að rísa upp úr hinum djúpa öldudal. Reynum – án þess þó að leika of mikið „Pollýönnu“ – að hressa andann og taka gleði okkar á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég var agndofa í lok vinnudags í byrjun árs. Ég á ættir að rekja bæði til Íslands og Danmerkur, flutti hingað frá Danmörku fyrir nákvæmlega 23 árum, full eldmóðs, glöð, ung, með góðan mann mér við hlið og fallegt lítið barn okkar. Mér fannst spennandi að flytja til heimalands mannsins míns – og móður, sem sjálf hafði flutt til ókunnugs lands 30 árum áður. Árin liðu og ég og mín fjölskylda komum okkur vel fyrir, við bættist annað fallegt barn og undum við hag okkar vel hér á Íslandi. Við tókum þátt í þessari venjulegu íslensku lífsbaráttu við að koma okkur upp heimili og hlúa sem best að fjölskyldunni ásamt því að byggja upp lítið, en öflugt einkarekið fyrirtæki. Eins og öllum er kunnugt fór eitthvað mikið úrskeiðis hér á Íslandi. Hjólin fóru að snúast allt of hratt. Við, hinir venjulegu borgarar, köstuðumst út í fjárhagshvirfilbyl sem færði allt upp, upp, upp til þess eins að falla að lokum til jarðar með svo miklu brauki og bramli við hrun efnahags landsins haustið 2008 að við vissum ekki hvað sneri upp og hvað niður. Síðan eru liðin rúm þrjú ár. Landinn er enn að reyna að átta sig og sætta sig við orðinn hlut, margir sligast undan skuldum og áhyggjum, flestum óverðskulduðum. Fyrirtæki, sem við „venjulega“ fólkið höfum af seiglu einbeitt okkur að byggja upp síðustu áratugi hafa mörg orðið að engu. Hinn óbreytti Íslendingur þarf að berjast gegn ofurafli nýja hvirfilbylsins, sem eru vextirnir, skattarnir, stöðnun og margt, margt fleira. Nú hef ég miklar áhyggjur af hinni fallegu og skemmtilega lifandi íslensku sál sem ég heillaðist af þegar ég kom hingað fyrst sem barn og unglingur – já, landinu og þjóðinni sem ég á fullorðinsárum kaus að deila kjörum með. Starfs míns vegna hjá Vinnumálstofnun hef ég að mörgu leyti getað fylgst náið með afleiðingum hrunsins haustið 2008, horft á landa mína, háa og lága, smáa og stóra, missa lífsviðurværið, missa andlitið, missa tökin. Margir hafa litið á raunir sínar sem óhjákvæmilegan hlut, stoppað stutt við, risið upp aftur og haldið áfram á nýjum vettvangi, aðrir hafa þurft að horfast í augu við að atvinnuleysi er orðin staðreynd í lífi þeirra og íslensku þjóðfélagi – og að það muni taka langan tíma að rétta sig við og losna úr þeim viðjum. Ég nefndi í inngangi mínum að ég hefði orðið agndofa. Og ég spyr, hvað hefur komið fyrir litla Ísland? Ég segi „litla“ – við erum lítil þjóð, þar sem „allir þekkja alla“, vön að hugsa vel um og til náungans, vön að stökkva til ef eitthvað bjátar á. Við sem vinnum með afleiðingar hrunsins á einn eða annan hátt erum orðin vön að hjálpa til eftir bestu getu. En hvert stefnir þegar þessi venjulegi landi okkar – nú á fjórða ári eftir hrun – er svo fullur örvæntingar að hann í heift og vonleysi hreytir út úr sér ókvæðisorðum, skellir hurðum og lemur í veggi andspænis óbreyttum starfsmanni opinberrar stofnunar sem í þessu tilfelli situr „hinumegin við borðið“ og reynir eftir bestu getu að aðstoða og benda á ráð úr ógöngum samkvæmt lögum og reglum sem settar hafa verið? Ég hef áhyggjur af þessari hörku sem kraumar undir, kröftum sem áður voru jákvæðir en víða hafa breyst í ólgandi neikvæða strauma sem hvergi fá útrás. Íslendingar eru lítil þjóð sem verður að beita þrautseigjunni sem hefur einkennt hana í gegnum aldirnar. Okkur mega ekki fallast hendur og freistast til að kenna „öðrum um“. En til þess að það gangi upp þurfum við að tendra aftur glóðina í þjóðarsálinni, virða náungann og umhverfið okkar. Það eru fleiri í basli, líka þeir sem geta talist svo heppnir að hafa fasta stöðu hjá ríki eða sveitarfélögum. Eitt á hrunið að kenna okkur – að hægja á, finna rætur okkar, læra hvað við eigum fallega og góða fjölskyldu – kannski hjálpar það okkur smám saman að líta í eigin barm og gæta þess að gleyma ekki sjálfsvirðingunni, heldur ekki gagnvart náunganum. Látum nýtt ár byrja með jákvæðum straumum. Reynum að búa til svigrúm fyrir nýjar hugmyndir. Landið Ísland býr yfir svo mörgum möguleikum, hér er uppspretta orku af ýmsu tagi, gjöful náttúra og tekjulindir fyrir íbúana. Við höfum orðið ýmiss konar landkynningar aðnjótandi undanfarin ár. Nýtum okkur hana. Fólkið í landinu er frjótt. Sameinum krafta okkar. Landið og fólkið verða að rísa upp úr hinum djúpa öldudal. Reynum – án þess þó að leika of mikið „Pollýönnu“ – að hressa andann og taka gleði okkar á ný.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar