Ávöxtun (tap) lífeyrissjóða Bergur Hauksson skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Nýlega er komin út skýrsla rannsóknarnefndar um lífeyrissjóði. Mikið hefur verið rætt um hana í fjölmiðlum og sýnist sitt hverjum eins og gengur. Tap sjóðanna er sagt vera hundruð milljarða króna. Margir telja rétt að stjórnendur og stjórnarmenn verði látnir sæta ábyrgð vegna þess. Jafnvel er farið fram á að gerð sé önnur rannsókn á lífeyrissjóðunum. Þar sem ég hef greitt í nokkra lífeyrissjóði á ævi minni ákvað ég að skoða þau framtíðarréttindi sem ég á hjá þessum sjóðum. Af fréttum að dæma virtist tap mitt mikið. Ég skoðaði þrjá lífeyrissjóði, tvo sem ég greiddi í annars vegar frá árinu 1979 og til ársins 1984 og hins vegar frá árinu 1984 og til 1990. Þann þriðja greiddi ég í frá 1994-2010. Lífeyrissjóðirnir gefa upp þau réttindi sem ég á við 67 ára aldur. Til að kanna hvernig réttindi mín væru ákvað ég að bera þau saman við þær greiðslur sem hafa verið lagðar inn í lífeyrissjóðina vegna mín. Ég framreiknaði þessar greiðslur miðað við verðbólgu og 3% ársvexti. Réttindi mín í fyrsta sjóðnum miðað við framangreindan uppreikning eru mjög slæm. Ef miðað er við að lífslíkur séu 80 ár þá er ég einungis að fá 25% af því sem ég fengi ef upphæðin hefði verið ávöxtuð með 3% vöxtum og uppfærð miðað við verðbólgu. Þetta eru greiðslur sem lagðar voru í sjóðinn 1979-1984. Réttindi mín í sjóð númer tvö eru töluvert betri. Þar er ég þó að fá 50% af því sem ég fengi ef upphæðin hefði verið ávöxtuð með 3% vöxtum og uppfærð miðað við verðbólgu. Ég er þó enn í tapi og það töluvert miklu. Sjóður númer þrjú hlýtur því að vera mjög slæmur hugsaði ég þar sem hann er rekinn af þessum stjórnendum sem krafa er um að reka vegna þessa gífurlega taps sem rætt er um. Raunin reyndist allt önnur. Miðað við sömu reikniformúlu og notuð er hér að framan þá eru réttindi mín 100%. Tap mitt í þeim sjóði er þess vegna ekkert. Þetta kom mér að sjálfsögðu töluvert á óvart miðað við þær umræður sem hafa verið í þjóðfélaginu. Niðurstaða mín er þess vegna að ef reka þyrfti einhverja þá eru það stjórnendur lífeyrissjóða á níunda áratug síðustu aldar en líklega er það erfitt. Einnig má segja að þetta tap sé jafnvel ekki þeim alfarið að kenna heldur einnig efnahagsstjórnun landsins á þessum tíma. Svo ef rannsaka þyrfti eitthvað þá er það efnahagsstjórnun Íslands á níunda áratug síðustu aldar. Ég held við ættum samt að sleppa því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega er komin út skýrsla rannsóknarnefndar um lífeyrissjóði. Mikið hefur verið rætt um hana í fjölmiðlum og sýnist sitt hverjum eins og gengur. Tap sjóðanna er sagt vera hundruð milljarða króna. Margir telja rétt að stjórnendur og stjórnarmenn verði látnir sæta ábyrgð vegna þess. Jafnvel er farið fram á að gerð sé önnur rannsókn á lífeyrissjóðunum. Þar sem ég hef greitt í nokkra lífeyrissjóði á ævi minni ákvað ég að skoða þau framtíðarréttindi sem ég á hjá þessum sjóðum. Af fréttum að dæma virtist tap mitt mikið. Ég skoðaði þrjá lífeyrissjóði, tvo sem ég greiddi í annars vegar frá árinu 1979 og til ársins 1984 og hins vegar frá árinu 1984 og til 1990. Þann þriðja greiddi ég í frá 1994-2010. Lífeyrissjóðirnir gefa upp þau réttindi sem ég á við 67 ára aldur. Til að kanna hvernig réttindi mín væru ákvað ég að bera þau saman við þær greiðslur sem hafa verið lagðar inn í lífeyrissjóðina vegna mín. Ég framreiknaði þessar greiðslur miðað við verðbólgu og 3% ársvexti. Réttindi mín í fyrsta sjóðnum miðað við framangreindan uppreikning eru mjög slæm. Ef miðað er við að lífslíkur séu 80 ár þá er ég einungis að fá 25% af því sem ég fengi ef upphæðin hefði verið ávöxtuð með 3% vöxtum og uppfærð miðað við verðbólgu. Þetta eru greiðslur sem lagðar voru í sjóðinn 1979-1984. Réttindi mín í sjóð númer tvö eru töluvert betri. Þar er ég þó að fá 50% af því sem ég fengi ef upphæðin hefði verið ávöxtuð með 3% vöxtum og uppfærð miðað við verðbólgu. Ég er þó enn í tapi og það töluvert miklu. Sjóður númer þrjú hlýtur því að vera mjög slæmur hugsaði ég þar sem hann er rekinn af þessum stjórnendum sem krafa er um að reka vegna þessa gífurlega taps sem rætt er um. Raunin reyndist allt önnur. Miðað við sömu reikniformúlu og notuð er hér að framan þá eru réttindi mín 100%. Tap mitt í þeim sjóði er þess vegna ekkert. Þetta kom mér að sjálfsögðu töluvert á óvart miðað við þær umræður sem hafa verið í þjóðfélaginu. Niðurstaða mín er þess vegna að ef reka þyrfti einhverja þá eru það stjórnendur lífeyrissjóða á níunda áratug síðustu aldar en líklega er það erfitt. Einnig má segja að þetta tap sé jafnvel ekki þeim alfarið að kenna heldur einnig efnahagsstjórnun landsins á þessum tíma. Svo ef rannsaka þyrfti eitthvað þá er það efnahagsstjórnun Íslands á níunda áratug síðustu aldar. Ég held við ættum samt að sleppa því.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar