Lendandi á Hólmsheiði í 96-98% tilvika – 95% er nóg Gunnar H. Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Háskólinn í Reykjavík (HR) og talsmenn flugvallar í Vatnsmýri (flugvallarsinnar) stóðu fyrir Málþingi um flugmál þann 19. janúar sl. Umfjöllunarefni málþingsins var og er eitt af erfiðari og afdrifaríkari deilumálum íslensks samfélags á síðari tímum. Einhliða val HR á framsögumönnum úr röðum eindreginna flugvallarsinna varpar skugga á hlutlæga nálgun, vísindaleg efnistök og akademíska þekkingarleit, sem samkvæmt eðli málsins ættu að vera meginmarkmið HR líkt og annarra háskóla. Á undangengnum árum og áratugum hafa flugvallarsinnar beitt illa fengnu pólitísku valdi (vegna misvægis atkvæða) jafnt á Alþingi sem í ríkisstjórn, sveitarstjórnum og í fjölmiðlum. Yfirlýsingar þeirra og greinaskrif einkennast af slagorðum og tilfinningatengdum rökleysum. Á málþingi HR þann 19. janúar sl. keyrði um þverbak. Í framsöguerindum þriggja forkólfa flugmála, þeirra Péturs K. Maack flugmálastjóra, Þorgeirs Pálssonar prófessors, fyrrverandi forstjóra Flugstoða ohf., og Þórólfs Árnasonar, stjórnarformanns ISAVIA, er því haldið fram að Hólmsheiði komi ekki til greina fyrir innanlandsflugvöll vegna veðurfarsaðstæðna og því standi valið um miðstöð innanlandsflugs á milli Vatnsmýrar og Miðnesheiðar. Af framsöguerindi Haralds Sigþórssonar, lektors við HR, sem vinnur nú að greinargerð fyrir ISAVIA um framtíð innanlandsflugs, er ljóst að í því ritverki verður ekki reiknað með flugvallarvalkosti á Hólmsheiði. Þannig reyndu flugvallarsinnarnir með rangfærslum að skerpa átakalínurnar á milli landsbyggðar og höfuðborgar með því að tala niður þann flugvallarvalkost, sem sýndi mesta þjóðhagslega arðsemi í úttekt ráðgjafafyrirtækisins ParX, sem unnin var fyrir samgönguráðherra 2007. Flugvallarsinnar hafa áratugum sama látið eins og Vatnsmýri sé eini nothæfi staðurinn fyrir flugvöll, allir aðrir staðir á höfuðborgarsvæðinu væru of hátt yfir sjávarmáli, of langt frá sjó, of nálægt fjöllum o.s.frv. Í janúar 2006 var hafin athugun á veðurfari á Hólmsheiði, sem skipt var milli Veðurstofunnar og Flugstoða ohf. (f.h. samgönguyfirvalda ríkisins), sem skyldi annast athugun á skýjahæð, skyggni og ókyrrð í lofti. Í desember 2009 kom út áfangaskýrsla um veðurathuganir á Hólmsheiði (Veðurstofa Íslands, Guðrún Nína Petersen). Dr. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum, m.a. á mbl.is, að fyrirliggjandi veðurrannsóknir sýni að nýtingarhlutfall þar sé 96-98% og frekari rannsóknir á ókyrrð í lofti muni ekki lækka nýtingarprósentuna undir 96% (flugrekendur telja að 95% nægi). Af framansögðu er því nú þegar ljóst að Hólmsheiði hentar afar vel fyrir flugvöll. Í byrjun árs 2012 er athugunum á ókyrrð í lofti yfir Hólmsheiði ólokið og ekki vitað hvort þær séu hafnar. Þeim átti að vera lokið skv. sameiginlegri bókun samgönguráðherra og borgarstjóra frá febrúar 2005. Vanefndir þessara athugana eru á ábyrgð ISAVIA (arftaka FLUGSTOÐA ohf.) og ráðherra samgöngumála, Ögmundar Jónassonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík (HR) og talsmenn flugvallar í Vatnsmýri (flugvallarsinnar) stóðu fyrir Málþingi um flugmál þann 19. janúar sl. Umfjöllunarefni málþingsins var og er eitt af erfiðari og afdrifaríkari deilumálum íslensks samfélags á síðari tímum. Einhliða val HR á framsögumönnum úr röðum eindreginna flugvallarsinna varpar skugga á hlutlæga nálgun, vísindaleg efnistök og akademíska þekkingarleit, sem samkvæmt eðli málsins ættu að vera meginmarkmið HR líkt og annarra háskóla. Á undangengnum árum og áratugum hafa flugvallarsinnar beitt illa fengnu pólitísku valdi (vegna misvægis atkvæða) jafnt á Alþingi sem í ríkisstjórn, sveitarstjórnum og í fjölmiðlum. Yfirlýsingar þeirra og greinaskrif einkennast af slagorðum og tilfinningatengdum rökleysum. Á málþingi HR þann 19. janúar sl. keyrði um þverbak. Í framsöguerindum þriggja forkólfa flugmála, þeirra Péturs K. Maack flugmálastjóra, Þorgeirs Pálssonar prófessors, fyrrverandi forstjóra Flugstoða ohf., og Þórólfs Árnasonar, stjórnarformanns ISAVIA, er því haldið fram að Hólmsheiði komi ekki til greina fyrir innanlandsflugvöll vegna veðurfarsaðstæðna og því standi valið um miðstöð innanlandsflugs á milli Vatnsmýrar og Miðnesheiðar. Af framsöguerindi Haralds Sigþórssonar, lektors við HR, sem vinnur nú að greinargerð fyrir ISAVIA um framtíð innanlandsflugs, er ljóst að í því ritverki verður ekki reiknað með flugvallarvalkosti á Hólmsheiði. Þannig reyndu flugvallarsinnarnir með rangfærslum að skerpa átakalínurnar á milli landsbyggðar og höfuðborgar með því að tala niður þann flugvallarvalkost, sem sýndi mesta þjóðhagslega arðsemi í úttekt ráðgjafafyrirtækisins ParX, sem unnin var fyrir samgönguráðherra 2007. Flugvallarsinnar hafa áratugum sama látið eins og Vatnsmýri sé eini nothæfi staðurinn fyrir flugvöll, allir aðrir staðir á höfuðborgarsvæðinu væru of hátt yfir sjávarmáli, of langt frá sjó, of nálægt fjöllum o.s.frv. Í janúar 2006 var hafin athugun á veðurfari á Hólmsheiði, sem skipt var milli Veðurstofunnar og Flugstoða ohf. (f.h. samgönguyfirvalda ríkisins), sem skyldi annast athugun á skýjahæð, skyggni og ókyrrð í lofti. Í desember 2009 kom út áfangaskýrsla um veðurathuganir á Hólmsheiði (Veðurstofa Íslands, Guðrún Nína Petersen). Dr. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum, m.a. á mbl.is, að fyrirliggjandi veðurrannsóknir sýni að nýtingarhlutfall þar sé 96-98% og frekari rannsóknir á ókyrrð í lofti muni ekki lækka nýtingarprósentuna undir 96% (flugrekendur telja að 95% nægi). Af framansögðu er því nú þegar ljóst að Hólmsheiði hentar afar vel fyrir flugvöll. Í byrjun árs 2012 er athugunum á ókyrrð í lofti yfir Hólmsheiði ólokið og ekki vitað hvort þær séu hafnar. Þeim átti að vera lokið skv. sameiginlegri bókun samgönguráðherra og borgarstjóra frá febrúar 2005. Vanefndir þessara athugana eru á ábyrgð ISAVIA (arftaka FLUGSTOÐA ohf.) og ráðherra samgöngumála, Ögmundar Jónassonar.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar