Lendandi á Hólmsheiði í 96-98% tilvika – 95% er nóg Gunnar H. Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Háskólinn í Reykjavík (HR) og talsmenn flugvallar í Vatnsmýri (flugvallarsinnar) stóðu fyrir Málþingi um flugmál þann 19. janúar sl. Umfjöllunarefni málþingsins var og er eitt af erfiðari og afdrifaríkari deilumálum íslensks samfélags á síðari tímum. Einhliða val HR á framsögumönnum úr röðum eindreginna flugvallarsinna varpar skugga á hlutlæga nálgun, vísindaleg efnistök og akademíska þekkingarleit, sem samkvæmt eðli málsins ættu að vera meginmarkmið HR líkt og annarra háskóla. Á undangengnum árum og áratugum hafa flugvallarsinnar beitt illa fengnu pólitísku valdi (vegna misvægis atkvæða) jafnt á Alþingi sem í ríkisstjórn, sveitarstjórnum og í fjölmiðlum. Yfirlýsingar þeirra og greinaskrif einkennast af slagorðum og tilfinningatengdum rökleysum. Á málþingi HR þann 19. janúar sl. keyrði um þverbak. Í framsöguerindum þriggja forkólfa flugmála, þeirra Péturs K. Maack flugmálastjóra, Þorgeirs Pálssonar prófessors, fyrrverandi forstjóra Flugstoða ohf., og Þórólfs Árnasonar, stjórnarformanns ISAVIA, er því haldið fram að Hólmsheiði komi ekki til greina fyrir innanlandsflugvöll vegna veðurfarsaðstæðna og því standi valið um miðstöð innanlandsflugs á milli Vatnsmýrar og Miðnesheiðar. Af framsöguerindi Haralds Sigþórssonar, lektors við HR, sem vinnur nú að greinargerð fyrir ISAVIA um framtíð innanlandsflugs, er ljóst að í því ritverki verður ekki reiknað með flugvallarvalkosti á Hólmsheiði. Þannig reyndu flugvallarsinnarnir með rangfærslum að skerpa átakalínurnar á milli landsbyggðar og höfuðborgar með því að tala niður þann flugvallarvalkost, sem sýndi mesta þjóðhagslega arðsemi í úttekt ráðgjafafyrirtækisins ParX, sem unnin var fyrir samgönguráðherra 2007. Flugvallarsinnar hafa áratugum sama látið eins og Vatnsmýri sé eini nothæfi staðurinn fyrir flugvöll, allir aðrir staðir á höfuðborgarsvæðinu væru of hátt yfir sjávarmáli, of langt frá sjó, of nálægt fjöllum o.s.frv. Í janúar 2006 var hafin athugun á veðurfari á Hólmsheiði, sem skipt var milli Veðurstofunnar og Flugstoða ohf. (f.h. samgönguyfirvalda ríkisins), sem skyldi annast athugun á skýjahæð, skyggni og ókyrrð í lofti. Í desember 2009 kom út áfangaskýrsla um veðurathuganir á Hólmsheiði (Veðurstofa Íslands, Guðrún Nína Petersen). Dr. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum, m.a. á mbl.is, að fyrirliggjandi veðurrannsóknir sýni að nýtingarhlutfall þar sé 96-98% og frekari rannsóknir á ókyrrð í lofti muni ekki lækka nýtingarprósentuna undir 96% (flugrekendur telja að 95% nægi). Af framansögðu er því nú þegar ljóst að Hólmsheiði hentar afar vel fyrir flugvöll. Í byrjun árs 2012 er athugunum á ókyrrð í lofti yfir Hólmsheiði ólokið og ekki vitað hvort þær séu hafnar. Þeim átti að vera lokið skv. sameiginlegri bókun samgönguráðherra og borgarstjóra frá febrúar 2005. Vanefndir þessara athugana eru á ábyrgð ISAVIA (arftaka FLUGSTOÐA ohf.) og ráðherra samgöngumála, Ögmundar Jónassonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík (HR) og talsmenn flugvallar í Vatnsmýri (flugvallarsinnar) stóðu fyrir Málþingi um flugmál þann 19. janúar sl. Umfjöllunarefni málþingsins var og er eitt af erfiðari og afdrifaríkari deilumálum íslensks samfélags á síðari tímum. Einhliða val HR á framsögumönnum úr röðum eindreginna flugvallarsinna varpar skugga á hlutlæga nálgun, vísindaleg efnistök og akademíska þekkingarleit, sem samkvæmt eðli málsins ættu að vera meginmarkmið HR líkt og annarra háskóla. Á undangengnum árum og áratugum hafa flugvallarsinnar beitt illa fengnu pólitísku valdi (vegna misvægis atkvæða) jafnt á Alþingi sem í ríkisstjórn, sveitarstjórnum og í fjölmiðlum. Yfirlýsingar þeirra og greinaskrif einkennast af slagorðum og tilfinningatengdum rökleysum. Á málþingi HR þann 19. janúar sl. keyrði um þverbak. Í framsöguerindum þriggja forkólfa flugmála, þeirra Péturs K. Maack flugmálastjóra, Þorgeirs Pálssonar prófessors, fyrrverandi forstjóra Flugstoða ohf., og Þórólfs Árnasonar, stjórnarformanns ISAVIA, er því haldið fram að Hólmsheiði komi ekki til greina fyrir innanlandsflugvöll vegna veðurfarsaðstæðna og því standi valið um miðstöð innanlandsflugs á milli Vatnsmýrar og Miðnesheiðar. Af framsöguerindi Haralds Sigþórssonar, lektors við HR, sem vinnur nú að greinargerð fyrir ISAVIA um framtíð innanlandsflugs, er ljóst að í því ritverki verður ekki reiknað með flugvallarvalkosti á Hólmsheiði. Þannig reyndu flugvallarsinnarnir með rangfærslum að skerpa átakalínurnar á milli landsbyggðar og höfuðborgar með því að tala niður þann flugvallarvalkost, sem sýndi mesta þjóðhagslega arðsemi í úttekt ráðgjafafyrirtækisins ParX, sem unnin var fyrir samgönguráðherra 2007. Flugvallarsinnar hafa áratugum sama látið eins og Vatnsmýri sé eini nothæfi staðurinn fyrir flugvöll, allir aðrir staðir á höfuðborgarsvæðinu væru of hátt yfir sjávarmáli, of langt frá sjó, of nálægt fjöllum o.s.frv. Í janúar 2006 var hafin athugun á veðurfari á Hólmsheiði, sem skipt var milli Veðurstofunnar og Flugstoða ohf. (f.h. samgönguyfirvalda ríkisins), sem skyldi annast athugun á skýjahæð, skyggni og ókyrrð í lofti. Í desember 2009 kom út áfangaskýrsla um veðurathuganir á Hólmsheiði (Veðurstofa Íslands, Guðrún Nína Petersen). Dr. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum, m.a. á mbl.is, að fyrirliggjandi veðurrannsóknir sýni að nýtingarhlutfall þar sé 96-98% og frekari rannsóknir á ókyrrð í lofti muni ekki lækka nýtingarprósentuna undir 96% (flugrekendur telja að 95% nægi). Af framansögðu er því nú þegar ljóst að Hólmsheiði hentar afar vel fyrir flugvöll. Í byrjun árs 2012 er athugunum á ókyrrð í lofti yfir Hólmsheiði ólokið og ekki vitað hvort þær séu hafnar. Þeim átti að vera lokið skv. sameiginlegri bókun samgönguráðherra og borgarstjóra frá febrúar 2005. Vanefndir þessara athugana eru á ábyrgð ISAVIA (arftaka FLUGSTOÐA ohf.) og ráðherra samgöngumála, Ögmundar Jónassonar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar