Val um skólastefnu – já takk! Sigurbjörg A. Eiðsdóttir skrifar 8. febrúar 2012 06:00 Tilefni þessarar greinar er að vekja athygli foreldra 6 ára barna, sem nú eru að innrita börn sín í skóla, á valkost í menntun hér í Reykjavík. Waldorfskólinn Sólstafir sem hóf starfsemi sína fyrir rúmum áratug flutti síðastliðið haust að Sóltúni 6, 105 Reykjavík og er nú miðsvæðis í borginni. Waldorfstefnan er heildræn skólastefna sem byggir á 100 ára grunni. Upphafsmaður hennar var Austurríkismaðurinn Rudolf Steiner og eru waldorfskólar starfræktir víða um heim og fjölgar stöðugt. Skólinn í Sóltúni er sjálfstætt starfandi almennur grunnskóli og nemendurnir sem sækja hann eru á aldrinum 6-16 ára og koma af öllu höfuðborgarsvæðinu. Starfið er blómlegt, bekkjarhópar litlir og aðferðafræðin sem nýtt er við kennslu miðar að því að laða fram ánægða og skapandi nemendur með frumkvæði og sjálfstæða hugsun.Sjálfstæð vinnubrögð nemenda Starfshættir skólans eru áhugaverðir og nokkuð frábrugðnir því sem almennt gerist. Námsgreinar eru kenndar í 3-4 vikna blokkum og nemendur taka ekki próf heldur fer fram símat á vinnu þeirra og gefinn er vitnisburður að vori. Erlend tungumál eru kennd frá fyrsta bekk og allir nemendur læra að spila á hljóðfæri á yngra og miðstigi skólans. Námsgreinar eru kenndar í ferli þar sem kennarinn leggur inn námsefni á frjóan og lifandi hátt og nemendur vinna úr því frá eigin brjósti. Hefðbundnar skólabækur eru lítið notaðar í skólanum fyrr en á unglingastigi og nemendur vinna sínar eigin vinnubækur frá grunni í hverri námsgrein. Þessi vinnubrögð gera nemendum kleift að opna sína eigin skapandi krafta á allan mögulegan hátt í náminu og eflir sjálfstæða og frumlega hugarstarfsemi. Nemendum skólans sem komnir eru í framhaldsnám hér á landi hefur gengið vel í sínu námi og er eftir þeim tekið fyrir lítinn námsleiða, sjálfstæð vinnubrögð og góðan félagsþroska.Góð samskipti Eitt af því sem einkennir skólastarfið er sú venja að bekkjarkennari fylgi sínum hóp upp allan grunnskólann, allt frá fyrsta bekk upp í áttunda sem bekkjarkennari og síðustu tvö árin sem umsjónarkennari hópsins. Þessi hefð stuðlar að sterkum tengslum kennara og nemenda og gerir kennaranum mögulegt að aðlaga námsefnið að hópnum og að hverjum einstaklingi, þar sem hann öðlast með tímanum mikla innsýn í námsframvindu hvers og eins. Þetta skapar nemendum aukið öryggi í skólaumhverfinu og byggir upp gagnkvæma virðingu og traust.Útikennsla og umhverfissjónarmið Á skólalóðinni í Sóltúni er þegar kominn vísir að útikennslustofu þar sem vettvangsferðir og útikennsla eru stór hluti af skólastarfinu. Eigin rannsóknarvinna nemenda er mikilvægur hluti náms þeirra. Skólastefnan fylgir einnig heildrænu umhverfissjónarmiði og er boðið upp á lífrænt fæði í skólanum í hádeginu og allt hráefni í skólanum er eins vistvænt og kostur er. Handverk er mikilvæg námsgrein Mikil áhersla er lögð á handverkskennslu í Waldorfskólanum. Nemendur vinna í handverki sex kennslustundir á viku og er það oft tengt þvert á aðrar námsgreinar eins og sögu og landafræði. Ýmis ferli við handverk eru tekin alveg frá grunni, til dæmis ullarvinnsla, frá flóka yfir í spunnið band sem síðan er handlitað og prjónað úr því að lokum. Eldri nemendur fá að spreyta sig í koparsmíði og steinhöggi og stein- og torfhleðslu. Skólinn leggur áherslu á að viðhalda og miðla íslenskri handverkshefð til nemenda. Í handverkinu er nemendum leiðbeint í gegnum þá áskorun að vinna frá hugmynd yfir í efni. Handverkskennslunni er ætlað það mikilvæga hlutverk, auk þess að æfa færni, að styðja þá ferla í innra lífi nemandans sem leiða að gagnrýnni hugsun. Waldorfskólinn Sólstafir er öflugur grunnskóli með nýjar áherslur í skólastarfi sem byggja á sterkum grunni og er foreldrum boðið að koma og kynna sér skólann, frá kl. 17.00 til 18.00 á morgun, fimmtudaginn 9. febrúar. Allir foreldrar og umsjónarmenn 6 ára barna eru sérstaklega velkomnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinar er að vekja athygli foreldra 6 ára barna, sem nú eru að innrita börn sín í skóla, á valkost í menntun hér í Reykjavík. Waldorfskólinn Sólstafir sem hóf starfsemi sína fyrir rúmum áratug flutti síðastliðið haust að Sóltúni 6, 105 Reykjavík og er nú miðsvæðis í borginni. Waldorfstefnan er heildræn skólastefna sem byggir á 100 ára grunni. Upphafsmaður hennar var Austurríkismaðurinn Rudolf Steiner og eru waldorfskólar starfræktir víða um heim og fjölgar stöðugt. Skólinn í Sóltúni er sjálfstætt starfandi almennur grunnskóli og nemendurnir sem sækja hann eru á aldrinum 6-16 ára og koma af öllu höfuðborgarsvæðinu. Starfið er blómlegt, bekkjarhópar litlir og aðferðafræðin sem nýtt er við kennslu miðar að því að laða fram ánægða og skapandi nemendur með frumkvæði og sjálfstæða hugsun.Sjálfstæð vinnubrögð nemenda Starfshættir skólans eru áhugaverðir og nokkuð frábrugðnir því sem almennt gerist. Námsgreinar eru kenndar í 3-4 vikna blokkum og nemendur taka ekki próf heldur fer fram símat á vinnu þeirra og gefinn er vitnisburður að vori. Erlend tungumál eru kennd frá fyrsta bekk og allir nemendur læra að spila á hljóðfæri á yngra og miðstigi skólans. Námsgreinar eru kenndar í ferli þar sem kennarinn leggur inn námsefni á frjóan og lifandi hátt og nemendur vinna úr því frá eigin brjósti. Hefðbundnar skólabækur eru lítið notaðar í skólanum fyrr en á unglingastigi og nemendur vinna sínar eigin vinnubækur frá grunni í hverri námsgrein. Þessi vinnubrögð gera nemendum kleift að opna sína eigin skapandi krafta á allan mögulegan hátt í náminu og eflir sjálfstæða og frumlega hugarstarfsemi. Nemendum skólans sem komnir eru í framhaldsnám hér á landi hefur gengið vel í sínu námi og er eftir þeim tekið fyrir lítinn námsleiða, sjálfstæð vinnubrögð og góðan félagsþroska.Góð samskipti Eitt af því sem einkennir skólastarfið er sú venja að bekkjarkennari fylgi sínum hóp upp allan grunnskólann, allt frá fyrsta bekk upp í áttunda sem bekkjarkennari og síðustu tvö árin sem umsjónarkennari hópsins. Þessi hefð stuðlar að sterkum tengslum kennara og nemenda og gerir kennaranum mögulegt að aðlaga námsefnið að hópnum og að hverjum einstaklingi, þar sem hann öðlast með tímanum mikla innsýn í námsframvindu hvers og eins. Þetta skapar nemendum aukið öryggi í skólaumhverfinu og byggir upp gagnkvæma virðingu og traust.Útikennsla og umhverfissjónarmið Á skólalóðinni í Sóltúni er þegar kominn vísir að útikennslustofu þar sem vettvangsferðir og útikennsla eru stór hluti af skólastarfinu. Eigin rannsóknarvinna nemenda er mikilvægur hluti náms þeirra. Skólastefnan fylgir einnig heildrænu umhverfissjónarmiði og er boðið upp á lífrænt fæði í skólanum í hádeginu og allt hráefni í skólanum er eins vistvænt og kostur er. Handverk er mikilvæg námsgrein Mikil áhersla er lögð á handverkskennslu í Waldorfskólanum. Nemendur vinna í handverki sex kennslustundir á viku og er það oft tengt þvert á aðrar námsgreinar eins og sögu og landafræði. Ýmis ferli við handverk eru tekin alveg frá grunni, til dæmis ullarvinnsla, frá flóka yfir í spunnið band sem síðan er handlitað og prjónað úr því að lokum. Eldri nemendur fá að spreyta sig í koparsmíði og steinhöggi og stein- og torfhleðslu. Skólinn leggur áherslu á að viðhalda og miðla íslenskri handverkshefð til nemenda. Í handverkinu er nemendum leiðbeint í gegnum þá áskorun að vinna frá hugmynd yfir í efni. Handverkskennslunni er ætlað það mikilvæga hlutverk, auk þess að æfa færni, að styðja þá ferla í innra lífi nemandans sem leiða að gagnrýnni hugsun. Waldorfskólinn Sólstafir er öflugur grunnskóli með nýjar áherslur í skólastarfi sem byggja á sterkum grunni og er foreldrum boðið að koma og kynna sér skólann, frá kl. 17.00 til 18.00 á morgun, fimmtudaginn 9. febrúar. Allir foreldrar og umsjónarmenn 6 ára barna eru sérstaklega velkomnir.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar