Hvað með ristilkrabbamein? Kristín Skúladóttir og Friðbjörn Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2012 14:30 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ritar grein í Fréttablaðið þann 4. febrúar sl. Þar ræðir hann hvernig megi „sporna við útbreiðslu" hinna ýmsu krabbameina. Það skrítna er að ekki er minnst einu orði á krabbamein í ristli og endaþarmi. Það er þó eitt algengasta krabbameinið á Íslandi og hefur tíðni þess þrefaldast hjá körlum og tvöfaldast hjá konum á síðustu fimmtíu árum. Ristilkrabbamein er önnur algengasta dánarorsökin af völdum krabbameina á Íslandi. Nú greinast að meðaltali ríflega 130 einstaklingar með meinið á hverju ári og að meðaltali deyr einn einstaklingur í hverri viku af völdum þess. Dauðsföll af völdum krabbameina í ristli er hægt að fyrirbyggja að stórum hluta með skimun. Árið 2002 gaf landlæknir út klínískar leiðbeiningar um skimun. Þar er ráðlögð skimun með leit að blóði í hægðum á hverju ári hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Þessar leiðbeiningar landlæknis eru enn í gildi þó vissulega sé kominn tími til að þær verði endurskoðaðar í ljósri nýrrar þekkingar. Alþingi hefur alloft fjallað um skimun fyrir krabbameinum í ristli og samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis árið 2002. Málið var tekið upp aftur árið 2005. Árið 2007 fól Alþingi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning að skimun fyrir sjúkdómnum þannig að skipuleg leit myndi hefjast á árinu 2008. Það síðasta sem við vitum til að Alþingi hafi fjallað um málið var í febrúar 2008 þegar málið var rætt á Alþingi í kjölfar fyrirspurnar Álfheiðar Ingadóttur til þáverandi ráðherra heilbrigðismála um hvað liði undirbúningi fyrir skimun. Þrátt fyrir þetta er kerfisbundin skimun fyrir krabbameini í ristli enn ekki hafin á Íslandi. Það væri skammsýni að segja að ekki sé unnt að koma á skimun vegna erfiðleika í efnahagslífinu. Bandaríska krabbameinsstofnunin hefur t.d. bent á tækifæri sem flýta megi baráttunni við krabbamein á krepputímum, og þá helst með því að efla tóbaksvarnir og auka þátttöku í skimun fyrir krabbameini í ristli. Kostnaður við skimun skilar sér nefnilega fljótt í sparnaði þar sem sjúkdómurinn getur greinst fyrr og þeim einstaklingum fækkar sem þurfa á dýrri meðferð við sjúkdómnum að halda, svo ekki sé talað um þær þjáningar og ótímabæru dauðsföll sem sjúkdómurinn veldur. Það gengur ekki lengur að embættismenn Guðbjarts láti eins og krabbamein í ristli sé ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Spornum við útbreiðslu krabbameina Alþjóðlegur dagur baráttu gegn krabbameinum er í dag, 4. febrúar, haldinn ár hvert samkvæmt ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Sú ákvörðun er ekki að ástæðulausu því krabbamein er eitt algengasta dánarmeinið í veröldinni og hefur verið áætlað að á árunum 2005-2015 felli það um 84 milljónir manna í valinn. 4. febrúar 2012 00:01 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ritar grein í Fréttablaðið þann 4. febrúar sl. Þar ræðir hann hvernig megi „sporna við útbreiðslu" hinna ýmsu krabbameina. Það skrítna er að ekki er minnst einu orði á krabbamein í ristli og endaþarmi. Það er þó eitt algengasta krabbameinið á Íslandi og hefur tíðni þess þrefaldast hjá körlum og tvöfaldast hjá konum á síðustu fimmtíu árum. Ristilkrabbamein er önnur algengasta dánarorsökin af völdum krabbameina á Íslandi. Nú greinast að meðaltali ríflega 130 einstaklingar með meinið á hverju ári og að meðaltali deyr einn einstaklingur í hverri viku af völdum þess. Dauðsföll af völdum krabbameina í ristli er hægt að fyrirbyggja að stórum hluta með skimun. Árið 2002 gaf landlæknir út klínískar leiðbeiningar um skimun. Þar er ráðlögð skimun með leit að blóði í hægðum á hverju ári hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Þessar leiðbeiningar landlæknis eru enn í gildi þó vissulega sé kominn tími til að þær verði endurskoðaðar í ljósri nýrrar þekkingar. Alþingi hefur alloft fjallað um skimun fyrir krabbameinum í ristli og samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis árið 2002. Málið var tekið upp aftur árið 2005. Árið 2007 fól Alþingi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning að skimun fyrir sjúkdómnum þannig að skipuleg leit myndi hefjast á árinu 2008. Það síðasta sem við vitum til að Alþingi hafi fjallað um málið var í febrúar 2008 þegar málið var rætt á Alþingi í kjölfar fyrirspurnar Álfheiðar Ingadóttur til þáverandi ráðherra heilbrigðismála um hvað liði undirbúningi fyrir skimun. Þrátt fyrir þetta er kerfisbundin skimun fyrir krabbameini í ristli enn ekki hafin á Íslandi. Það væri skammsýni að segja að ekki sé unnt að koma á skimun vegna erfiðleika í efnahagslífinu. Bandaríska krabbameinsstofnunin hefur t.d. bent á tækifæri sem flýta megi baráttunni við krabbamein á krepputímum, og þá helst með því að efla tóbaksvarnir og auka þátttöku í skimun fyrir krabbameini í ristli. Kostnaður við skimun skilar sér nefnilega fljótt í sparnaði þar sem sjúkdómurinn getur greinst fyrr og þeim einstaklingum fækkar sem þurfa á dýrri meðferð við sjúkdómnum að halda, svo ekki sé talað um þær þjáningar og ótímabæru dauðsföll sem sjúkdómurinn veldur. Það gengur ekki lengur að embættismenn Guðbjarts láti eins og krabbamein í ristli sé ekki til.
Spornum við útbreiðslu krabbameina Alþjóðlegur dagur baráttu gegn krabbameinum er í dag, 4. febrúar, haldinn ár hvert samkvæmt ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Sú ákvörðun er ekki að ástæðulausu því krabbamein er eitt algengasta dánarmeinið í veröldinni og hefur verið áætlað að á árunum 2005-2015 felli það um 84 milljónir manna í valinn. 4. febrúar 2012 00:01
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar