Hvað með ristilkrabbamein? Kristín Skúladóttir og Friðbjörn Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2012 14:30 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ritar grein í Fréttablaðið þann 4. febrúar sl. Þar ræðir hann hvernig megi „sporna við útbreiðslu" hinna ýmsu krabbameina. Það skrítna er að ekki er minnst einu orði á krabbamein í ristli og endaþarmi. Það er þó eitt algengasta krabbameinið á Íslandi og hefur tíðni þess þrefaldast hjá körlum og tvöfaldast hjá konum á síðustu fimmtíu árum. Ristilkrabbamein er önnur algengasta dánarorsökin af völdum krabbameina á Íslandi. Nú greinast að meðaltali ríflega 130 einstaklingar með meinið á hverju ári og að meðaltali deyr einn einstaklingur í hverri viku af völdum þess. Dauðsföll af völdum krabbameina í ristli er hægt að fyrirbyggja að stórum hluta með skimun. Árið 2002 gaf landlæknir út klínískar leiðbeiningar um skimun. Þar er ráðlögð skimun með leit að blóði í hægðum á hverju ári hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Þessar leiðbeiningar landlæknis eru enn í gildi þó vissulega sé kominn tími til að þær verði endurskoðaðar í ljósri nýrrar þekkingar. Alþingi hefur alloft fjallað um skimun fyrir krabbameinum í ristli og samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis árið 2002. Málið var tekið upp aftur árið 2005. Árið 2007 fól Alþingi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning að skimun fyrir sjúkdómnum þannig að skipuleg leit myndi hefjast á árinu 2008. Það síðasta sem við vitum til að Alþingi hafi fjallað um málið var í febrúar 2008 þegar málið var rætt á Alþingi í kjölfar fyrirspurnar Álfheiðar Ingadóttur til þáverandi ráðherra heilbrigðismála um hvað liði undirbúningi fyrir skimun. Þrátt fyrir þetta er kerfisbundin skimun fyrir krabbameini í ristli enn ekki hafin á Íslandi. Það væri skammsýni að segja að ekki sé unnt að koma á skimun vegna erfiðleika í efnahagslífinu. Bandaríska krabbameinsstofnunin hefur t.d. bent á tækifæri sem flýta megi baráttunni við krabbamein á krepputímum, og þá helst með því að efla tóbaksvarnir og auka þátttöku í skimun fyrir krabbameini í ristli. Kostnaður við skimun skilar sér nefnilega fljótt í sparnaði þar sem sjúkdómurinn getur greinst fyrr og þeim einstaklingum fækkar sem þurfa á dýrri meðferð við sjúkdómnum að halda, svo ekki sé talað um þær þjáningar og ótímabæru dauðsföll sem sjúkdómurinn veldur. Það gengur ekki lengur að embættismenn Guðbjarts láti eins og krabbamein í ristli sé ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Spornum við útbreiðslu krabbameina Alþjóðlegur dagur baráttu gegn krabbameinum er í dag, 4. febrúar, haldinn ár hvert samkvæmt ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Sú ákvörðun er ekki að ástæðulausu því krabbamein er eitt algengasta dánarmeinið í veröldinni og hefur verið áætlað að á árunum 2005-2015 felli það um 84 milljónir manna í valinn. 4. febrúar 2012 00:01 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ritar grein í Fréttablaðið þann 4. febrúar sl. Þar ræðir hann hvernig megi „sporna við útbreiðslu" hinna ýmsu krabbameina. Það skrítna er að ekki er minnst einu orði á krabbamein í ristli og endaþarmi. Það er þó eitt algengasta krabbameinið á Íslandi og hefur tíðni þess þrefaldast hjá körlum og tvöfaldast hjá konum á síðustu fimmtíu árum. Ristilkrabbamein er önnur algengasta dánarorsökin af völdum krabbameina á Íslandi. Nú greinast að meðaltali ríflega 130 einstaklingar með meinið á hverju ári og að meðaltali deyr einn einstaklingur í hverri viku af völdum þess. Dauðsföll af völdum krabbameina í ristli er hægt að fyrirbyggja að stórum hluta með skimun. Árið 2002 gaf landlæknir út klínískar leiðbeiningar um skimun. Þar er ráðlögð skimun með leit að blóði í hægðum á hverju ári hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Þessar leiðbeiningar landlæknis eru enn í gildi þó vissulega sé kominn tími til að þær verði endurskoðaðar í ljósri nýrrar þekkingar. Alþingi hefur alloft fjallað um skimun fyrir krabbameinum í ristli og samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis árið 2002. Málið var tekið upp aftur árið 2005. Árið 2007 fól Alþingi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning að skimun fyrir sjúkdómnum þannig að skipuleg leit myndi hefjast á árinu 2008. Það síðasta sem við vitum til að Alþingi hafi fjallað um málið var í febrúar 2008 þegar málið var rætt á Alþingi í kjölfar fyrirspurnar Álfheiðar Ingadóttur til þáverandi ráðherra heilbrigðismála um hvað liði undirbúningi fyrir skimun. Þrátt fyrir þetta er kerfisbundin skimun fyrir krabbameini í ristli enn ekki hafin á Íslandi. Það væri skammsýni að segja að ekki sé unnt að koma á skimun vegna erfiðleika í efnahagslífinu. Bandaríska krabbameinsstofnunin hefur t.d. bent á tækifæri sem flýta megi baráttunni við krabbamein á krepputímum, og þá helst með því að efla tóbaksvarnir og auka þátttöku í skimun fyrir krabbameini í ristli. Kostnaður við skimun skilar sér nefnilega fljótt í sparnaði þar sem sjúkdómurinn getur greinst fyrr og þeim einstaklingum fækkar sem þurfa á dýrri meðferð við sjúkdómnum að halda, svo ekki sé talað um þær þjáningar og ótímabæru dauðsföll sem sjúkdómurinn veldur. Það gengur ekki lengur að embættismenn Guðbjarts láti eins og krabbamein í ristli sé ekki til.
Spornum við útbreiðslu krabbameina Alþjóðlegur dagur baráttu gegn krabbameinum er í dag, 4. febrúar, haldinn ár hvert samkvæmt ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Sú ákvörðun er ekki að ástæðulausu því krabbamein er eitt algengasta dánarmeinið í veröldinni og hefur verið áætlað að á árunum 2005-2015 felli það um 84 milljónir manna í valinn. 4. febrúar 2012 00:01
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar