Slys aldarinnar við Hringbraut eða sóun í Fossvogi? Sigurður Oddsson skrifar 8. febrúar 2012 06:00 Guðjón Baldursson læknir skrifaði í Fbl. og rökstuddi að Háskólasjúkrahús (HSH) við Hringbraut yrði slys aldarinnar og þeir Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðilegur verkefnisstjóri nýs Landspítala, og Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, (JG/BZ) segja staðsetningu á öðrum stað en við Hringbraut sóun. Ráðherrum sem hafa lagt blessun sína yfir bygginguna yfirsést að HSH í Fossvogi er líka rekstur á einum stað. Hvernig væri að flytja læknadeild HÍ í Landspítalann og byggja HSH í Fossvogi? Læknadeildin myndi sóma sér vel í Landspítalanum. Hægt væri að byggja samfellt háskólaþorp yfir allt svæðið frá Landspítala að HÍ. Þeir JG/BZ rökstyðja byggingu við Hringbraut með því að ráðherraskipuð nefnd hafi 2002 í samráði við Reykjavíkurborg ákveðið staðsetninguna. Ég er ekki sammála því sem þeir segja vega þungt Hringbraut í hag, sbr. 1) - 10) hér að neðan. 1) 60.000 m² voru fyrir á lóðinni. => Miklu skiptir að hvað taki við af öðru í ferlinu og flutningaleiðir séu stuttar og fljótfarnar. Landspítalinn er dæmi um hvernig þetta á ekki að vera. Í áranna rás hefur verið klastrað við hann og ekki batnar það með nýbyggingunum. Þó allir þessir 60.000 m² væru nýttir undir starfsemi HSH er ekki þar með sagt að það kæmi betur út í kostnaði og rekstri miðað við stækkun í Fossvogi. 2) Reykjavíkurborg útilokaði að hægt væri að tengja Borgarspítalann við stofnbrautir borgarinnar. => Borgarspítalinn er betur tengdur við helstu stofnæðar, en HSH við Hringbraut getur nokkurn tímann orðið. Þeir sem koma úr vesturbænum eru innan við 5 mínútum lengur inn á lóðina og vinna það upp með betra aðgengi að nógu mörgum bílastæðum. Með vegstubb neðst í Fossvogi er einfalt að tengja Kringlumýrarbraut beint við Borgarspítalann og stytta leið úr Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og af Suðurnesjum, sem þó var styttri fyrir. 3) Möguleikar væru á 22 hektara lóð til frekari þróunar. => Í Fossvogi er hægt að byggja stærra og hagstæðara hús á minni grunnfleti. 4) Nálægð við HÍ. => Keyrsla frá HÍ inn á lóð Borgarspítalans er innan við 5 mínútum lengri en inn á lóð Landspítalans.* 5) Umferðaraukning eftir 1. áfanga HSH sé ekki af þeirri stærðargráðu að gera þurfi víðtækar ráðstafanir í gatnakerfinu. => Hvernig verður það eftir 2. áfanga? 6) Uppbygging á alveg nýjum stað frá grunni sé margfalt dýrari. => HSH í Fossvogi er ekki uppbygging frá grunni á alveg nýjum stað.* 7) Mikilvægt sé að bera saman raunverulega valkosti til að geta metið kosti og galla. => Þannig samanburð þarf að gera á Hringbraut og Fossvogi. 8) Fari HSH austarlega í borgina þá þyrftu svo til allir starfsmenn að koma á einkabílum í vinnu í stað 70% nú.* => Margfalt fleiri eru í göngufæri við HSH Fossvogi. 9) 4.500 starfsmenn HSH muni auka fjölbreytileika mannlífs í miðborginni. => Hvar hefur það þótt kostur að hafa spítala í miðborg? 10) Vinna nefndar um staðsetningu hafi verið vönduð og staðist tímans tönn! => Er það? sbr. umræða í mörg ár. *(Í rökstuðningi fyrir Hringbraut hefur undanfarið verið tilhneiging að gera samanburð við einhvern stað austan Elliðaáa). Í næstu grein JG/BZ eru taldir upp kostir við Hringbraut. Óneitanlega er skondið þar sem segir „Núverandi húsnæði vart boðlegt sjúklingum. Allir sem til þekkja viðurkenna þörf á stórfelldum úrbótum í húsnæðismálum Landspítala… Endurbygging eldra húsnæðis kostar a.m.k. 50% af nýbyggingu og verður eigi að síður ófullnægjandi…“ Þar með fóru 60.000m², sem vógu svo þungt í áliti ráðherraskipaðrar nefndar um staðarval. sbr. 1) og svo 10). Annað í greininni og seinni greinum mælir með að staðsetning HSH í Fossvogi sé betri en við Hringbraut. Hjálmar Sveinsson fulltrúi í skipulags-, umhverfis- og samgönguráði leggur áherslu á að borgaryfirvöld nýti sér tækifæri við byggingu HSH til að setja fram kröfur um vistvæna samgöngustefnu ætli þau að standa við vistvænt skipulag í Reykjavík. Hjálmar bendir á „að æ fleiri sérfræðingar á sviði lýðheilsu vekja athygli á því að vel skipulagt borgarumhverfi, aukin hreyfing og vistvænn ferðamáti bæti lýðheilsu“. Þetta er allt saman rétt hjá Hjálmari. Hins vegar er ekki rétt að bera Hringbrautina saman við staðsetningu á Keldnaholti í staðinn fyrir í Fossvogi. Í fyrstu grein JG/BZ 07/01/12 segir að „miðja íbúðabyggðar muni nú vera nálægt miðju Fossvogshverfinu“. Á korti sést líka að mikið fleiri eru í hjóla- og göngufæri við Fossvoginn. HSH í Fossvogi nær til þeirra sem búa vestast í vesturbænum með góðri hjólabraut meðfram Fossvogi um Skerjafjörð og Ægisíðu út á Seltjarnanes og Örfirisey. Þessi braut hefur þann kost að hún er lárétt og því fær flestum, hvort sem er til vinnu eða skemmtunar. Brautina mætti hita á vetrum með affallsvatni úr Öskjuhlíð, sem á sumrin vermir ylströndina í Nauthólsvík. JG/BZ segja 7,1 milljón króna sparast, hvern dag ársins með nýjum spítala við Hringbraut. Hvort sem þetta er rétt reiknað eða ekki þá er víst að sparnaður yrði meiri í Fossvogi. JG/BZ skrifa líka, „að á hefðbundnum legudeildum verja starfsmenn í umönnun tæplega 30% af vinnutíma sínum til gangs til eða frá sjúklingi. Með bestu hönnun má minnka þennan tíma um nær því helming.“ Í Fossvogi er auðvelt að hanna og byggja hús, sem miðað við Hringbrautina sparar mannafla, flýtir verkum og eykur öryggi. Það yrði dýrt að endasenda liðið fram og til baka á pönnukökunni við Hringbraut. Upphaflega skyldi hátæknisjúkrahúsið fjármagnað með símapeningunum, sem týndust. Nú er horft til lífeyrissjóðanna, sem hafa tapað þúsundum milljóna með glannalegum fjárfestingum og skert greiðslur til allra nema opinberra starfsmanna og þingmanna. Hafa þessir sjóðir leyfi til að gambla með lífeyrinn án þess að bera saman raunverulega valkosti til að geta metið kosti og galla? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Guðjón Baldursson læknir skrifaði í Fbl. og rökstuddi að Háskólasjúkrahús (HSH) við Hringbraut yrði slys aldarinnar og þeir Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðilegur verkefnisstjóri nýs Landspítala, og Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, (JG/BZ) segja staðsetningu á öðrum stað en við Hringbraut sóun. Ráðherrum sem hafa lagt blessun sína yfir bygginguna yfirsést að HSH í Fossvogi er líka rekstur á einum stað. Hvernig væri að flytja læknadeild HÍ í Landspítalann og byggja HSH í Fossvogi? Læknadeildin myndi sóma sér vel í Landspítalanum. Hægt væri að byggja samfellt háskólaþorp yfir allt svæðið frá Landspítala að HÍ. Þeir JG/BZ rökstyðja byggingu við Hringbraut með því að ráðherraskipuð nefnd hafi 2002 í samráði við Reykjavíkurborg ákveðið staðsetninguna. Ég er ekki sammála því sem þeir segja vega þungt Hringbraut í hag, sbr. 1) - 10) hér að neðan. 1) 60.000 m² voru fyrir á lóðinni. => Miklu skiptir að hvað taki við af öðru í ferlinu og flutningaleiðir séu stuttar og fljótfarnar. Landspítalinn er dæmi um hvernig þetta á ekki að vera. Í áranna rás hefur verið klastrað við hann og ekki batnar það með nýbyggingunum. Þó allir þessir 60.000 m² væru nýttir undir starfsemi HSH er ekki þar með sagt að það kæmi betur út í kostnaði og rekstri miðað við stækkun í Fossvogi. 2) Reykjavíkurborg útilokaði að hægt væri að tengja Borgarspítalann við stofnbrautir borgarinnar. => Borgarspítalinn er betur tengdur við helstu stofnæðar, en HSH við Hringbraut getur nokkurn tímann orðið. Þeir sem koma úr vesturbænum eru innan við 5 mínútum lengur inn á lóðina og vinna það upp með betra aðgengi að nógu mörgum bílastæðum. Með vegstubb neðst í Fossvogi er einfalt að tengja Kringlumýrarbraut beint við Borgarspítalann og stytta leið úr Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og af Suðurnesjum, sem þó var styttri fyrir. 3) Möguleikar væru á 22 hektara lóð til frekari þróunar. => Í Fossvogi er hægt að byggja stærra og hagstæðara hús á minni grunnfleti. 4) Nálægð við HÍ. => Keyrsla frá HÍ inn á lóð Borgarspítalans er innan við 5 mínútum lengri en inn á lóð Landspítalans.* 5) Umferðaraukning eftir 1. áfanga HSH sé ekki af þeirri stærðargráðu að gera þurfi víðtækar ráðstafanir í gatnakerfinu. => Hvernig verður það eftir 2. áfanga? 6) Uppbygging á alveg nýjum stað frá grunni sé margfalt dýrari. => HSH í Fossvogi er ekki uppbygging frá grunni á alveg nýjum stað.* 7) Mikilvægt sé að bera saman raunverulega valkosti til að geta metið kosti og galla. => Þannig samanburð þarf að gera á Hringbraut og Fossvogi. 8) Fari HSH austarlega í borgina þá þyrftu svo til allir starfsmenn að koma á einkabílum í vinnu í stað 70% nú.* => Margfalt fleiri eru í göngufæri við HSH Fossvogi. 9) 4.500 starfsmenn HSH muni auka fjölbreytileika mannlífs í miðborginni. => Hvar hefur það þótt kostur að hafa spítala í miðborg? 10) Vinna nefndar um staðsetningu hafi verið vönduð og staðist tímans tönn! => Er það? sbr. umræða í mörg ár. *(Í rökstuðningi fyrir Hringbraut hefur undanfarið verið tilhneiging að gera samanburð við einhvern stað austan Elliðaáa). Í næstu grein JG/BZ eru taldir upp kostir við Hringbraut. Óneitanlega er skondið þar sem segir „Núverandi húsnæði vart boðlegt sjúklingum. Allir sem til þekkja viðurkenna þörf á stórfelldum úrbótum í húsnæðismálum Landspítala… Endurbygging eldra húsnæðis kostar a.m.k. 50% af nýbyggingu og verður eigi að síður ófullnægjandi…“ Þar með fóru 60.000m², sem vógu svo þungt í áliti ráðherraskipaðrar nefndar um staðarval. sbr. 1) og svo 10). Annað í greininni og seinni greinum mælir með að staðsetning HSH í Fossvogi sé betri en við Hringbraut. Hjálmar Sveinsson fulltrúi í skipulags-, umhverfis- og samgönguráði leggur áherslu á að borgaryfirvöld nýti sér tækifæri við byggingu HSH til að setja fram kröfur um vistvæna samgöngustefnu ætli þau að standa við vistvænt skipulag í Reykjavík. Hjálmar bendir á „að æ fleiri sérfræðingar á sviði lýðheilsu vekja athygli á því að vel skipulagt borgarumhverfi, aukin hreyfing og vistvænn ferðamáti bæti lýðheilsu“. Þetta er allt saman rétt hjá Hjálmari. Hins vegar er ekki rétt að bera Hringbrautina saman við staðsetningu á Keldnaholti í staðinn fyrir í Fossvogi. Í fyrstu grein JG/BZ 07/01/12 segir að „miðja íbúðabyggðar muni nú vera nálægt miðju Fossvogshverfinu“. Á korti sést líka að mikið fleiri eru í hjóla- og göngufæri við Fossvoginn. HSH í Fossvogi nær til þeirra sem búa vestast í vesturbænum með góðri hjólabraut meðfram Fossvogi um Skerjafjörð og Ægisíðu út á Seltjarnanes og Örfirisey. Þessi braut hefur þann kost að hún er lárétt og því fær flestum, hvort sem er til vinnu eða skemmtunar. Brautina mætti hita á vetrum með affallsvatni úr Öskjuhlíð, sem á sumrin vermir ylströndina í Nauthólsvík. JG/BZ segja 7,1 milljón króna sparast, hvern dag ársins með nýjum spítala við Hringbraut. Hvort sem þetta er rétt reiknað eða ekki þá er víst að sparnaður yrði meiri í Fossvogi. JG/BZ skrifa líka, „að á hefðbundnum legudeildum verja starfsmenn í umönnun tæplega 30% af vinnutíma sínum til gangs til eða frá sjúklingi. Með bestu hönnun má minnka þennan tíma um nær því helming.“ Í Fossvogi er auðvelt að hanna og byggja hús, sem miðað við Hringbrautina sparar mannafla, flýtir verkum og eykur öryggi. Það yrði dýrt að endasenda liðið fram og til baka á pönnukökunni við Hringbraut. Upphaflega skyldi hátæknisjúkrahúsið fjármagnað með símapeningunum, sem týndust. Nú er horft til lífeyrissjóðanna, sem hafa tapað þúsundum milljóna með glannalegum fjárfestingum og skert greiðslur til allra nema opinberra starfsmanna og þingmanna. Hafa þessir sjóðir leyfi til að gambla með lífeyrinn án þess að bera saman raunverulega valkosti til að geta metið kosti og galla?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar