Sagan um neysluhléið Lilja Eyþórsson skrifar 7. febrúar 2012 06:00 Á góðæristímum Íslands voru miklir erfiðleikar við að manna leikskólana. Það var næga vinnu að fá hér á höfuðborgarsvæðinu og leikskólastarf var ekki samkeppnishæft í launum og hefur það lítið breyst. Leikskólaþjónusta var skert, börn voru ekki tekin inn og stundum voru þau send heim vegna manneklu. Leikskólastjórar létu margoft í sér heyra um að það þyrfti að gera eitthvað í launamálum starfsmanna. Foreldrar kölluðu eftir öryggi með leikskólaþjónustu. Síðla árs 2007 stigu hugrakkir stjórnmálamenn hjá Reykjavíkurborg fram og sýndu í verki að þeir vildu virkilega leita leiða til þess að gera starfsumhverfi leikskólanna samkeppnishæfara. Ákveðið var að greiða öllum starfsmönnum sem vinna á leikskólum og borða með börnunum í hádeginu að hámarki 10 tíma umfram kjarasamninga undir heitinu neysluhlés-greiðslur. Starfsmenn fengu þessar greiðslur óháð því hvaða stéttarfélagi þeir tilheyrðu, en í leikskólum starfar fólk sem er í allt að 6 stéttarfélögum. Allir starfsmenn fengu þessar greiðslur nema starfsfólk í eldhúsi og leikskólastjórar. HruniðHrunið kom haustið 2008. Þá sögu þekkja flestir, enda hefur niðurskurður og hagræðing ekki farið framhjá borgurum þessa lands. Hjá Leikskólasviði Reykjavíkurborgar var víðtæk samstaða um mikilvægi þess að vernda þessar greiðslur og finna aðrar leiðir til að hagræða í rekstrinum. Við gerð fjárhagsáætlana var margoft farið yfir kostnaðinn og leitað leiða til að halda greiðslunum inni. Leikskólastjórar telja að það hafi verið færðar „fórnir“ til þess að vernda þetta neysluhlé fyrir ALLA starfsmenn t.d. með því að minnka afleysingu í leikskólum og sameina leikskóla og draga þannig úr kostnaði í stjórnun. Staðan í dagÞað kom eins og þruma úr heiðskíru lofti að það var vegið að leikskólakennurum en ekki öðrum starfsmannahópum þegar borgarstjórn samþykkti að segja leikskólakennurum upp neysluhléinu en eins og áður segir – ekki öðrum starfsmönnum. Leikskólastjórnendur mótmæltu þessu kröftuglega m.a. með því að afhenda borgarstjóra undirskriftalista þar sem skorað er á borgaryfirvöld að hætta við þessa gjörð og sýna í verki að störf leikskólakennara séu metin að verðleikum. Yfir 90% stjórnenda í leikskólum skrifuðu undir þessa áskorun. Rétt fyrir jól voru leikskólastjórar boðaðir á fund með yfirmanni skólamála og þeim tilkynnt að þeir ættu að fylgja eftir ákvörðun borgarráðs og segja upp hluta af þessum yfirvinnutímum eingöngu hjá félagsmönnum í Félagi leikskólakennara. Leikskólastjórar fengu skýrar leiðbeiningar um hvernig skyldi staðið að þessu, m.a. staðlað uppsagnarbréf sem leikskólakennarar áttu að kvitta fyrir móttöku á eða senda það í ábyrgðarpósti til þeirra. Borgaryfirvöld hafa borið því við að leikskólakennarar hafi fengið svo „góðan“ kjarasamning núna síðast og í samningaferlinu hafi verið rætt um að þegar ákveðnar launahækkanir kæmu, þá færu út neysluhléstímarnir hjá leikskólakennurum í Reykjavík. Formaður Félags leikskólakennara hefur mótmælt þessu og segir að ekkert slíkt samkomulag hafi verið gert. Í kjarasamningi leikskólakennara er engin bókun eða athugasemd um þetta neysluhlé, enda er það ekki hluti af kjarasamningi, heldur ákvörðun borgarstjórnar á sínum tíma (2007) til þess að sýna í verki að þeir meti störfin í leikskólum. Þetta verkefni, þ.e. að afhenda félagsmönnum í einu félagi af mörgum uppsögn á kjörum, stríðir gegn sannfæringu og gildum mínum um að jafnræði sé haft að leiðarljósi í kjörum starfsmanna. Leikskólakennarar eru eina fagmenntaða starfsstéttin sem hefur löggildingu í að vinna að uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri og því ætti að hlúa að þeim frekar en að skerða kjör þeirra. Hlutfall þeirra er aðeins um 32% hjá Reykjavíkurborg, eitt það lægsta á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Leikskólinn er náinn vinnustaður þar sem unnið er að uppeldi og menntun barna undir handleiðslu leikskólakennara. Því skýtur skökku við að einn hópur umfram aðra er að fá uppsögn á sínum kjörum. Að öllum líkindum mun það hafa mikil áhrif á starfsanda vinnustaðarins og skapa ójafnvægi milli þeirra hópa sem hafa verið með sömu kjör þ.e. neysluhléið. Það er mikil hætta á að það muni hafa áhrif til hins verra í gæðum á leikskólastarfinu. Í rúmlega 17 ár hef ég gegnt starfi leikskólastjóra í Klettaborg og sinnt því alla tíð af alúð og kostgæfni og borið virðingu fyrir starfsmönnum mínum óháð aðild þeirra að stéttarfélagi. Þá hef ég alla tíð lagt mig fram við að framfylgja stefnu Reykjavíkurborgar. Ég sem leikskólastjóri tel mér skylt að standa vörð um hagsmuni barna og allra starfsmanna leikskólans. Með því að undirrita, afhenda uppsagnarbréfið og fá staðfestingu á móttöku þess hjá félagsmönnum F.L. myndi ég vera að samþykkja þessa aðgerð, það stríðir gegn sýn minni á jafnræði. Ég efast um lögmæti þessa gjörnings og gat þar af leiðandi ekki framkvæmt hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á góðæristímum Íslands voru miklir erfiðleikar við að manna leikskólana. Það var næga vinnu að fá hér á höfuðborgarsvæðinu og leikskólastarf var ekki samkeppnishæft í launum og hefur það lítið breyst. Leikskólaþjónusta var skert, börn voru ekki tekin inn og stundum voru þau send heim vegna manneklu. Leikskólastjórar létu margoft í sér heyra um að það þyrfti að gera eitthvað í launamálum starfsmanna. Foreldrar kölluðu eftir öryggi með leikskólaþjónustu. Síðla árs 2007 stigu hugrakkir stjórnmálamenn hjá Reykjavíkurborg fram og sýndu í verki að þeir vildu virkilega leita leiða til þess að gera starfsumhverfi leikskólanna samkeppnishæfara. Ákveðið var að greiða öllum starfsmönnum sem vinna á leikskólum og borða með börnunum í hádeginu að hámarki 10 tíma umfram kjarasamninga undir heitinu neysluhlés-greiðslur. Starfsmenn fengu þessar greiðslur óháð því hvaða stéttarfélagi þeir tilheyrðu, en í leikskólum starfar fólk sem er í allt að 6 stéttarfélögum. Allir starfsmenn fengu þessar greiðslur nema starfsfólk í eldhúsi og leikskólastjórar. HruniðHrunið kom haustið 2008. Þá sögu þekkja flestir, enda hefur niðurskurður og hagræðing ekki farið framhjá borgurum þessa lands. Hjá Leikskólasviði Reykjavíkurborgar var víðtæk samstaða um mikilvægi þess að vernda þessar greiðslur og finna aðrar leiðir til að hagræða í rekstrinum. Við gerð fjárhagsáætlana var margoft farið yfir kostnaðinn og leitað leiða til að halda greiðslunum inni. Leikskólastjórar telja að það hafi verið færðar „fórnir“ til þess að vernda þetta neysluhlé fyrir ALLA starfsmenn t.d. með því að minnka afleysingu í leikskólum og sameina leikskóla og draga þannig úr kostnaði í stjórnun. Staðan í dagÞað kom eins og þruma úr heiðskíru lofti að það var vegið að leikskólakennurum en ekki öðrum starfsmannahópum þegar borgarstjórn samþykkti að segja leikskólakennurum upp neysluhléinu en eins og áður segir – ekki öðrum starfsmönnum. Leikskólastjórnendur mótmæltu þessu kröftuglega m.a. með því að afhenda borgarstjóra undirskriftalista þar sem skorað er á borgaryfirvöld að hætta við þessa gjörð og sýna í verki að störf leikskólakennara séu metin að verðleikum. Yfir 90% stjórnenda í leikskólum skrifuðu undir þessa áskorun. Rétt fyrir jól voru leikskólastjórar boðaðir á fund með yfirmanni skólamála og þeim tilkynnt að þeir ættu að fylgja eftir ákvörðun borgarráðs og segja upp hluta af þessum yfirvinnutímum eingöngu hjá félagsmönnum í Félagi leikskólakennara. Leikskólastjórar fengu skýrar leiðbeiningar um hvernig skyldi staðið að þessu, m.a. staðlað uppsagnarbréf sem leikskólakennarar áttu að kvitta fyrir móttöku á eða senda það í ábyrgðarpósti til þeirra. Borgaryfirvöld hafa borið því við að leikskólakennarar hafi fengið svo „góðan“ kjarasamning núna síðast og í samningaferlinu hafi verið rætt um að þegar ákveðnar launahækkanir kæmu, þá færu út neysluhléstímarnir hjá leikskólakennurum í Reykjavík. Formaður Félags leikskólakennara hefur mótmælt þessu og segir að ekkert slíkt samkomulag hafi verið gert. Í kjarasamningi leikskólakennara er engin bókun eða athugasemd um þetta neysluhlé, enda er það ekki hluti af kjarasamningi, heldur ákvörðun borgarstjórnar á sínum tíma (2007) til þess að sýna í verki að þeir meti störfin í leikskólum. Þetta verkefni, þ.e. að afhenda félagsmönnum í einu félagi af mörgum uppsögn á kjörum, stríðir gegn sannfæringu og gildum mínum um að jafnræði sé haft að leiðarljósi í kjörum starfsmanna. Leikskólakennarar eru eina fagmenntaða starfsstéttin sem hefur löggildingu í að vinna að uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri og því ætti að hlúa að þeim frekar en að skerða kjör þeirra. Hlutfall þeirra er aðeins um 32% hjá Reykjavíkurborg, eitt það lægsta á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Leikskólinn er náinn vinnustaður þar sem unnið er að uppeldi og menntun barna undir handleiðslu leikskólakennara. Því skýtur skökku við að einn hópur umfram aðra er að fá uppsögn á sínum kjörum. Að öllum líkindum mun það hafa mikil áhrif á starfsanda vinnustaðarins og skapa ójafnvægi milli þeirra hópa sem hafa verið með sömu kjör þ.e. neysluhléið. Það er mikil hætta á að það muni hafa áhrif til hins verra í gæðum á leikskólastarfinu. Í rúmlega 17 ár hef ég gegnt starfi leikskólastjóra í Klettaborg og sinnt því alla tíð af alúð og kostgæfni og borið virðingu fyrir starfsmönnum mínum óháð aðild þeirra að stéttarfélagi. Þá hef ég alla tíð lagt mig fram við að framfylgja stefnu Reykjavíkurborgar. Ég sem leikskólastjóri tel mér skylt að standa vörð um hagsmuni barna og allra starfsmanna leikskólans. Með því að undirrita, afhenda uppsagnarbréfið og fá staðfestingu á móttöku þess hjá félagsmönnum F.L. myndi ég vera að samþykkja þessa aðgerð, það stríðir gegn sýn minni á jafnræði. Ég efast um lögmæti þessa gjörnings og gat þar af leiðandi ekki framkvæmt hann.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar