Sagan um neysluhléið Lilja Eyþórsson skrifar 7. febrúar 2012 06:00 Á góðæristímum Íslands voru miklir erfiðleikar við að manna leikskólana. Það var næga vinnu að fá hér á höfuðborgarsvæðinu og leikskólastarf var ekki samkeppnishæft í launum og hefur það lítið breyst. Leikskólaþjónusta var skert, börn voru ekki tekin inn og stundum voru þau send heim vegna manneklu. Leikskólastjórar létu margoft í sér heyra um að það þyrfti að gera eitthvað í launamálum starfsmanna. Foreldrar kölluðu eftir öryggi með leikskólaþjónustu. Síðla árs 2007 stigu hugrakkir stjórnmálamenn hjá Reykjavíkurborg fram og sýndu í verki að þeir vildu virkilega leita leiða til þess að gera starfsumhverfi leikskólanna samkeppnishæfara. Ákveðið var að greiða öllum starfsmönnum sem vinna á leikskólum og borða með börnunum í hádeginu að hámarki 10 tíma umfram kjarasamninga undir heitinu neysluhlés-greiðslur. Starfsmenn fengu þessar greiðslur óháð því hvaða stéttarfélagi þeir tilheyrðu, en í leikskólum starfar fólk sem er í allt að 6 stéttarfélögum. Allir starfsmenn fengu þessar greiðslur nema starfsfólk í eldhúsi og leikskólastjórar. HruniðHrunið kom haustið 2008. Þá sögu þekkja flestir, enda hefur niðurskurður og hagræðing ekki farið framhjá borgurum þessa lands. Hjá Leikskólasviði Reykjavíkurborgar var víðtæk samstaða um mikilvægi þess að vernda þessar greiðslur og finna aðrar leiðir til að hagræða í rekstrinum. Við gerð fjárhagsáætlana var margoft farið yfir kostnaðinn og leitað leiða til að halda greiðslunum inni. Leikskólastjórar telja að það hafi verið færðar „fórnir“ til þess að vernda þetta neysluhlé fyrir ALLA starfsmenn t.d. með því að minnka afleysingu í leikskólum og sameina leikskóla og draga þannig úr kostnaði í stjórnun. Staðan í dagÞað kom eins og þruma úr heiðskíru lofti að það var vegið að leikskólakennurum en ekki öðrum starfsmannahópum þegar borgarstjórn samþykkti að segja leikskólakennurum upp neysluhléinu en eins og áður segir – ekki öðrum starfsmönnum. Leikskólastjórnendur mótmæltu þessu kröftuglega m.a. með því að afhenda borgarstjóra undirskriftalista þar sem skorað er á borgaryfirvöld að hætta við þessa gjörð og sýna í verki að störf leikskólakennara séu metin að verðleikum. Yfir 90% stjórnenda í leikskólum skrifuðu undir þessa áskorun. Rétt fyrir jól voru leikskólastjórar boðaðir á fund með yfirmanni skólamála og þeim tilkynnt að þeir ættu að fylgja eftir ákvörðun borgarráðs og segja upp hluta af þessum yfirvinnutímum eingöngu hjá félagsmönnum í Félagi leikskólakennara. Leikskólastjórar fengu skýrar leiðbeiningar um hvernig skyldi staðið að þessu, m.a. staðlað uppsagnarbréf sem leikskólakennarar áttu að kvitta fyrir móttöku á eða senda það í ábyrgðarpósti til þeirra. Borgaryfirvöld hafa borið því við að leikskólakennarar hafi fengið svo „góðan“ kjarasamning núna síðast og í samningaferlinu hafi verið rætt um að þegar ákveðnar launahækkanir kæmu, þá færu út neysluhléstímarnir hjá leikskólakennurum í Reykjavík. Formaður Félags leikskólakennara hefur mótmælt þessu og segir að ekkert slíkt samkomulag hafi verið gert. Í kjarasamningi leikskólakennara er engin bókun eða athugasemd um þetta neysluhlé, enda er það ekki hluti af kjarasamningi, heldur ákvörðun borgarstjórnar á sínum tíma (2007) til þess að sýna í verki að þeir meti störfin í leikskólum. Þetta verkefni, þ.e. að afhenda félagsmönnum í einu félagi af mörgum uppsögn á kjörum, stríðir gegn sannfæringu og gildum mínum um að jafnræði sé haft að leiðarljósi í kjörum starfsmanna. Leikskólakennarar eru eina fagmenntaða starfsstéttin sem hefur löggildingu í að vinna að uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri og því ætti að hlúa að þeim frekar en að skerða kjör þeirra. Hlutfall þeirra er aðeins um 32% hjá Reykjavíkurborg, eitt það lægsta á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Leikskólinn er náinn vinnustaður þar sem unnið er að uppeldi og menntun barna undir handleiðslu leikskólakennara. Því skýtur skökku við að einn hópur umfram aðra er að fá uppsögn á sínum kjörum. Að öllum líkindum mun það hafa mikil áhrif á starfsanda vinnustaðarins og skapa ójafnvægi milli þeirra hópa sem hafa verið með sömu kjör þ.e. neysluhléið. Það er mikil hætta á að það muni hafa áhrif til hins verra í gæðum á leikskólastarfinu. Í rúmlega 17 ár hef ég gegnt starfi leikskólastjóra í Klettaborg og sinnt því alla tíð af alúð og kostgæfni og borið virðingu fyrir starfsmönnum mínum óháð aðild þeirra að stéttarfélagi. Þá hef ég alla tíð lagt mig fram við að framfylgja stefnu Reykjavíkurborgar. Ég sem leikskólastjóri tel mér skylt að standa vörð um hagsmuni barna og allra starfsmanna leikskólans. Með því að undirrita, afhenda uppsagnarbréfið og fá staðfestingu á móttöku þess hjá félagsmönnum F.L. myndi ég vera að samþykkja þessa aðgerð, það stríðir gegn sýn minni á jafnræði. Ég efast um lögmæti þessa gjörnings og gat þar af leiðandi ekki framkvæmt hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á góðæristímum Íslands voru miklir erfiðleikar við að manna leikskólana. Það var næga vinnu að fá hér á höfuðborgarsvæðinu og leikskólastarf var ekki samkeppnishæft í launum og hefur það lítið breyst. Leikskólaþjónusta var skert, börn voru ekki tekin inn og stundum voru þau send heim vegna manneklu. Leikskólastjórar létu margoft í sér heyra um að það þyrfti að gera eitthvað í launamálum starfsmanna. Foreldrar kölluðu eftir öryggi með leikskólaþjónustu. Síðla árs 2007 stigu hugrakkir stjórnmálamenn hjá Reykjavíkurborg fram og sýndu í verki að þeir vildu virkilega leita leiða til þess að gera starfsumhverfi leikskólanna samkeppnishæfara. Ákveðið var að greiða öllum starfsmönnum sem vinna á leikskólum og borða með börnunum í hádeginu að hámarki 10 tíma umfram kjarasamninga undir heitinu neysluhlés-greiðslur. Starfsmenn fengu þessar greiðslur óháð því hvaða stéttarfélagi þeir tilheyrðu, en í leikskólum starfar fólk sem er í allt að 6 stéttarfélögum. Allir starfsmenn fengu þessar greiðslur nema starfsfólk í eldhúsi og leikskólastjórar. HruniðHrunið kom haustið 2008. Þá sögu þekkja flestir, enda hefur niðurskurður og hagræðing ekki farið framhjá borgurum þessa lands. Hjá Leikskólasviði Reykjavíkurborgar var víðtæk samstaða um mikilvægi þess að vernda þessar greiðslur og finna aðrar leiðir til að hagræða í rekstrinum. Við gerð fjárhagsáætlana var margoft farið yfir kostnaðinn og leitað leiða til að halda greiðslunum inni. Leikskólastjórar telja að það hafi verið færðar „fórnir“ til þess að vernda þetta neysluhlé fyrir ALLA starfsmenn t.d. með því að minnka afleysingu í leikskólum og sameina leikskóla og draga þannig úr kostnaði í stjórnun. Staðan í dagÞað kom eins og þruma úr heiðskíru lofti að það var vegið að leikskólakennurum en ekki öðrum starfsmannahópum þegar borgarstjórn samþykkti að segja leikskólakennurum upp neysluhléinu en eins og áður segir – ekki öðrum starfsmönnum. Leikskólastjórnendur mótmæltu þessu kröftuglega m.a. með því að afhenda borgarstjóra undirskriftalista þar sem skorað er á borgaryfirvöld að hætta við þessa gjörð og sýna í verki að störf leikskólakennara séu metin að verðleikum. Yfir 90% stjórnenda í leikskólum skrifuðu undir þessa áskorun. Rétt fyrir jól voru leikskólastjórar boðaðir á fund með yfirmanni skólamála og þeim tilkynnt að þeir ættu að fylgja eftir ákvörðun borgarráðs og segja upp hluta af þessum yfirvinnutímum eingöngu hjá félagsmönnum í Félagi leikskólakennara. Leikskólastjórar fengu skýrar leiðbeiningar um hvernig skyldi staðið að þessu, m.a. staðlað uppsagnarbréf sem leikskólakennarar áttu að kvitta fyrir móttöku á eða senda það í ábyrgðarpósti til þeirra. Borgaryfirvöld hafa borið því við að leikskólakennarar hafi fengið svo „góðan“ kjarasamning núna síðast og í samningaferlinu hafi verið rætt um að þegar ákveðnar launahækkanir kæmu, þá færu út neysluhléstímarnir hjá leikskólakennurum í Reykjavík. Formaður Félags leikskólakennara hefur mótmælt þessu og segir að ekkert slíkt samkomulag hafi verið gert. Í kjarasamningi leikskólakennara er engin bókun eða athugasemd um þetta neysluhlé, enda er það ekki hluti af kjarasamningi, heldur ákvörðun borgarstjórnar á sínum tíma (2007) til þess að sýna í verki að þeir meti störfin í leikskólum. Þetta verkefni, þ.e. að afhenda félagsmönnum í einu félagi af mörgum uppsögn á kjörum, stríðir gegn sannfæringu og gildum mínum um að jafnræði sé haft að leiðarljósi í kjörum starfsmanna. Leikskólakennarar eru eina fagmenntaða starfsstéttin sem hefur löggildingu í að vinna að uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri og því ætti að hlúa að þeim frekar en að skerða kjör þeirra. Hlutfall þeirra er aðeins um 32% hjá Reykjavíkurborg, eitt það lægsta á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Leikskólinn er náinn vinnustaður þar sem unnið er að uppeldi og menntun barna undir handleiðslu leikskólakennara. Því skýtur skökku við að einn hópur umfram aðra er að fá uppsögn á sínum kjörum. Að öllum líkindum mun það hafa mikil áhrif á starfsanda vinnustaðarins og skapa ójafnvægi milli þeirra hópa sem hafa verið með sömu kjör þ.e. neysluhléið. Það er mikil hætta á að það muni hafa áhrif til hins verra í gæðum á leikskólastarfinu. Í rúmlega 17 ár hef ég gegnt starfi leikskólastjóra í Klettaborg og sinnt því alla tíð af alúð og kostgæfni og borið virðingu fyrir starfsmönnum mínum óháð aðild þeirra að stéttarfélagi. Þá hef ég alla tíð lagt mig fram við að framfylgja stefnu Reykjavíkurborgar. Ég sem leikskólastjóri tel mér skylt að standa vörð um hagsmuni barna og allra starfsmanna leikskólans. Með því að undirrita, afhenda uppsagnarbréfið og fá staðfestingu á móttöku þess hjá félagsmönnum F.L. myndi ég vera að samþykkja þessa aðgerð, það stríðir gegn sýn minni á jafnræði. Ég efast um lögmæti þessa gjörnings og gat þar af leiðandi ekki framkvæmt hann.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun