Borgin mismunar í framlögum til félagsstarfs Guðmundur G. Kristinsson skrifar 7. febrúar 2012 06:00 Borgaryfirvöld styðja að mörgu leyti vel við bakið á frjálsri félagastarfsemi barna og unglinga í borginni, en gera það því miður á ósanngjarnan hátt. Sú mismunun sem er í fjárframlögum Reykjavíkurborgar til barna- og unglingastarfs eftir mismunandi félagsstarfsemi er algjörlega óásættanleg. Hvers vegna ætti barn eða unglingur í Reykjavík sem tekur þátt í skátastarfi að fá minni stuðning frá Reykjavíkurborg en barn sem tekur þátt í öðru félagsstarfi. Foreldrar barna í skátastarfi eru að greiða sömu skatta og foreldrar barna í öðru félagsstarfi og eiga því rétt á sama framlagi fyrir sín börn. Framlag til skátafélaga í Reykjavík var um 20 milljónir króna á árinu 2010, en framlög til íþróttafélaga á sama ári um kr. 714 milljónir. Ef þessum framlögum er skipt niður á hvern þátttakanda undir 18 ára aldri kemur í ljós að framlög á hvern þátttakanda í íþróttum var yfir kr. 100 þúsund, en framlög á hvern þátttakanda í skátastarfi bara um kr. 30-40 þúsund. Reykjavíkurborg er með þessu að mismuna þeim börnum sem stunda skátastarf í Reykjavík um kr. 60-70 þúsund á hvert barn. Þetta ásamt fleiru hefur skapað stöðnun í skátastarfi í Reykjavíkurborg í heilan áratug og það er kominn tími til að skátastarf njóti sannmælis í framlögum frá borginni í samanburði við aðra félagastarfsemi. Skátastarf á Íslandi og þar með skátastarf í Reykjavík er 100 ára á þessu ári og það væri góð afmælisgjöf Reykjavíkurborgar til skáta í Reykjavík að setja þá jafnfætis annarri félagsstarfsemi í framlögum í húsaleigustyrkjum, ferðastyrkjum, rekstrarstyrkjum, afreksstyrkjum, byggingastyrkjum, æfingagjaldastyrkjum og öðru. Þar að auki er starfsemi skátafélaga í Reykjavík víða rekin í húsnæði sem er hættulegt vegna ónógs viðhalds, liggur undir skemmdum, hentar ekki starfinu, orðið allt of lítið og jafnvel er ekki samþykkt sem húsnæði undir fyrirliggjandi starfsemi. Sanngjarn stuðningur borgarinnar við skátastarf mundi efla framlag sjálfboðaliða til mikilla muna. Það hefur lengi verið erfitt að fá inn sjálfboðaliða vegna of mikilla verkefna og skátafélögin hafa ekki haft burði til að styðja við bakið á þessu sjálfboðaliðsstarfi. Sanngjarn fjárhagslegur stuðningur við skátastarfið mundi auka verulega möguleika skátafélaga til að halda úti starfsfólki til að vinna með sjálfboðaliðum og auðvelda verulega uppbyggingu á skátastarfi í Reykjavík. Einnig hefur verið erfiðara að fá sjálfboðaliða til starfa þegar húsnæði er ekki að uppfylla lágmarkskröfur til að hægt sé að standa vel að skátastarfinu. Skátastarf er í eðli sínu forvarnarstarf sem styrkir börn og unglinga til sjálfstæðis og þroska til að takast betur á við lífið. Jafningjafræðsla er sterkasta vopnið gegn sívaxandi ógn vímuefna, en jafningjafræðslan er einmitt sá grunnur sem skátastarfið byggir á. Besta forvörnin í umhverfi barna og unglinga er að byggja upp hjá þeim styrk og sjálfstæði til að segja nei og velja rétt þegar á þarf að halda. Ég skora á borgaryfirvöld að leiðrétta þann mismun sem er á framlögum til skátastarfs í Reykjavík og leggja með því grunn að því að efla verulega þátttöku barna og unglinga í þessu frábæra félagsstarfi sem skilar sjálfstæðum og ábyrgum einstaklingum inn í framtíðarsamfélag okkar. Aukin fjárframlög Reykjavíkurborgar til skátastarfs í Reykjavík er fjárfesting í mannauði sem skilar sér margfalt til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Borgaryfirvöld styðja að mörgu leyti vel við bakið á frjálsri félagastarfsemi barna og unglinga í borginni, en gera það því miður á ósanngjarnan hátt. Sú mismunun sem er í fjárframlögum Reykjavíkurborgar til barna- og unglingastarfs eftir mismunandi félagsstarfsemi er algjörlega óásættanleg. Hvers vegna ætti barn eða unglingur í Reykjavík sem tekur þátt í skátastarfi að fá minni stuðning frá Reykjavíkurborg en barn sem tekur þátt í öðru félagsstarfi. Foreldrar barna í skátastarfi eru að greiða sömu skatta og foreldrar barna í öðru félagsstarfi og eiga því rétt á sama framlagi fyrir sín börn. Framlag til skátafélaga í Reykjavík var um 20 milljónir króna á árinu 2010, en framlög til íþróttafélaga á sama ári um kr. 714 milljónir. Ef þessum framlögum er skipt niður á hvern þátttakanda undir 18 ára aldri kemur í ljós að framlög á hvern þátttakanda í íþróttum var yfir kr. 100 þúsund, en framlög á hvern þátttakanda í skátastarfi bara um kr. 30-40 þúsund. Reykjavíkurborg er með þessu að mismuna þeim börnum sem stunda skátastarf í Reykjavík um kr. 60-70 þúsund á hvert barn. Þetta ásamt fleiru hefur skapað stöðnun í skátastarfi í Reykjavíkurborg í heilan áratug og það er kominn tími til að skátastarf njóti sannmælis í framlögum frá borginni í samanburði við aðra félagastarfsemi. Skátastarf á Íslandi og þar með skátastarf í Reykjavík er 100 ára á þessu ári og það væri góð afmælisgjöf Reykjavíkurborgar til skáta í Reykjavík að setja þá jafnfætis annarri félagsstarfsemi í framlögum í húsaleigustyrkjum, ferðastyrkjum, rekstrarstyrkjum, afreksstyrkjum, byggingastyrkjum, æfingagjaldastyrkjum og öðru. Þar að auki er starfsemi skátafélaga í Reykjavík víða rekin í húsnæði sem er hættulegt vegna ónógs viðhalds, liggur undir skemmdum, hentar ekki starfinu, orðið allt of lítið og jafnvel er ekki samþykkt sem húsnæði undir fyrirliggjandi starfsemi. Sanngjarn stuðningur borgarinnar við skátastarf mundi efla framlag sjálfboðaliða til mikilla muna. Það hefur lengi verið erfitt að fá inn sjálfboðaliða vegna of mikilla verkefna og skátafélögin hafa ekki haft burði til að styðja við bakið á þessu sjálfboðaliðsstarfi. Sanngjarn fjárhagslegur stuðningur við skátastarfið mundi auka verulega möguleika skátafélaga til að halda úti starfsfólki til að vinna með sjálfboðaliðum og auðvelda verulega uppbyggingu á skátastarfi í Reykjavík. Einnig hefur verið erfiðara að fá sjálfboðaliða til starfa þegar húsnæði er ekki að uppfylla lágmarkskröfur til að hægt sé að standa vel að skátastarfinu. Skátastarf er í eðli sínu forvarnarstarf sem styrkir börn og unglinga til sjálfstæðis og þroska til að takast betur á við lífið. Jafningjafræðsla er sterkasta vopnið gegn sívaxandi ógn vímuefna, en jafningjafræðslan er einmitt sá grunnur sem skátastarfið byggir á. Besta forvörnin í umhverfi barna og unglinga er að byggja upp hjá þeim styrk og sjálfstæði til að segja nei og velja rétt þegar á þarf að halda. Ég skora á borgaryfirvöld að leiðrétta þann mismun sem er á framlögum til skátastarfs í Reykjavík og leggja með því grunn að því að efla verulega þátttöku barna og unglinga í þessu frábæra félagsstarfi sem skilar sjálfstæðum og ábyrgum einstaklingum inn í framtíðarsamfélag okkar. Aukin fjárframlög Reykjavíkurborgar til skátastarfs í Reykjavík er fjárfesting í mannauði sem skilar sér margfalt til baka.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar