Veist þú betur Ögmundur ? Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar 7. febrúar 2012 06:00 Þann 10. febrúar n.k. mun Félag um foreldrajafnrétti standa fyrir ráðstefnu um fyrirhugaðar breytingar á barnalögum. Á ráðstefnunni verður að mestu fjallað um heimild dómara til að dæma foreldra í sameiginlega forsjá. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fellt þessa heimild úr upphaflegu frumvarpi Rögnu Árnadóttur og eru fyrir því afar hæpin rök. Við Íslendingar miðum okkur jafnan við nágrannaþjóðirnar þegar kemur að lagasetningu en í þessu tilfelli er Ögmundur að ganga gegn því og taka mið af þröngum sjónarmiðum þeirra sem aldrei hafa viljað breyta neinu í þessum efnum. Allar aðrar þjóðir sem við miðum okkur við hafa haft heimild dómara fyrir sameiginlegri forsjá um árabil og í Noregi – landinu sem Íslendingar horfa mikið til hefur slík heimild verið til síðan 1981! Fjölmargar fagnefndir hafa fjallað um þetta ákvæði og hvergi stendur fyrir dyrum að fella burt slíka heimild í nágrannalöndum okkar. Það verður að hafa í huga að margar forsjárdeilur eru deilur um efni sem koma forsjá eða velferð barna ekkert við. Ég fullyrði að ég mæli fyrir munn mörg þúsund foreldra af báðum kynjum þegar ég spyr: Ætlar þú Ögmundur virkilega að viðhalda þessu áratuga óréttlæti – að ekki megi dæma mildasta úrræðið og það sem börnum er fyrir bestu þegar dómari telur svo? Ætlar þú að viðhalda því, að áfram megi með dómi þvinga forsjá af hæfu foreldri og rýra hlutverk þess af ástæðulausu? Ætlar þú með þessu áfram að skapa íslenskum börnum lakari stöðu en börnum í nágrannalöndum okkar? Hvers vegna eiga íslensk börn ekki að fá að njóta forsjá beggja foreldra sinna sé það þeim fyrir bestu? Það er út í hött að ekki megi dæma foreldrum sameiginlega forsjá á Íslandi sé það börnum fyrir bestu – meðan það er hægt í öllum V-Evrópuríkum sem við miðum okkur við. Eða veist þú e.t.v. betur en allir aðrir Ögmundur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 10. febrúar n.k. mun Félag um foreldrajafnrétti standa fyrir ráðstefnu um fyrirhugaðar breytingar á barnalögum. Á ráðstefnunni verður að mestu fjallað um heimild dómara til að dæma foreldra í sameiginlega forsjá. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fellt þessa heimild úr upphaflegu frumvarpi Rögnu Árnadóttur og eru fyrir því afar hæpin rök. Við Íslendingar miðum okkur jafnan við nágrannaþjóðirnar þegar kemur að lagasetningu en í þessu tilfelli er Ögmundur að ganga gegn því og taka mið af þröngum sjónarmiðum þeirra sem aldrei hafa viljað breyta neinu í þessum efnum. Allar aðrar þjóðir sem við miðum okkur við hafa haft heimild dómara fyrir sameiginlegri forsjá um árabil og í Noregi – landinu sem Íslendingar horfa mikið til hefur slík heimild verið til síðan 1981! Fjölmargar fagnefndir hafa fjallað um þetta ákvæði og hvergi stendur fyrir dyrum að fella burt slíka heimild í nágrannalöndum okkar. Það verður að hafa í huga að margar forsjárdeilur eru deilur um efni sem koma forsjá eða velferð barna ekkert við. Ég fullyrði að ég mæli fyrir munn mörg þúsund foreldra af báðum kynjum þegar ég spyr: Ætlar þú Ögmundur virkilega að viðhalda þessu áratuga óréttlæti – að ekki megi dæma mildasta úrræðið og það sem börnum er fyrir bestu þegar dómari telur svo? Ætlar þú að viðhalda því, að áfram megi með dómi þvinga forsjá af hæfu foreldri og rýra hlutverk þess af ástæðulausu? Ætlar þú með þessu áfram að skapa íslenskum börnum lakari stöðu en börnum í nágrannalöndum okkar? Hvers vegna eiga íslensk börn ekki að fá að njóta forsjá beggja foreldra sinna sé það þeim fyrir bestu? Það er út í hött að ekki megi dæma foreldrum sameiginlega forsjá á Íslandi sé það börnum fyrir bestu – meðan það er hægt í öllum V-Evrópuríkum sem við miðum okkur við. Eða veist þú e.t.v. betur en allir aðrir Ögmundur?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar