Veist þú betur Ögmundur ? Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar 7. febrúar 2012 06:00 Þann 10. febrúar n.k. mun Félag um foreldrajafnrétti standa fyrir ráðstefnu um fyrirhugaðar breytingar á barnalögum. Á ráðstefnunni verður að mestu fjallað um heimild dómara til að dæma foreldra í sameiginlega forsjá. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fellt þessa heimild úr upphaflegu frumvarpi Rögnu Árnadóttur og eru fyrir því afar hæpin rök. Við Íslendingar miðum okkur jafnan við nágrannaþjóðirnar þegar kemur að lagasetningu en í þessu tilfelli er Ögmundur að ganga gegn því og taka mið af þröngum sjónarmiðum þeirra sem aldrei hafa viljað breyta neinu í þessum efnum. Allar aðrar þjóðir sem við miðum okkur við hafa haft heimild dómara fyrir sameiginlegri forsjá um árabil og í Noregi – landinu sem Íslendingar horfa mikið til hefur slík heimild verið til síðan 1981! Fjölmargar fagnefndir hafa fjallað um þetta ákvæði og hvergi stendur fyrir dyrum að fella burt slíka heimild í nágrannalöndum okkar. Það verður að hafa í huga að margar forsjárdeilur eru deilur um efni sem koma forsjá eða velferð barna ekkert við. Ég fullyrði að ég mæli fyrir munn mörg þúsund foreldra af báðum kynjum þegar ég spyr: Ætlar þú Ögmundur virkilega að viðhalda þessu áratuga óréttlæti – að ekki megi dæma mildasta úrræðið og það sem börnum er fyrir bestu þegar dómari telur svo? Ætlar þú að viðhalda því, að áfram megi með dómi þvinga forsjá af hæfu foreldri og rýra hlutverk þess af ástæðulausu? Ætlar þú með þessu áfram að skapa íslenskum börnum lakari stöðu en börnum í nágrannalöndum okkar? Hvers vegna eiga íslensk börn ekki að fá að njóta forsjá beggja foreldra sinna sé það þeim fyrir bestu? Það er út í hött að ekki megi dæma foreldrum sameiginlega forsjá á Íslandi sé það börnum fyrir bestu – meðan það er hægt í öllum V-Evrópuríkum sem við miðum okkur við. Eða veist þú e.t.v. betur en allir aðrir Ögmundur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þann 10. febrúar n.k. mun Félag um foreldrajafnrétti standa fyrir ráðstefnu um fyrirhugaðar breytingar á barnalögum. Á ráðstefnunni verður að mestu fjallað um heimild dómara til að dæma foreldra í sameiginlega forsjá. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fellt þessa heimild úr upphaflegu frumvarpi Rögnu Árnadóttur og eru fyrir því afar hæpin rök. Við Íslendingar miðum okkur jafnan við nágrannaþjóðirnar þegar kemur að lagasetningu en í þessu tilfelli er Ögmundur að ganga gegn því og taka mið af þröngum sjónarmiðum þeirra sem aldrei hafa viljað breyta neinu í þessum efnum. Allar aðrar þjóðir sem við miðum okkur við hafa haft heimild dómara fyrir sameiginlegri forsjá um árabil og í Noregi – landinu sem Íslendingar horfa mikið til hefur slík heimild verið til síðan 1981! Fjölmargar fagnefndir hafa fjallað um þetta ákvæði og hvergi stendur fyrir dyrum að fella burt slíka heimild í nágrannalöndum okkar. Það verður að hafa í huga að margar forsjárdeilur eru deilur um efni sem koma forsjá eða velferð barna ekkert við. Ég fullyrði að ég mæli fyrir munn mörg þúsund foreldra af báðum kynjum þegar ég spyr: Ætlar þú Ögmundur virkilega að viðhalda þessu áratuga óréttlæti – að ekki megi dæma mildasta úrræðið og það sem börnum er fyrir bestu þegar dómari telur svo? Ætlar þú að viðhalda því, að áfram megi með dómi þvinga forsjá af hæfu foreldri og rýra hlutverk þess af ástæðulausu? Ætlar þú með þessu áfram að skapa íslenskum börnum lakari stöðu en börnum í nágrannalöndum okkar? Hvers vegna eiga íslensk börn ekki að fá að njóta forsjá beggja foreldra sinna sé það þeim fyrir bestu? Það er út í hött að ekki megi dæma foreldrum sameiginlega forsjá á Íslandi sé það börnum fyrir bestu – meðan það er hægt í öllum V-Evrópuríkum sem við miðum okkur við. Eða veist þú e.t.v. betur en allir aðrir Ögmundur?
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar