Skýrslu Hagfræðistofnunar verulega ábótavant Skúli Sveinsson skrifar 6. febrúar 2012 06:00 Nýverið birti Hagfræðistofnun Háskólans skýrslu sína um tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna varðandi almenna niðurfærslu lána sem nefnd er: „Greinargerð um afföll íbúðalána við stofnun nýju bankanna og kostnað við niðurfærslu lána". Strax er ljóst af lestri skýrslunnar að gríðarleg mistök voru gerð þegar lánasöfn föllnu bankanna voru flutt yfir í nýju bankana. Augljóst er að lánasöfnin voru verulega ofmetin og allt of dýru verði keypt. Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, gerði samkomulag við skýrsluhöfunda sem bundu hendur þeirra við að leggja heilstætt mat á kostnað og ábata af tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna. Undrun sætir að fræðimenn taki að sér slíkt verkefni í ljósi þeirra takmarkana sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur á þá sett. Tilgangur þess að setja slíka hlekki á skýrsluhöfunda er augljóslega sá að koma í veg fyrir að þeir leggi heilstætt mat á væntanleg jákvæð áhrif tillagnanna sem afsetja hinn beina kostnað. Ótrúlegt er að sjá hvernig þessi skýrsla er unnin, hroðvirknisleg og með bæði staðreynda- og ályktanavillum. Höfundar skýrslunnar gefa sér t.d. meira pláss í að fjalla um eigin vangaveltur um hvernig hafa má hendur í hári skattsvikara heldur en tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna í heild sinni. Einnig virðist Hagfræðistofnun vera farin að leggja mat á lögfræðileg álitaefni sem stofnunin ætti að eftirláta öðrum að fást við enda er ekki annað að sjá en lögfræðiþekkingu skýrsluhöfunda sé verulega ábótavant. Til dæmis er nefnt í skýrslunni að ef gengið er á rétt kröfuhafa þá væri slíkt brot á jafnræðisreglu. Það er rangt, hið rétta er að slíkt gæti hugsanlega verið brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Viðurkennt er að löggjafinn hefur heimild til að hnika til réttindum manna með ákveðnum hætti ef það er gert á málefnalegan hátt og látið jafnt yfir alla ganga, sérstaklega ef aðstæður kalla á brýnar aðgerðir. Þetta er staðfest m.a. í nýlegum dómi Hæstaréttar í Neyðarlagamálinu svokallaða. Einnig má benda á að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að eftirláta eigi aðildarríkjum verulegt svigrúm þegar kemur að eignarétti þó menn geti hver haft sína skoðun á því hve mikið svigrúmið á að vera. Ályktun skýrsluhöfunda um að ekki sé heimilt að ganga á hlut kröfuhafa er því einfaldlega ekki rétt. Við slíka óvissu hefði verið faglegt af skýrsluhöfundum að setja upp tvær sviðsmyndir, annars vegar þar sem heimilt væri að ganga á rétt kröfuhafa og hins vegar þar sem slíkt væri ekki talið heimilt og kostnaðurinn félli á ríkissjóð. Það var hins vegar ekki gert. Hagfræðistofnun horfir svo alfarið fram hjá þeirri staðreynd að lánasöfn bankanna eru ekki í góðu ástandi í dag vegna mikilla vanskila. Niðurfærslu lánanna fylgir aukin greiðslugeta sem einnig örvar hagkerfið í heild og er því til þess fallin að hafa jákvæð áhrif á það sem eftir stæði af eignum bankanna og gera þær verðmætari. Einnig er í skýrslunni horft framhjá því að hluti og jafnvel verulegur hluti hinnar hugsanlegu niðurfærslu er sennilega hvort eð er tapað fé. Í ljósi þessara vankanta á skýrslunni verður hún ekki lögð til grundvallar. Nauðsynlegt er því að gera heilstæða rannsókn á tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna sem taka alla þætti málsins til skoðunar áður en að niðurstöðu er hrapað. Annað væri óvirðing við þær þúsundir sem skrifað hafa undir áskorum samtakanna til stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið birti Hagfræðistofnun Háskólans skýrslu sína um tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna varðandi almenna niðurfærslu lána sem nefnd er: „Greinargerð um afföll íbúðalána við stofnun nýju bankanna og kostnað við niðurfærslu lána". Strax er ljóst af lestri skýrslunnar að gríðarleg mistök voru gerð þegar lánasöfn föllnu bankanna voru flutt yfir í nýju bankana. Augljóst er að lánasöfnin voru verulega ofmetin og allt of dýru verði keypt. Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, gerði samkomulag við skýrsluhöfunda sem bundu hendur þeirra við að leggja heilstætt mat á kostnað og ábata af tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna. Undrun sætir að fræðimenn taki að sér slíkt verkefni í ljósi þeirra takmarkana sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur á þá sett. Tilgangur þess að setja slíka hlekki á skýrsluhöfunda er augljóslega sá að koma í veg fyrir að þeir leggi heilstætt mat á væntanleg jákvæð áhrif tillagnanna sem afsetja hinn beina kostnað. Ótrúlegt er að sjá hvernig þessi skýrsla er unnin, hroðvirknisleg og með bæði staðreynda- og ályktanavillum. Höfundar skýrslunnar gefa sér t.d. meira pláss í að fjalla um eigin vangaveltur um hvernig hafa má hendur í hári skattsvikara heldur en tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna í heild sinni. Einnig virðist Hagfræðistofnun vera farin að leggja mat á lögfræðileg álitaefni sem stofnunin ætti að eftirláta öðrum að fást við enda er ekki annað að sjá en lögfræðiþekkingu skýrsluhöfunda sé verulega ábótavant. Til dæmis er nefnt í skýrslunni að ef gengið er á rétt kröfuhafa þá væri slíkt brot á jafnræðisreglu. Það er rangt, hið rétta er að slíkt gæti hugsanlega verið brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Viðurkennt er að löggjafinn hefur heimild til að hnika til réttindum manna með ákveðnum hætti ef það er gert á málefnalegan hátt og látið jafnt yfir alla ganga, sérstaklega ef aðstæður kalla á brýnar aðgerðir. Þetta er staðfest m.a. í nýlegum dómi Hæstaréttar í Neyðarlagamálinu svokallaða. Einnig má benda á að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að eftirláta eigi aðildarríkjum verulegt svigrúm þegar kemur að eignarétti þó menn geti hver haft sína skoðun á því hve mikið svigrúmið á að vera. Ályktun skýrsluhöfunda um að ekki sé heimilt að ganga á hlut kröfuhafa er því einfaldlega ekki rétt. Við slíka óvissu hefði verið faglegt af skýrsluhöfundum að setja upp tvær sviðsmyndir, annars vegar þar sem heimilt væri að ganga á rétt kröfuhafa og hins vegar þar sem slíkt væri ekki talið heimilt og kostnaðurinn félli á ríkissjóð. Það var hins vegar ekki gert. Hagfræðistofnun horfir svo alfarið fram hjá þeirri staðreynd að lánasöfn bankanna eru ekki í góðu ástandi í dag vegna mikilla vanskila. Niðurfærslu lánanna fylgir aukin greiðslugeta sem einnig örvar hagkerfið í heild og er því til þess fallin að hafa jákvæð áhrif á það sem eftir stæði af eignum bankanna og gera þær verðmætari. Einnig er í skýrslunni horft framhjá því að hluti og jafnvel verulegur hluti hinnar hugsanlegu niðurfærslu er sennilega hvort eð er tapað fé. Í ljósi þessara vankanta á skýrslunni verður hún ekki lögð til grundvallar. Nauðsynlegt er því að gera heilstæða rannsókn á tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna sem taka alla þætti málsins til skoðunar áður en að niðurstöðu er hrapað. Annað væri óvirðing við þær þúsundir sem skrifað hafa undir áskorum samtakanna til stjórnvalda.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar