
Ætlar þú að þrýsta á hnappinn?
Fyrir liggur að mikil óeining hefur skapast í kringum áform Landsvirkjunar um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Það sem var í upphafi kynnt sem sakleysisleg rennslisvirkjun, sem fólki fannst að myndi bara snúast með ánni um leið og hún færi hjá án þess að hafa nokkur áhrif á umhverfið, hefur reynst vera stórhættuleg framkvæmd fyrir stærsta villta laxastofn landsins og aðra göngufiska í Þjórsá. Reynsla annarra þjóða af virkjunum af þessu tagi hefur gefið tilefni til að reikna með hruni göngustofna í ánni, þannig að 10-20% laxastofnsins gæti lifað af en sjóbirtingsstofninn myndi þurrkast út – þrátt fyrir boðaðar mótvægisaðgerðir.
Þjórsá er ein síðasta sjálfbæra laxveiðiáin við N-Atlantshaf, sem hægt er að veiða villtan lax úr til sölu á markaði. Á nýliðnu ári var veiðin nálægt tíu þúsund löxum og miðað við kílóverð á villtum laxi úr sjálfbærri á í Harrods-verslununum á Englandi (130 sterlingspund/kg) má reikna með að söluandvirði ársaflans (miðað við eintóman smálax) sé 2 kg x 130 sterlingspund x 10.000 laxar = 2,6 milljónir punda eða ríflega hálfur milljarður íslenskra króna. Má af þessu sjá hvílíkt dýrindi er hér um að ræða þegar það er komið á matardisk fólks.
Alkunna er að laxinn er enn verðmætari sé hann nýttur til stangveiða. Með því að stækka og efla búsvæði fiskistofna á vatnasvæði Þjórsár mætti stórauka þessa veiði og þannig margfalda tekjurnar sem áin gæti gefið af sér með markaðssetningu, án nokkurra virkjana. Eru þá ótalin þau verðmæti fyrir allt íslenskt markaðsstarf sem fólgin eru í ímyndinni um sjálfbærni, náttúruvernd og ómengaðar afurðir.
Það er ógnvekjandi ef þingmenn eru enn að gæla við þá hugmynd að þeim sé heimilt fyrir guðs og manna lögum að taka sér það vald að útrýma slíku fágæti sem villtu laxa- og sjóbirtingsstofnarnir í Þjórsá eru.
Skoðun

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar