Ætlar þú að þrýsta á hnappinn? Gísli Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Fyrir Alþingi liggur rammaáætlun um nýtingu vatnsafls til raforkuframleiðslu í landinu. Markmið rammaáætlunar er að ná almennri sátt um virkjanastefnu þannig að landslýðurinn þurfi ekki að þrasa sig rænulausan um hverja einustu framkvæmd í nánustu framtíð. Fyrir liggur að mikil óeining hefur skapast í kringum áform Landsvirkjunar um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Það sem var í upphafi kynnt sem sakleysisleg rennslisvirkjun, sem fólki fannst að myndi bara snúast með ánni um leið og hún færi hjá án þess að hafa nokkur áhrif á umhverfið, hefur reynst vera stórhættuleg framkvæmd fyrir stærsta villta laxastofn landsins og aðra göngufiska í Þjórsá. Reynsla annarra þjóða af virkjunum af þessu tagi hefur gefið tilefni til að reikna með hruni göngustofna í ánni, þannig að 10-20% laxastofnsins gæti lifað af en sjóbirtingsstofninn myndi þurrkast út – þrátt fyrir boðaðar mótvægisaðgerðir. Þjórsá er ein síðasta sjálfbæra laxveiðiáin við N-Atlantshaf, sem hægt er að veiða villtan lax úr til sölu á markaði. Á nýliðnu ári var veiðin nálægt tíu þúsund löxum og miðað við kílóverð á villtum laxi úr sjálfbærri á í Harrods-verslununum á Englandi (130 sterlingspund/kg) má reikna með að söluandvirði ársaflans (miðað við eintóman smálax) sé 2 kg x 130 sterlingspund x 10.000 laxar = 2,6 milljónir punda eða ríflega hálfur milljarður íslenskra króna. Má af þessu sjá hvílíkt dýrindi er hér um að ræða þegar það er komið á matardisk fólks. Alkunna er að laxinn er enn verðmætari sé hann nýttur til stangveiða. Með því að stækka og efla búsvæði fiskistofna á vatnasvæði Þjórsár mætti stórauka þessa veiði og þannig margfalda tekjurnar sem áin gæti gefið af sér með markaðssetningu, án nokkurra virkjana. Eru þá ótalin þau verðmæti fyrir allt íslenskt markaðsstarf sem fólgin eru í ímyndinni um sjálfbærni, náttúruvernd og ómengaðar afurðir. Það er ógnvekjandi ef þingmenn eru enn að gæla við þá hugmynd að þeim sé heimilt fyrir guðs og manna lögum að taka sér það vald að útrýma slíku fágæti sem villtu laxa- og sjóbirtingsstofnarnir í Þjórsá eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur rammaáætlun um nýtingu vatnsafls til raforkuframleiðslu í landinu. Markmið rammaáætlunar er að ná almennri sátt um virkjanastefnu þannig að landslýðurinn þurfi ekki að þrasa sig rænulausan um hverja einustu framkvæmd í nánustu framtíð. Fyrir liggur að mikil óeining hefur skapast í kringum áform Landsvirkjunar um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Það sem var í upphafi kynnt sem sakleysisleg rennslisvirkjun, sem fólki fannst að myndi bara snúast með ánni um leið og hún færi hjá án þess að hafa nokkur áhrif á umhverfið, hefur reynst vera stórhættuleg framkvæmd fyrir stærsta villta laxastofn landsins og aðra göngufiska í Þjórsá. Reynsla annarra þjóða af virkjunum af þessu tagi hefur gefið tilefni til að reikna með hruni göngustofna í ánni, þannig að 10-20% laxastofnsins gæti lifað af en sjóbirtingsstofninn myndi þurrkast út – þrátt fyrir boðaðar mótvægisaðgerðir. Þjórsá er ein síðasta sjálfbæra laxveiðiáin við N-Atlantshaf, sem hægt er að veiða villtan lax úr til sölu á markaði. Á nýliðnu ári var veiðin nálægt tíu þúsund löxum og miðað við kílóverð á villtum laxi úr sjálfbærri á í Harrods-verslununum á Englandi (130 sterlingspund/kg) má reikna með að söluandvirði ársaflans (miðað við eintóman smálax) sé 2 kg x 130 sterlingspund x 10.000 laxar = 2,6 milljónir punda eða ríflega hálfur milljarður íslenskra króna. Má af þessu sjá hvílíkt dýrindi er hér um að ræða þegar það er komið á matardisk fólks. Alkunna er að laxinn er enn verðmætari sé hann nýttur til stangveiða. Með því að stækka og efla búsvæði fiskistofna á vatnasvæði Þjórsár mætti stórauka þessa veiði og þannig margfalda tekjurnar sem áin gæti gefið af sér með markaðssetningu, án nokkurra virkjana. Eru þá ótalin þau verðmæti fyrir allt íslenskt markaðsstarf sem fólgin eru í ímyndinni um sjálfbærni, náttúruvernd og ómengaðar afurðir. Það er ógnvekjandi ef þingmenn eru enn að gæla við þá hugmynd að þeim sé heimilt fyrir guðs og manna lögum að taka sér það vald að útrýma slíku fágæti sem villtu laxa- og sjóbirtingsstofnarnir í Þjórsá eru.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar