Að fórna góðum árangri Guðrún Pétursdóttir skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Starfsemi sérdeildar fyrir einhverfa í Hamraskóla hefur byggst upp frá árinu 1996 og átti því 15 ára starfsafmæli á síðasta ári. Við deildina starfar frábært fagfólk og nýtur deildin mikils stuðnings og skilnings í skólaumhverfi Hamraskóla hvort sem um er að ræða stjórnendur, kennara, starfsfólk og ekki síst hjá nemendum skólans. Árangur við sérdeildina byggist á því að námið er einstaklingsmiðað og tilheyra börnin bekkjardeild sem þau fara í eftir getu og aðstæðum hverjum sinni. Breytingar sem fyrst voru kynntar í upphafi árs 2011 að Foldaskóli verði safnskóli á unglingastigi fyrir Bryggju-, Hamra-, Húsa- og Foldahverfi hefur veruleg áhrif á sérdeild Hamraskóla. Nauðsynlegt er að flytja deildina en í raun verður hún lögð niður og ný stofnuð í Foldaskóla. Eftir fund nokkurra foreldra barna í sérdeildinni með fræðsluyfirvöldum í Reykjavík var ákveðið að settur yrði á laggirnar „starfshópur um sérhæfða sérdeild fyrir nemendur með einhverfu í Hamraskóla vegna flutnings unglingastigs Hamraskóla í Foldaskóla“. Í erindisbréfi eru verkefni hópsins mjög takmörkuð. Lítill skilningur er á þörfum nemenda og sér í lagi einhverfra. Alls ekki má ræða þá áhættu sem fylgir færslu deildarinnar, hvernig góðum árangri og framförum er stefnt í hættu, né heldur það álag sem breytingar hafa á einhverf börn. Á meðan búa börn, foreldrar og starfsfólk deildarinnar við óþolandi óvissu. Í Hamraskóla er hópur sem þolir slíkt ástand sérlega illa en það eru börnin í sérdeild fyrir einhverfa. Foreldar barna í sérdeild Hamraskóla eru hlynntir sparnaði og góðri meðferð fjármuna ríkis- og sveitarfélaga. Þessi sameiningaráform eru ekki hluti af því, okkur hefur verið gerð grein fyrir því að eingöngu fagleg rök séu fyrir þessum flutningi deildarinnar. Enginn veit hins vegar hvað breytingarnar kosta til skamms tíma eða hvaða sparnaði þær eiga að skila til lengri tíma. Eins og málið hefur verið kynnt og unnið fram til þessa er langur vegur frá því að sá ávinningur sé í sjónmáli. Þvert á móti er hér verið að gera atlögu að starfsemi frábærrar sérdeildar, sem hefur byggst upp á löngum tíma og náð góðum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsemi sérdeildar fyrir einhverfa í Hamraskóla hefur byggst upp frá árinu 1996 og átti því 15 ára starfsafmæli á síðasta ári. Við deildina starfar frábært fagfólk og nýtur deildin mikils stuðnings og skilnings í skólaumhverfi Hamraskóla hvort sem um er að ræða stjórnendur, kennara, starfsfólk og ekki síst hjá nemendum skólans. Árangur við sérdeildina byggist á því að námið er einstaklingsmiðað og tilheyra börnin bekkjardeild sem þau fara í eftir getu og aðstæðum hverjum sinni. Breytingar sem fyrst voru kynntar í upphafi árs 2011 að Foldaskóli verði safnskóli á unglingastigi fyrir Bryggju-, Hamra-, Húsa- og Foldahverfi hefur veruleg áhrif á sérdeild Hamraskóla. Nauðsynlegt er að flytja deildina en í raun verður hún lögð niður og ný stofnuð í Foldaskóla. Eftir fund nokkurra foreldra barna í sérdeildinni með fræðsluyfirvöldum í Reykjavík var ákveðið að settur yrði á laggirnar „starfshópur um sérhæfða sérdeild fyrir nemendur með einhverfu í Hamraskóla vegna flutnings unglingastigs Hamraskóla í Foldaskóla“. Í erindisbréfi eru verkefni hópsins mjög takmörkuð. Lítill skilningur er á þörfum nemenda og sér í lagi einhverfra. Alls ekki má ræða þá áhættu sem fylgir færslu deildarinnar, hvernig góðum árangri og framförum er stefnt í hættu, né heldur það álag sem breytingar hafa á einhverf börn. Á meðan búa börn, foreldrar og starfsfólk deildarinnar við óþolandi óvissu. Í Hamraskóla er hópur sem þolir slíkt ástand sérlega illa en það eru börnin í sérdeild fyrir einhverfa. Foreldar barna í sérdeild Hamraskóla eru hlynntir sparnaði og góðri meðferð fjármuna ríkis- og sveitarfélaga. Þessi sameiningaráform eru ekki hluti af því, okkur hefur verið gerð grein fyrir því að eingöngu fagleg rök séu fyrir þessum flutningi deildarinnar. Enginn veit hins vegar hvað breytingarnar kosta til skamms tíma eða hvaða sparnaði þær eiga að skila til lengri tíma. Eins og málið hefur verið kynnt og unnið fram til þessa er langur vegur frá því að sá ávinningur sé í sjónmáli. Þvert á móti er hér verið að gera atlögu að starfsemi frábærrar sérdeildar, sem hefur byggst upp á löngum tíma og náð góðum árangri.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar