Að fórna góðum árangri Guðrún Pétursdóttir skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Starfsemi sérdeildar fyrir einhverfa í Hamraskóla hefur byggst upp frá árinu 1996 og átti því 15 ára starfsafmæli á síðasta ári. Við deildina starfar frábært fagfólk og nýtur deildin mikils stuðnings og skilnings í skólaumhverfi Hamraskóla hvort sem um er að ræða stjórnendur, kennara, starfsfólk og ekki síst hjá nemendum skólans. Árangur við sérdeildina byggist á því að námið er einstaklingsmiðað og tilheyra börnin bekkjardeild sem þau fara í eftir getu og aðstæðum hverjum sinni. Breytingar sem fyrst voru kynntar í upphafi árs 2011 að Foldaskóli verði safnskóli á unglingastigi fyrir Bryggju-, Hamra-, Húsa- og Foldahverfi hefur veruleg áhrif á sérdeild Hamraskóla. Nauðsynlegt er að flytja deildina en í raun verður hún lögð niður og ný stofnuð í Foldaskóla. Eftir fund nokkurra foreldra barna í sérdeildinni með fræðsluyfirvöldum í Reykjavík var ákveðið að settur yrði á laggirnar „starfshópur um sérhæfða sérdeild fyrir nemendur með einhverfu í Hamraskóla vegna flutnings unglingastigs Hamraskóla í Foldaskóla“. Í erindisbréfi eru verkefni hópsins mjög takmörkuð. Lítill skilningur er á þörfum nemenda og sér í lagi einhverfra. Alls ekki má ræða þá áhættu sem fylgir færslu deildarinnar, hvernig góðum árangri og framförum er stefnt í hættu, né heldur það álag sem breytingar hafa á einhverf börn. Á meðan búa börn, foreldrar og starfsfólk deildarinnar við óþolandi óvissu. Í Hamraskóla er hópur sem þolir slíkt ástand sérlega illa en það eru börnin í sérdeild fyrir einhverfa. Foreldar barna í sérdeild Hamraskóla eru hlynntir sparnaði og góðri meðferð fjármuna ríkis- og sveitarfélaga. Þessi sameiningaráform eru ekki hluti af því, okkur hefur verið gerð grein fyrir því að eingöngu fagleg rök séu fyrir þessum flutningi deildarinnar. Enginn veit hins vegar hvað breytingarnar kosta til skamms tíma eða hvaða sparnaði þær eiga að skila til lengri tíma. Eins og málið hefur verið kynnt og unnið fram til þessa er langur vegur frá því að sá ávinningur sé í sjónmáli. Þvert á móti er hér verið að gera atlögu að starfsemi frábærrar sérdeildar, sem hefur byggst upp á löngum tíma og náð góðum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Starfsemi sérdeildar fyrir einhverfa í Hamraskóla hefur byggst upp frá árinu 1996 og átti því 15 ára starfsafmæli á síðasta ári. Við deildina starfar frábært fagfólk og nýtur deildin mikils stuðnings og skilnings í skólaumhverfi Hamraskóla hvort sem um er að ræða stjórnendur, kennara, starfsfólk og ekki síst hjá nemendum skólans. Árangur við sérdeildina byggist á því að námið er einstaklingsmiðað og tilheyra börnin bekkjardeild sem þau fara í eftir getu og aðstæðum hverjum sinni. Breytingar sem fyrst voru kynntar í upphafi árs 2011 að Foldaskóli verði safnskóli á unglingastigi fyrir Bryggju-, Hamra-, Húsa- og Foldahverfi hefur veruleg áhrif á sérdeild Hamraskóla. Nauðsynlegt er að flytja deildina en í raun verður hún lögð niður og ný stofnuð í Foldaskóla. Eftir fund nokkurra foreldra barna í sérdeildinni með fræðsluyfirvöldum í Reykjavík var ákveðið að settur yrði á laggirnar „starfshópur um sérhæfða sérdeild fyrir nemendur með einhverfu í Hamraskóla vegna flutnings unglingastigs Hamraskóla í Foldaskóla“. Í erindisbréfi eru verkefni hópsins mjög takmörkuð. Lítill skilningur er á þörfum nemenda og sér í lagi einhverfra. Alls ekki má ræða þá áhættu sem fylgir færslu deildarinnar, hvernig góðum árangri og framförum er stefnt í hættu, né heldur það álag sem breytingar hafa á einhverf börn. Á meðan búa börn, foreldrar og starfsfólk deildarinnar við óþolandi óvissu. Í Hamraskóla er hópur sem þolir slíkt ástand sérlega illa en það eru börnin í sérdeild fyrir einhverfa. Foreldar barna í sérdeild Hamraskóla eru hlynntir sparnaði og góðri meðferð fjármuna ríkis- og sveitarfélaga. Þessi sameiningaráform eru ekki hluti af því, okkur hefur verið gerð grein fyrir því að eingöngu fagleg rök séu fyrir þessum flutningi deildarinnar. Enginn veit hins vegar hvað breytingarnar kosta til skamms tíma eða hvaða sparnaði þær eiga að skila til lengri tíma. Eins og málið hefur verið kynnt og unnið fram til þessa er langur vegur frá því að sá ávinningur sé í sjónmáli. Þvert á móti er hér verið að gera atlögu að starfsemi frábærrar sérdeildar, sem hefur byggst upp á löngum tíma og náð góðum árangri.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar