Austur hættir að vera steikhús 2. febrúar 2012 12:15 Austur byrjaði sem skemmtistaður, þangað til Ásgeir Kolbeinsson breytti staðnum í steikhús. Í dag er Austur aðallega skemmtistaður. "Þegar við fórum að skoða tölurnar komust við að því að það myndi frekar borga sig að einbeita sér að því að reka skemmtistað," segir Ásgeir Kolbeinsson, einn af eigendum skemmtistaðarins Austur. Ásamt því að vera skemmtistaður hefur Austur verið rekið sem steikhús undanfarin misseri. Nú hafa Ásgeir og félagar ákveðið að hætta því, en halda eldhúsinu þó opnu fyrir hópa sem leggja staðinn undir veislur og aðra skemmtanir. "Það hefur verið vinsælast í matnum; vinnuhópar og ferðamenn. Við viljum halda því áfram, gera það enn betur og svara eftirspurninni, sem er til staðar, um að fá staðinn undir hópa. En við hættum að vera með à la carte-matseðil alla daga vikunnar," segir Ásgeir. Austur byrjaði sem skemmtistaður og það má því segja að staðurinn sé að fara aftur til upprunans. Ásgeir segir rekstur steikhússins og skemmtistaðarins ekki hafa farið vel saman. "Helsta ástæðan er sú að það er erfitt að reka svona stóran og vinsælan skemmtistað á meðan það er alltaf verið að biðja um að fá hann leigðan undir skemmtanir, afmæli eða veislur," segir hann. "Við þurftum að hafna slíku vegna þess að veitingastaðurinn var opinn. Það passar ekki alveg að vera með veislu í gangi á meðan fólk situr og er að borða." Þurftirðu að segja mörgum upp? "Nokkrum, ekki mörgum. Flestum var hægt að koma fyrir á öðrum veitingastöðum í bænum." Ásgeir segir að eftir sem áður verði Austur opið á daginn, með kaffi og kökur á boðstólnum. Auk þess sem ýmislegt annað er á döfinni, að sögn Ásgeirs. atlifannar@frettabladid.is Tengdar fréttir Glæsileg opnun Austur Steikhúss Fjöldi fólks mætti á fögnuð í gær þegar Austur opnaði aftur sem Austur Steikhús. 10. apríl 2010 17:45 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
"Þegar við fórum að skoða tölurnar komust við að því að það myndi frekar borga sig að einbeita sér að því að reka skemmtistað," segir Ásgeir Kolbeinsson, einn af eigendum skemmtistaðarins Austur. Ásamt því að vera skemmtistaður hefur Austur verið rekið sem steikhús undanfarin misseri. Nú hafa Ásgeir og félagar ákveðið að hætta því, en halda eldhúsinu þó opnu fyrir hópa sem leggja staðinn undir veislur og aðra skemmtanir. "Það hefur verið vinsælast í matnum; vinnuhópar og ferðamenn. Við viljum halda því áfram, gera það enn betur og svara eftirspurninni, sem er til staðar, um að fá staðinn undir hópa. En við hættum að vera með à la carte-matseðil alla daga vikunnar," segir Ásgeir. Austur byrjaði sem skemmtistaður og það má því segja að staðurinn sé að fara aftur til upprunans. Ásgeir segir rekstur steikhússins og skemmtistaðarins ekki hafa farið vel saman. "Helsta ástæðan er sú að það er erfitt að reka svona stóran og vinsælan skemmtistað á meðan það er alltaf verið að biðja um að fá hann leigðan undir skemmtanir, afmæli eða veislur," segir hann. "Við þurftum að hafna slíku vegna þess að veitingastaðurinn var opinn. Það passar ekki alveg að vera með veislu í gangi á meðan fólk situr og er að borða." Þurftirðu að segja mörgum upp? "Nokkrum, ekki mörgum. Flestum var hægt að koma fyrir á öðrum veitingastöðum í bænum." Ásgeir segir að eftir sem áður verði Austur opið á daginn, með kaffi og kökur á boðstólnum. Auk þess sem ýmislegt annað er á döfinni, að sögn Ásgeirs. atlifannar@frettabladid.is
Tengdar fréttir Glæsileg opnun Austur Steikhúss Fjöldi fólks mætti á fögnuð í gær þegar Austur opnaði aftur sem Austur Steikhús. 10. apríl 2010 17:45 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Glæsileg opnun Austur Steikhúss Fjöldi fólks mætti á fögnuð í gær þegar Austur opnaði aftur sem Austur Steikhús. 10. apríl 2010 17:45