Moska, mannréttindi og kristin trú Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir skrifar 1. febrúar 2012 06:00 Fyrir 14 árum bjó ég um tíma í landi þar sem fjöldi trúarbragða er sýnilegur á kröftugan og litríkan hátt, meðal annars með fjölda trúarhátíða. Meirihluti landsmanna eða rúmlega 60% eru múslímar, tæp 20% búddistar, tæp 10% kristnir og rúmlega 7% hindúar. Fyrir áhugamanneskju um trúarbrögð var þetta mikið tækifæri. Ég skoðaði moskur, fór í hindúamusteri og búddamusteri og fylgdist með fjölda trúarhátíða. Og ég sótti kirkju. Alls staðar var trúað fólk reiðubúið að segja mér frá trú sinni og hvers vegna hún skipti máli fyrir það. Og stolt að sýna mér sitt trúarlega heimili, hvort sem það var kirkja, musteri eða moska. Undanfarið hef ég orðið vör við hóp sem í samfélagsmiðlum hvetur gegn því að hér á landi verði byggð moska. Það er merkilegt hve hvöss viðbrögð það vekur jafnan þegar rætt er um byggingu mosku, ólíkt umræðu um aðrar trúarlegar byggingar. Ótti við íslam og múslíma byggir á röngum staðalmyndum, sem meðal annars tengist því að fáir þekkja múslíma vel og draga allar sínar ályktanir af fjölmiðlum og fréttaflutningi af þröngum hópum umdeildra róttæklinga sem skera sig úr fjöldanum, oft á stríðssvæðum. Staðreyndin er sú að fjöldi múslíma býr á Íslandi og margir hafa búið hér í áratugi. Sumir eru fæddir hér, sumir eru Íslendingar að langfeðgatali. Það eru tvö íslömsk trúfélög skráð á Íslandi og bæði hafa samkomuhús. Að meina þessum hópum öðrum fremur að byggja önnur samkomuhús sem eru sérhönnuð sem trúarlegar byggingar – moskur – er bæði múslímafælni og mannréttindabrot. Stundum er þessi ótti réttlættur með tilvísun í kristna trú. Ég er kristin og það hefur alltaf skipt mig miklu máli að geta sótt kirkju. Ég hef verið svo gæfusöm að geta gert það víða um heim í ólíkum löndum, þar á meðal löndum þar sem kristin trú er í minnihluta. Ég skil því vel þá ósk trúaðs fólks af ýmsum trúarbrögðum að vilja eignast húsnæði til trúariðkunar. Þetta á við um hof, musteri, sýnagógur, kirkju – og moskur. Það getur ekki verið boðskapur kristninnar að meina múslímum að byggja mosku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir 14 árum bjó ég um tíma í landi þar sem fjöldi trúarbragða er sýnilegur á kröftugan og litríkan hátt, meðal annars með fjölda trúarhátíða. Meirihluti landsmanna eða rúmlega 60% eru múslímar, tæp 20% búddistar, tæp 10% kristnir og rúmlega 7% hindúar. Fyrir áhugamanneskju um trúarbrögð var þetta mikið tækifæri. Ég skoðaði moskur, fór í hindúamusteri og búddamusteri og fylgdist með fjölda trúarhátíða. Og ég sótti kirkju. Alls staðar var trúað fólk reiðubúið að segja mér frá trú sinni og hvers vegna hún skipti máli fyrir það. Og stolt að sýna mér sitt trúarlega heimili, hvort sem það var kirkja, musteri eða moska. Undanfarið hef ég orðið vör við hóp sem í samfélagsmiðlum hvetur gegn því að hér á landi verði byggð moska. Það er merkilegt hve hvöss viðbrögð það vekur jafnan þegar rætt er um byggingu mosku, ólíkt umræðu um aðrar trúarlegar byggingar. Ótti við íslam og múslíma byggir á röngum staðalmyndum, sem meðal annars tengist því að fáir þekkja múslíma vel og draga allar sínar ályktanir af fjölmiðlum og fréttaflutningi af þröngum hópum umdeildra róttæklinga sem skera sig úr fjöldanum, oft á stríðssvæðum. Staðreyndin er sú að fjöldi múslíma býr á Íslandi og margir hafa búið hér í áratugi. Sumir eru fæddir hér, sumir eru Íslendingar að langfeðgatali. Það eru tvö íslömsk trúfélög skráð á Íslandi og bæði hafa samkomuhús. Að meina þessum hópum öðrum fremur að byggja önnur samkomuhús sem eru sérhönnuð sem trúarlegar byggingar – moskur – er bæði múslímafælni og mannréttindabrot. Stundum er þessi ótti réttlættur með tilvísun í kristna trú. Ég er kristin og það hefur alltaf skipt mig miklu máli að geta sótt kirkju. Ég hef verið svo gæfusöm að geta gert það víða um heim í ólíkum löndum, þar á meðal löndum þar sem kristin trú er í minnihluta. Ég skil því vel þá ósk trúaðs fólks af ýmsum trúarbrögðum að vilja eignast húsnæði til trúariðkunar. Þetta á við um hof, musteri, sýnagógur, kirkju – og moskur. Það getur ekki verið boðskapur kristninnar að meina múslímum að byggja mosku.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun