Lífið

Danskur leiklistarskóli með inntökupróf á Íslandi

Lars Henning, kennari við skólann, segir íslenska nemendur hafa eitthvað sérstakt fram að færa og þess vegna vilji þau koma hingað til lands til að leita að framtíðar leiklistarnemum. Björn Stefánsson, trommuleikari í Mínus, er nemandi við skólann en Sindri Birgisson, Ylfa Ösp Áskelsdóttir og Davíð Freyr Þórunnarson eru meðal fyrrverandi nemenda skólans.
Lars Henning, kennari við skólann, segir íslenska nemendur hafa eitthvað sérstakt fram að færa og þess vegna vilji þau koma hingað til lands til að leita að framtíðar leiklistarnemum. Björn Stefánsson, trommuleikari í Mínus, er nemandi við skólann en Sindri Birgisson, Ylfa Ösp Áskelsdóttir og Davíð Freyr Þórunnarson eru meðal fyrrverandi nemenda skólans.
Danski leiklistarskólinn Film-Teaterskolen Holberg ætlar að koma sérstaka ferð til Íslands þann 10. mars til að leita að framtíðar leiklistarnemun. Lars Henning, kennari og prófdómari hjá skólanum, segir að þau hafi góða reynslu af íslenskum nemendum sem eru oft ástríðufullir og sérvitrir.

„Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands til að halda inntökupróf," segir Lars Henning, kennari við danska leiklistarskólann Film-Teaterskolen Holberg, en skólinn ætlar að halda sérstök inntökupróf fyrir Íslendinga í mars.

Skólinn er einn stærsti leiklistarskólinn á Norðurlöndunum sem kennir svokallaða „Method Acting" en fjölmargir Íslendingar hafa stundað nám við skólann í gegnum árin eins og leikararnir Sindri Birgisson, Ylfa Ösp Áskelsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson og svo Björn Stefánsson sem er nemandi í skólanum núna. Skólinn er til húsa í Kaupmannahöfn og tekur námið þrjú ár.

„Við höfum mikla og góða reynslu af Íslendingum og við höfum haft nemendur frá öllum Norðurlöndunum gegnum tíðina en teljum að íslenskir nemendur skeri sig úr hópnum og hafi eitthvað sérstakt fram að færa," segir Henning og leggur áherslu á að að það sé mikilvægt fyrir skólann að vera með íslenska nemendur. „Þeir eru oftast mjög ástríðufullir, sérvitrir og horfa listrænum augum á lífið. Allt mjög mikilvægir eiginleikar hjá framtíðarleikurum."

Inntökuprófið fer fram þann 10. mars í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi og varir yfir heilan dag þar sem umsækjendur gera ýmsar æfingar ásamt því að mæta í viðtal hjá prófdómurum frá skólanum, þar á meðal Henning. Inntökuprófin fara fram á dönsku og ensku en nauðsynlegt er að kunna smá í dönskunni. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofuskólans gegnum netfangið malene@teaterskolen.com.- áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.