Risaforlagið Random House gefur út Pabbabók Bjarna 20. janúar 2012 16:30 Bjarni Haukur Þórsson þarf að skila bókinni af sér í sumar og hefur því nóg að gera við ritun bókarinnar. fréttablaðið/gva „Tilboðið frá Random House var eiginlega þannig að það var ekki hægt að segja nei við því. Þetta er mjög góður samningur," segir leikarinn og leikstjórinn Bjarni Haukur Þórsson. Hann hefur undirritað útgáfusamning við risaforlagið Random House um að hann skrifi bók byggða á einleiknum Pabbinn. „Þetta er skálduð sjálfsævisaga byggð á eigin reynslu. Þetta verður vonandi mjög fyndin bók sem fjallar um það að vera faðir og öllu sem því fylgir. Maður hefur fundið það í gegnum áhugann á leikverkinu að það er gríðarlegur áhugi á stöðu karlmannsins sem uppalanda og föður, hvort sem hann er einstæður eða ekki," segir Bjarni Haukur sem var að vonum upp með sér þegar Random House hafði samband við hann. „Það var alveg frábært en svo vaknaði ég í svitakasti daginn eftir og áttaði mig á að maður þyrfti að gera þetta líka." Pabbinn, sem um þrjátíu þúsund manns sáu hér á landi, hefur verið á fjölunum í Þýskalandi síðustu tvö ár við góðar undirtektir. Yfir eitt hundrað þúsund manns hafa séð einleikinn, auk þess sem þýsk kvikmynd byggð á Pabbanum fer í tökur síðar á þessu ári eftir handriti Bjarna Hauks og Ólafs Egilssonar. „Í ljósi þess að ég gekk frá sölu á kvikmyndaréttinum vaknaði áhugi á að gefa út bók og þeir komu til mín með þessa hugmynd," segir hann um áhuga Random House. Þessa dagana situr Bjarni Haukur sveittur við skriftir á bókinni en hann á að skila henni af sér í sumar. Bókin kemur fyrst út í Þýskalandi, líklega í lok ársins eða í byrjun þess næsta, og í framhaldinu kemur hún út í fleiri löndum. Einleikurinn Pabbinn er þegar búinn að plægja akurinn fyrir bókina því hann hefur verið sýndur í 25 löndum við miklar vinsældir. Pabbabókin verður sú fyrsta sem Bjarni Haukur sendir frá sér og má segja að hann byrji á toppnum því Random House er eitt stærsta bókaforlag heims. Það er í eigu Þjóðverja en er með höfuðstöðvar í New York. „Það hefði kannski verið rökréttara að byrja á Íslandi en heimurinn er óútreiknanlegur. En þetta er frábært í alla staði og mikil viðurkenning." freyr@frettabladid.is Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira
„Tilboðið frá Random House var eiginlega þannig að það var ekki hægt að segja nei við því. Þetta er mjög góður samningur," segir leikarinn og leikstjórinn Bjarni Haukur Þórsson. Hann hefur undirritað útgáfusamning við risaforlagið Random House um að hann skrifi bók byggða á einleiknum Pabbinn. „Þetta er skálduð sjálfsævisaga byggð á eigin reynslu. Þetta verður vonandi mjög fyndin bók sem fjallar um það að vera faðir og öllu sem því fylgir. Maður hefur fundið það í gegnum áhugann á leikverkinu að það er gríðarlegur áhugi á stöðu karlmannsins sem uppalanda og föður, hvort sem hann er einstæður eða ekki," segir Bjarni Haukur sem var að vonum upp með sér þegar Random House hafði samband við hann. „Það var alveg frábært en svo vaknaði ég í svitakasti daginn eftir og áttaði mig á að maður þyrfti að gera þetta líka." Pabbinn, sem um þrjátíu þúsund manns sáu hér á landi, hefur verið á fjölunum í Þýskalandi síðustu tvö ár við góðar undirtektir. Yfir eitt hundrað þúsund manns hafa séð einleikinn, auk þess sem þýsk kvikmynd byggð á Pabbanum fer í tökur síðar á þessu ári eftir handriti Bjarna Hauks og Ólafs Egilssonar. „Í ljósi þess að ég gekk frá sölu á kvikmyndaréttinum vaknaði áhugi á að gefa út bók og þeir komu til mín með þessa hugmynd," segir hann um áhuga Random House. Þessa dagana situr Bjarni Haukur sveittur við skriftir á bókinni en hann á að skila henni af sér í sumar. Bókin kemur fyrst út í Þýskalandi, líklega í lok ársins eða í byrjun þess næsta, og í framhaldinu kemur hún út í fleiri löndum. Einleikurinn Pabbinn er þegar búinn að plægja akurinn fyrir bókina því hann hefur verið sýndur í 25 löndum við miklar vinsældir. Pabbabókin verður sú fyrsta sem Bjarni Haukur sendir frá sér og má segja að hann byrji á toppnum því Random House er eitt stærsta bókaforlag heims. Það er í eigu Þjóðverja en er með höfuðstöðvar í New York. „Það hefði kannski verið rökréttara að byrja á Íslandi en heimurinn er óútreiknanlegur. En þetta er frábært í alla staði og mikil viðurkenning." freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira