Tækifæri til að breyta rétt Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 20. janúar 2012 06:00 Eins rangt og það var að hefja málsókn gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í dag tækifæri til að gera það sem er rétt. Því miður hefur umræðan undanfarið minnst snúist um það hvað rétt og sanngjarnt sé að gera en mest um það hvort hugsanleg niðurstaða sé góð eða slæm fyrir ríkisstjórnina, tiltekna stjórnmálaflokka eða tilteknar stjórnmálaskoðanir. Um hvað snýst málið?Eins og öllum er ljóst er málsóknin gegn Geir H. Haarde algjört einsdæmi. Hún er pólitísks eðlis, er í andstöðu við okkar réttarfar og felur í sér ósanngjarna aðför gegn einstaklingi, sem ekki getur einn og sér borið ábyrgð á afleiðingum efnahagshrunsins. Þess vegna var ákvörðun Alþingis á sínum tíma röng og þess vegna er svo mikilvægt að hún verði dregin til baka og skapi ekki fordæmi í íslensku samfélagi. Líkt og svo oft áður hefur hinn pólitíski leikur þessa vikuna fengið meiri athygli en málið sjálft. Þannig höfum við fylgst með hörðum átökum milli stjórnmálaflokka, innan stjórnmálaflokka og flóknum kenningum um það hvað atkvæðagreiðslan um frávísunina feli raunverulega í sér. Þetta hefur flækt málið, sem í grunninn snýst ekki um ríkisstjórnina, einstaka stjórnmálaflokka eða stjórnmálaskoðanir, heldur um það eitt að gera rétt gagnvart einstaklingi sem hefur verið órétti beittur. Kosningar eru pólitískt uppgjörTraust almennings til stjórnmála er í sögulegu lágmarki. Stjórnmálamenn verða að horfast í augu við þá staðreynd, endurskoða áherslur, breyta vinnubrögðum og færa valdið nær fólkinu. Aðeins þannig endurvinnum við traust, nýtum lærdóminn af hruninu og eflum lýðræðið. Enginn stjórnmálaflokkur, ekki heldur sá sem ég tilheyri, getur vikið sér undan slíkri skoðun. Hún er óumflýjanleg og mun hafa mikil áhrif á val fólks og niðurstöður kosninga, þar sem uppgjör almennings við stjórnmálin fer fram. Stjórnmálin geta ekki og mega ekki víkja sér undan þeim dómi eða færa það vald annað. Hið pólitíska uppgjör er hjá þjóðinni allri á kjördag. Hvorki Alþingi né einstakir stjórnmálamenn geta krafist þess að uppgjörið fari fram annars staðar, síst af öllu í lokuðum dómsölum með málsókn gegn einum manni. Það er einfaldlega rangt og því hvet ég þingmenn allra flokka til að nýta daginn til að breyta rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Eins rangt og það var að hefja málsókn gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í dag tækifæri til að gera það sem er rétt. Því miður hefur umræðan undanfarið minnst snúist um það hvað rétt og sanngjarnt sé að gera en mest um það hvort hugsanleg niðurstaða sé góð eða slæm fyrir ríkisstjórnina, tiltekna stjórnmálaflokka eða tilteknar stjórnmálaskoðanir. Um hvað snýst málið?Eins og öllum er ljóst er málsóknin gegn Geir H. Haarde algjört einsdæmi. Hún er pólitísks eðlis, er í andstöðu við okkar réttarfar og felur í sér ósanngjarna aðför gegn einstaklingi, sem ekki getur einn og sér borið ábyrgð á afleiðingum efnahagshrunsins. Þess vegna var ákvörðun Alþingis á sínum tíma röng og þess vegna er svo mikilvægt að hún verði dregin til baka og skapi ekki fordæmi í íslensku samfélagi. Líkt og svo oft áður hefur hinn pólitíski leikur þessa vikuna fengið meiri athygli en málið sjálft. Þannig höfum við fylgst með hörðum átökum milli stjórnmálaflokka, innan stjórnmálaflokka og flóknum kenningum um það hvað atkvæðagreiðslan um frávísunina feli raunverulega í sér. Þetta hefur flækt málið, sem í grunninn snýst ekki um ríkisstjórnina, einstaka stjórnmálaflokka eða stjórnmálaskoðanir, heldur um það eitt að gera rétt gagnvart einstaklingi sem hefur verið órétti beittur. Kosningar eru pólitískt uppgjörTraust almennings til stjórnmála er í sögulegu lágmarki. Stjórnmálamenn verða að horfast í augu við þá staðreynd, endurskoða áherslur, breyta vinnubrögðum og færa valdið nær fólkinu. Aðeins þannig endurvinnum við traust, nýtum lærdóminn af hruninu og eflum lýðræðið. Enginn stjórnmálaflokkur, ekki heldur sá sem ég tilheyri, getur vikið sér undan slíkri skoðun. Hún er óumflýjanleg og mun hafa mikil áhrif á val fólks og niðurstöður kosninga, þar sem uppgjör almennings við stjórnmálin fer fram. Stjórnmálin geta ekki og mega ekki víkja sér undan þeim dómi eða færa það vald annað. Hið pólitíska uppgjör er hjá þjóðinni allri á kjördag. Hvorki Alþingi né einstakir stjórnmálamenn geta krafist þess að uppgjörið fari fram annars staðar, síst af öllu í lokuðum dómsölum með málsókn gegn einum manni. Það er einfaldlega rangt og því hvet ég þingmenn allra flokka til að nýta daginn til að breyta rétt.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun