Tækifæri til að breyta rétt Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 20. janúar 2012 06:00 Eins rangt og það var að hefja málsókn gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í dag tækifæri til að gera það sem er rétt. Því miður hefur umræðan undanfarið minnst snúist um það hvað rétt og sanngjarnt sé að gera en mest um það hvort hugsanleg niðurstaða sé góð eða slæm fyrir ríkisstjórnina, tiltekna stjórnmálaflokka eða tilteknar stjórnmálaskoðanir. Um hvað snýst málið?Eins og öllum er ljóst er málsóknin gegn Geir H. Haarde algjört einsdæmi. Hún er pólitísks eðlis, er í andstöðu við okkar réttarfar og felur í sér ósanngjarna aðför gegn einstaklingi, sem ekki getur einn og sér borið ábyrgð á afleiðingum efnahagshrunsins. Þess vegna var ákvörðun Alþingis á sínum tíma röng og þess vegna er svo mikilvægt að hún verði dregin til baka og skapi ekki fordæmi í íslensku samfélagi. Líkt og svo oft áður hefur hinn pólitíski leikur þessa vikuna fengið meiri athygli en málið sjálft. Þannig höfum við fylgst með hörðum átökum milli stjórnmálaflokka, innan stjórnmálaflokka og flóknum kenningum um það hvað atkvæðagreiðslan um frávísunina feli raunverulega í sér. Þetta hefur flækt málið, sem í grunninn snýst ekki um ríkisstjórnina, einstaka stjórnmálaflokka eða stjórnmálaskoðanir, heldur um það eitt að gera rétt gagnvart einstaklingi sem hefur verið órétti beittur. Kosningar eru pólitískt uppgjörTraust almennings til stjórnmála er í sögulegu lágmarki. Stjórnmálamenn verða að horfast í augu við þá staðreynd, endurskoða áherslur, breyta vinnubrögðum og færa valdið nær fólkinu. Aðeins þannig endurvinnum við traust, nýtum lærdóminn af hruninu og eflum lýðræðið. Enginn stjórnmálaflokkur, ekki heldur sá sem ég tilheyri, getur vikið sér undan slíkri skoðun. Hún er óumflýjanleg og mun hafa mikil áhrif á val fólks og niðurstöður kosninga, þar sem uppgjör almennings við stjórnmálin fer fram. Stjórnmálin geta ekki og mega ekki víkja sér undan þeim dómi eða færa það vald annað. Hið pólitíska uppgjör er hjá þjóðinni allri á kjördag. Hvorki Alþingi né einstakir stjórnmálamenn geta krafist þess að uppgjörið fari fram annars staðar, síst af öllu í lokuðum dómsölum með málsókn gegn einum manni. Það er einfaldlega rangt og því hvet ég þingmenn allra flokka til að nýta daginn til að breyta rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eins rangt og það var að hefja málsókn gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í dag tækifæri til að gera það sem er rétt. Því miður hefur umræðan undanfarið minnst snúist um það hvað rétt og sanngjarnt sé að gera en mest um það hvort hugsanleg niðurstaða sé góð eða slæm fyrir ríkisstjórnina, tiltekna stjórnmálaflokka eða tilteknar stjórnmálaskoðanir. Um hvað snýst málið?Eins og öllum er ljóst er málsóknin gegn Geir H. Haarde algjört einsdæmi. Hún er pólitísks eðlis, er í andstöðu við okkar réttarfar og felur í sér ósanngjarna aðför gegn einstaklingi, sem ekki getur einn og sér borið ábyrgð á afleiðingum efnahagshrunsins. Þess vegna var ákvörðun Alþingis á sínum tíma röng og þess vegna er svo mikilvægt að hún verði dregin til baka og skapi ekki fordæmi í íslensku samfélagi. Líkt og svo oft áður hefur hinn pólitíski leikur þessa vikuna fengið meiri athygli en málið sjálft. Þannig höfum við fylgst með hörðum átökum milli stjórnmálaflokka, innan stjórnmálaflokka og flóknum kenningum um það hvað atkvæðagreiðslan um frávísunina feli raunverulega í sér. Þetta hefur flækt málið, sem í grunninn snýst ekki um ríkisstjórnina, einstaka stjórnmálaflokka eða stjórnmálaskoðanir, heldur um það eitt að gera rétt gagnvart einstaklingi sem hefur verið órétti beittur. Kosningar eru pólitískt uppgjörTraust almennings til stjórnmála er í sögulegu lágmarki. Stjórnmálamenn verða að horfast í augu við þá staðreynd, endurskoða áherslur, breyta vinnubrögðum og færa valdið nær fólkinu. Aðeins þannig endurvinnum við traust, nýtum lærdóminn af hruninu og eflum lýðræðið. Enginn stjórnmálaflokkur, ekki heldur sá sem ég tilheyri, getur vikið sér undan slíkri skoðun. Hún er óumflýjanleg og mun hafa mikil áhrif á val fólks og niðurstöður kosninga, þar sem uppgjör almennings við stjórnmálin fer fram. Stjórnmálin geta ekki og mega ekki víkja sér undan þeim dómi eða færa það vald annað. Hið pólitíska uppgjör er hjá þjóðinni allri á kjördag. Hvorki Alþingi né einstakir stjórnmálamenn geta krafist þess að uppgjörið fari fram annars staðar, síst af öllu í lokuðum dómsölum með málsókn gegn einum manni. Það er einfaldlega rangt og því hvet ég þingmenn allra flokka til að nýta daginn til að breyta rétt.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun