Tækifæri til að breyta rétt Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 20. janúar 2012 06:00 Eins rangt og það var að hefja málsókn gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í dag tækifæri til að gera það sem er rétt. Því miður hefur umræðan undanfarið minnst snúist um það hvað rétt og sanngjarnt sé að gera en mest um það hvort hugsanleg niðurstaða sé góð eða slæm fyrir ríkisstjórnina, tiltekna stjórnmálaflokka eða tilteknar stjórnmálaskoðanir. Um hvað snýst málið?Eins og öllum er ljóst er málsóknin gegn Geir H. Haarde algjört einsdæmi. Hún er pólitísks eðlis, er í andstöðu við okkar réttarfar og felur í sér ósanngjarna aðför gegn einstaklingi, sem ekki getur einn og sér borið ábyrgð á afleiðingum efnahagshrunsins. Þess vegna var ákvörðun Alþingis á sínum tíma röng og þess vegna er svo mikilvægt að hún verði dregin til baka og skapi ekki fordæmi í íslensku samfélagi. Líkt og svo oft áður hefur hinn pólitíski leikur þessa vikuna fengið meiri athygli en málið sjálft. Þannig höfum við fylgst með hörðum átökum milli stjórnmálaflokka, innan stjórnmálaflokka og flóknum kenningum um það hvað atkvæðagreiðslan um frávísunina feli raunverulega í sér. Þetta hefur flækt málið, sem í grunninn snýst ekki um ríkisstjórnina, einstaka stjórnmálaflokka eða stjórnmálaskoðanir, heldur um það eitt að gera rétt gagnvart einstaklingi sem hefur verið órétti beittur. Kosningar eru pólitískt uppgjörTraust almennings til stjórnmála er í sögulegu lágmarki. Stjórnmálamenn verða að horfast í augu við þá staðreynd, endurskoða áherslur, breyta vinnubrögðum og færa valdið nær fólkinu. Aðeins þannig endurvinnum við traust, nýtum lærdóminn af hruninu og eflum lýðræðið. Enginn stjórnmálaflokkur, ekki heldur sá sem ég tilheyri, getur vikið sér undan slíkri skoðun. Hún er óumflýjanleg og mun hafa mikil áhrif á val fólks og niðurstöður kosninga, þar sem uppgjör almennings við stjórnmálin fer fram. Stjórnmálin geta ekki og mega ekki víkja sér undan þeim dómi eða færa það vald annað. Hið pólitíska uppgjör er hjá þjóðinni allri á kjördag. Hvorki Alþingi né einstakir stjórnmálamenn geta krafist þess að uppgjörið fari fram annars staðar, síst af öllu í lokuðum dómsölum með málsókn gegn einum manni. Það er einfaldlega rangt og því hvet ég þingmenn allra flokka til að nýta daginn til að breyta rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eins rangt og það var að hefja málsókn gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í dag tækifæri til að gera það sem er rétt. Því miður hefur umræðan undanfarið minnst snúist um það hvað rétt og sanngjarnt sé að gera en mest um það hvort hugsanleg niðurstaða sé góð eða slæm fyrir ríkisstjórnina, tiltekna stjórnmálaflokka eða tilteknar stjórnmálaskoðanir. Um hvað snýst málið?Eins og öllum er ljóst er málsóknin gegn Geir H. Haarde algjört einsdæmi. Hún er pólitísks eðlis, er í andstöðu við okkar réttarfar og felur í sér ósanngjarna aðför gegn einstaklingi, sem ekki getur einn og sér borið ábyrgð á afleiðingum efnahagshrunsins. Þess vegna var ákvörðun Alþingis á sínum tíma röng og þess vegna er svo mikilvægt að hún verði dregin til baka og skapi ekki fordæmi í íslensku samfélagi. Líkt og svo oft áður hefur hinn pólitíski leikur þessa vikuna fengið meiri athygli en málið sjálft. Þannig höfum við fylgst með hörðum átökum milli stjórnmálaflokka, innan stjórnmálaflokka og flóknum kenningum um það hvað atkvæðagreiðslan um frávísunina feli raunverulega í sér. Þetta hefur flækt málið, sem í grunninn snýst ekki um ríkisstjórnina, einstaka stjórnmálaflokka eða stjórnmálaskoðanir, heldur um það eitt að gera rétt gagnvart einstaklingi sem hefur verið órétti beittur. Kosningar eru pólitískt uppgjörTraust almennings til stjórnmála er í sögulegu lágmarki. Stjórnmálamenn verða að horfast í augu við þá staðreynd, endurskoða áherslur, breyta vinnubrögðum og færa valdið nær fólkinu. Aðeins þannig endurvinnum við traust, nýtum lærdóminn af hruninu og eflum lýðræðið. Enginn stjórnmálaflokkur, ekki heldur sá sem ég tilheyri, getur vikið sér undan slíkri skoðun. Hún er óumflýjanleg og mun hafa mikil áhrif á val fólks og niðurstöður kosninga, þar sem uppgjör almennings við stjórnmálin fer fram. Stjórnmálin geta ekki og mega ekki víkja sér undan þeim dómi eða færa það vald annað. Hið pólitíska uppgjör er hjá þjóðinni allri á kjördag. Hvorki Alþingi né einstakir stjórnmálamenn geta krafist þess að uppgjörið fari fram annars staðar, síst af öllu í lokuðum dómsölum með málsókn gegn einum manni. Það er einfaldlega rangt og því hvet ég þingmenn allra flokka til að nýta daginn til að breyta rétt.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar