Nýr Landspítali: Fyrir þjóðina eða læknana? Lýður Árnason skrifar 20. janúar 2012 06:00 Tveir forsvarsmenn Landspítalans, Björn Zoëga og Jóhannes Gunnarsson, segja í nýbirtri grein að bygging háskólasjúkrahúss sé sparnaður á erfiðum tímum. Ennfremur að verkið þoli enga bið, að því hnígi fjárhagsleg, samfélagsleg og fagleg rök. Augljóslega er hagræðing að hýsa stofnunina á einum stað. Sömuleiðis borðliggjandi að betra sé fyrir innlagða sjúklinga að dvelja í einmenningi. Einnig að tími starfsfólks nýtist betur á minna svæði. En að málið þoli enga bið tel ég alrangt. Bygging nýs Landspítala er risavaxið inngrip, ekki bara fjárhagslegt heldur líka samfélagslegt. Húsið útheimtir breyttar áherzlur í heilbrigðisþjónustu til framtíðar sem og gjörbreytta ímynd borgarinnar. Hvað byggingaráform snertir hafa forvígismenn Landspítala gengið í fararbroddi ásamt stjórnmálamönnum. Á of mörgum sviðum þjóðlífsins höfum við séð svona skrúðgöngur og almenningi ætlað að húrrahrópa samsíða lúðrablæstrinum. Misvitrar ákvarðanir síðustu ára sitja í okkur flestum og því sjálfsagt að spyrja hvort þörfin á nýju háskólasjúkrahúsi sé yfir höfuð svona aðkallandi? Hvað á að gera við gömlu Landspítalabyggingarnar og Borgarspítalann? Á allt þetta húsnæði að grotna niður eða á að ráðast í viðhald og breytingar samhliða nýbyggingunum? Dugir það til að uppfæra húsin svo þau mæti þörfum núsins? Væri skynsamlegra að byggja í Fossvoginum þar sem svæðið er meira miðsvæðis auk þess sem deiliskipulag leyfir okkur að byggja upp í loftið? Er kostnaðaráætlunin raunhæf eða enn ein brellan til að koma hugðarefnum í óafturkræfan farveg? Annað eins hefur nú gerst og nægir að minna á Hörpuna sem varð næstum fimmfalt dýrari en upphaflega stóð til. Samkvæmt ofantöldu er þetta því ekki bara spurning um staðsetningu og stærð heldur líka um raunverulega þörf. Öll þjóðin hefur fylgst með geigvænlegum niðurskurði í heilbrigðismálum og röng ákvörðun nú mun breyta samfélagsgerðinni til framtíðar. Vill fólk háskólasjúkrahús og vísindasamfélag í skiptum fyrir smærri einingar sem þjónað hafa í heimabyggð? Telur fólk stóra einingu veita betri þjónustu en þá minni? Er stór eining endilega hagkvæmari rekstrarlega en minni? Telur heilbrigðisstarfsfólk hag sínum betur borgið í stærri einingu en minni? Um þetta snýst málið í raun, forgangsröðun fjármuna og eðli heilbrigðisþjónustunnar. Við getum ekki fengið allt og verðum að velja. Það er því ótækt að forsvarsmenn Landspítala leiði umræðuna til lykta, þeirra draumur gæti reynst þjóðinni martröð og miklu betra fyrir alla, ekki sízt áðurnefnda heiðursmenn, að fara þess á leit við Alþingi að þjóðin verði spurð: Vill hún nýtt sjúkrahús eða ekki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Tveir forsvarsmenn Landspítalans, Björn Zoëga og Jóhannes Gunnarsson, segja í nýbirtri grein að bygging háskólasjúkrahúss sé sparnaður á erfiðum tímum. Ennfremur að verkið þoli enga bið, að því hnígi fjárhagsleg, samfélagsleg og fagleg rök. Augljóslega er hagræðing að hýsa stofnunina á einum stað. Sömuleiðis borðliggjandi að betra sé fyrir innlagða sjúklinga að dvelja í einmenningi. Einnig að tími starfsfólks nýtist betur á minna svæði. En að málið þoli enga bið tel ég alrangt. Bygging nýs Landspítala er risavaxið inngrip, ekki bara fjárhagslegt heldur líka samfélagslegt. Húsið útheimtir breyttar áherzlur í heilbrigðisþjónustu til framtíðar sem og gjörbreytta ímynd borgarinnar. Hvað byggingaráform snertir hafa forvígismenn Landspítala gengið í fararbroddi ásamt stjórnmálamönnum. Á of mörgum sviðum þjóðlífsins höfum við séð svona skrúðgöngur og almenningi ætlað að húrrahrópa samsíða lúðrablæstrinum. Misvitrar ákvarðanir síðustu ára sitja í okkur flestum og því sjálfsagt að spyrja hvort þörfin á nýju háskólasjúkrahúsi sé yfir höfuð svona aðkallandi? Hvað á að gera við gömlu Landspítalabyggingarnar og Borgarspítalann? Á allt þetta húsnæði að grotna niður eða á að ráðast í viðhald og breytingar samhliða nýbyggingunum? Dugir það til að uppfæra húsin svo þau mæti þörfum núsins? Væri skynsamlegra að byggja í Fossvoginum þar sem svæðið er meira miðsvæðis auk þess sem deiliskipulag leyfir okkur að byggja upp í loftið? Er kostnaðaráætlunin raunhæf eða enn ein brellan til að koma hugðarefnum í óafturkræfan farveg? Annað eins hefur nú gerst og nægir að minna á Hörpuna sem varð næstum fimmfalt dýrari en upphaflega stóð til. Samkvæmt ofantöldu er þetta því ekki bara spurning um staðsetningu og stærð heldur líka um raunverulega þörf. Öll þjóðin hefur fylgst með geigvænlegum niðurskurði í heilbrigðismálum og röng ákvörðun nú mun breyta samfélagsgerðinni til framtíðar. Vill fólk háskólasjúkrahús og vísindasamfélag í skiptum fyrir smærri einingar sem þjónað hafa í heimabyggð? Telur fólk stóra einingu veita betri þjónustu en þá minni? Er stór eining endilega hagkvæmari rekstrarlega en minni? Telur heilbrigðisstarfsfólk hag sínum betur borgið í stærri einingu en minni? Um þetta snýst málið í raun, forgangsröðun fjármuna og eðli heilbrigðisþjónustunnar. Við getum ekki fengið allt og verðum að velja. Það er því ótækt að forsvarsmenn Landspítala leiði umræðuna til lykta, þeirra draumur gæti reynst þjóðinni martröð og miklu betra fyrir alla, ekki sízt áðurnefnda heiðursmenn, að fara þess á leit við Alþingi að þjóðin verði spurð: Vill hún nýtt sjúkrahús eða ekki?
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar