Um ærleika og samstöðu Alp Mehmet skrifar 20. janúar 2012 06:00 Þann 7. júlí árið 2005 áttu sér stað í London verstu hryðjuverkaárásir sem gerðar hafa verið á Bretlandseyjum. Fjórar samstilltar sprengingar urðu 52 saklausum borgurum að bana og skildu meira en 700 eftir sára. Árásarmennirnir fjórir fórust um leið. Þeir fórust í eldhafinu sem þeir tendruðu sjálfir af ráðnum hug. Umfang árásarinnar vakti ugg með okkur öllum. Mér virtist á þessum tíma sem Íslendingum væri ekki síður brugðið en samlöndum mínum og var ég eindregið hvattur til þess að opna minningabók svo þeir gætu vottað samúð sína og samstöðu. Fjöldi þeirra sem kom til þess að rita nafn sitt í bókina kom mér í opna skjöldu og snart mig. Mér mun aldrei líða úr minni sú mikla umhyggja og stuðningur sem íslenska þjóðin sýndi á þessum dimmu dögum í sögu Bretlands. Ástæða þess að ég rita þessi orð nú er sú að þau sem urðu fyrst til að skrá nöfn sín í minningarbókina voru Geir Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, og Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona hans. Ég sá í gegnum gluggann minn hvar þau komu að og ég fór út til þess að taka á móti þeim og þakka þeim fyrir að gefa sér tíma til þess að votta samúð sína. „Í dag erum við öll Lundúnabúar. Við deilum harmi ykkar og áfalli yfir því sem hefur gerst," sagði Geir. Ég kynntist þeim Geir og Ingu Jónu vel á þeim tíma sem ég var sendiherra Bretlands á Íslandi. Fyrst þegar hann var fjármálaráðherra, síðar utanríkisráðherra og loks forsætisráðherra. Ég og eiginkona mín vinguðumst við Ingu Jónu í gegnum fjáröflunarstarf fyrir Barnaheill. Geir og Inga Jóna buðu af sér góðan þokka sem umhyggjusamir og ástríðufullir Íslendingar. Geir lagði sig í framkróka við að þjóna hagsmunum Íslands. Þetta sannreyndi ég á fundum sem ég átti með honum, þar sem hann hitti fyrir breska embættismenn sem sóttu Ísland heim og eins á fundum sem ég kom í kring í London, þar á meðal fundi í utanríkisráðuneytinu og með forsætisráðherranum í Downingstræti 10. Ég yfirgaf Ísland 30. júní 2008 og lét af störfum í bresku utanríkisþjónustunni tveimur mánuðum síðar. Það var því úr fjarska sem ég fylgdist með þeim atburðum sem áttu sér stað í Reykjavík í októbermánuði þetta sama ár, dapur í bragði og furðu lostinn. Ég fann til með þeim sem áttu hagsmuna að gæta í þessum hildarleik, ekki síst með þeim Íslendingum og samlöndum mínum, sem sumir hverjir horfðu fram á að ævisparnaður þeirra var í uppnámi. Vissulega velti ég því fyrir mér hvort þeir sem voru í eldlínunni og reyndu eftir fremsta megni að hafa stjórn á atburðarásinni, væru þeir réttu til þess að hafa það verk með höndum, hvort hugsanlega væru einhverjir aðrir betur til þess fallnir. En ég komst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar mættu hrósa happi fyrir að eiga jafn reyndan mann og greindan fyrir forsætisráðherra. Þeir hefðu ekki getað beðið um meir. Mann með tvær meistaragráður frá framúrskarandi háskólum. Mann sem hafði starfað sem hagfræðingur í Seðlabankanum. Mann með víðtæka reynslu sem ráðherra, sem stýrði efnahagsmálum þegar þau voru óumdeilanlega í góðu horfi, sem var utanríkisráðherra um skeið og bar því skynbragð á milliríkjasamskipti. Umfram allt var ég sannfærður um að lánsemi Íslendinga fælist í því að þar færi ekki aðeins maður með rétta þekkingu, heldur líka maður sem sannarlega léti einskis ófreistað til þess að tryggja að hagsmunum þjóðar sinnar yrði sem best borgið. Ég gat ekki ímyndað mér þann mann sem hefði farið öðruvísi að eða gert betur. Það er ekki við hæfi að utanaðkomandi vefengi ákvarðanir Alþingis Íslendinga sem lúta að öðrum Íslendingum, enda vakir það ekki fyrir mér hér. Ég þekki til margra alþingismanna og ég tel þá vera heiðvirða og velviljaða Íslendinga sem unna þjóð sinni. En ég þekki Geir Haarde líka af þeirri sömu heiðursmennsku og föðurlandsást. Þess vegna fæ ég ekki skilið hvers vegna honum er nú vísað til sætis á sakamannabekk. Ég hef borið gæfu til þess að kynnast Íslandi og Íslendingum nokkuð. En mig hefði aldrei órað fyrir því að sú staða sem nú blasir við gæti nokkurn tíma komið upp. Ég er þess líka fullviss að hefði ég fyrir fimm eða sex árum síðan (og það voru, vel að merkja, líka blikur á lofti árið 2006) spurt einhvern alþingismann um það hver viðbrögðin yrðu ef svo ólíklega færi að bankakerfið legðist á hliðina í einni svipan, þá hefði enginn þeirra svarað því til að forsætisráðherrann yrði ákærður og dreginn fyrir dóm. Þvert á móti tel ég líklegra að viðkomandi hefði minnt mig á það að þegar syrti í álinn hefðu Íslendingar ævinlega grafið stríðsöxina og af samtakamætti róið að því öllum árum að komast út úr öldudalnum. Aðdáun mín og virðing fyrir Íslendingum er djúp. Fyrir þeirra hönd vona ég sannarlega að landið muni senn skipa sinn fyrri sess samlyndis og velmegunar, að þeir megi horfa sameinaðir fram á veginn en ekki aftur til fortíðar. Og ég efast ekki um að Geir Haarde ber þá sömu von í brjósti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þann 7. júlí árið 2005 áttu sér stað í London verstu hryðjuverkaárásir sem gerðar hafa verið á Bretlandseyjum. Fjórar samstilltar sprengingar urðu 52 saklausum borgurum að bana og skildu meira en 700 eftir sára. Árásarmennirnir fjórir fórust um leið. Þeir fórust í eldhafinu sem þeir tendruðu sjálfir af ráðnum hug. Umfang árásarinnar vakti ugg með okkur öllum. Mér virtist á þessum tíma sem Íslendingum væri ekki síður brugðið en samlöndum mínum og var ég eindregið hvattur til þess að opna minningabók svo þeir gætu vottað samúð sína og samstöðu. Fjöldi þeirra sem kom til þess að rita nafn sitt í bókina kom mér í opna skjöldu og snart mig. Mér mun aldrei líða úr minni sú mikla umhyggja og stuðningur sem íslenska þjóðin sýndi á þessum dimmu dögum í sögu Bretlands. Ástæða þess að ég rita þessi orð nú er sú að þau sem urðu fyrst til að skrá nöfn sín í minningarbókina voru Geir Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, og Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona hans. Ég sá í gegnum gluggann minn hvar þau komu að og ég fór út til þess að taka á móti þeim og þakka þeim fyrir að gefa sér tíma til þess að votta samúð sína. „Í dag erum við öll Lundúnabúar. Við deilum harmi ykkar og áfalli yfir því sem hefur gerst," sagði Geir. Ég kynntist þeim Geir og Ingu Jónu vel á þeim tíma sem ég var sendiherra Bretlands á Íslandi. Fyrst þegar hann var fjármálaráðherra, síðar utanríkisráðherra og loks forsætisráðherra. Ég og eiginkona mín vinguðumst við Ingu Jónu í gegnum fjáröflunarstarf fyrir Barnaheill. Geir og Inga Jóna buðu af sér góðan þokka sem umhyggjusamir og ástríðufullir Íslendingar. Geir lagði sig í framkróka við að þjóna hagsmunum Íslands. Þetta sannreyndi ég á fundum sem ég átti með honum, þar sem hann hitti fyrir breska embættismenn sem sóttu Ísland heim og eins á fundum sem ég kom í kring í London, þar á meðal fundi í utanríkisráðuneytinu og með forsætisráðherranum í Downingstræti 10. Ég yfirgaf Ísland 30. júní 2008 og lét af störfum í bresku utanríkisþjónustunni tveimur mánuðum síðar. Það var því úr fjarska sem ég fylgdist með þeim atburðum sem áttu sér stað í Reykjavík í októbermánuði þetta sama ár, dapur í bragði og furðu lostinn. Ég fann til með þeim sem áttu hagsmuna að gæta í þessum hildarleik, ekki síst með þeim Íslendingum og samlöndum mínum, sem sumir hverjir horfðu fram á að ævisparnaður þeirra var í uppnámi. Vissulega velti ég því fyrir mér hvort þeir sem voru í eldlínunni og reyndu eftir fremsta megni að hafa stjórn á atburðarásinni, væru þeir réttu til þess að hafa það verk með höndum, hvort hugsanlega væru einhverjir aðrir betur til þess fallnir. En ég komst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar mættu hrósa happi fyrir að eiga jafn reyndan mann og greindan fyrir forsætisráðherra. Þeir hefðu ekki getað beðið um meir. Mann með tvær meistaragráður frá framúrskarandi háskólum. Mann sem hafði starfað sem hagfræðingur í Seðlabankanum. Mann með víðtæka reynslu sem ráðherra, sem stýrði efnahagsmálum þegar þau voru óumdeilanlega í góðu horfi, sem var utanríkisráðherra um skeið og bar því skynbragð á milliríkjasamskipti. Umfram allt var ég sannfærður um að lánsemi Íslendinga fælist í því að þar færi ekki aðeins maður með rétta þekkingu, heldur líka maður sem sannarlega léti einskis ófreistað til þess að tryggja að hagsmunum þjóðar sinnar yrði sem best borgið. Ég gat ekki ímyndað mér þann mann sem hefði farið öðruvísi að eða gert betur. Það er ekki við hæfi að utanaðkomandi vefengi ákvarðanir Alþingis Íslendinga sem lúta að öðrum Íslendingum, enda vakir það ekki fyrir mér hér. Ég þekki til margra alþingismanna og ég tel þá vera heiðvirða og velviljaða Íslendinga sem unna þjóð sinni. En ég þekki Geir Haarde líka af þeirri sömu heiðursmennsku og föðurlandsást. Þess vegna fæ ég ekki skilið hvers vegna honum er nú vísað til sætis á sakamannabekk. Ég hef borið gæfu til þess að kynnast Íslandi og Íslendingum nokkuð. En mig hefði aldrei órað fyrir því að sú staða sem nú blasir við gæti nokkurn tíma komið upp. Ég er þess líka fullviss að hefði ég fyrir fimm eða sex árum síðan (og það voru, vel að merkja, líka blikur á lofti árið 2006) spurt einhvern alþingismann um það hver viðbrögðin yrðu ef svo ólíklega færi að bankakerfið legðist á hliðina í einni svipan, þá hefði enginn þeirra svarað því til að forsætisráðherrann yrði ákærður og dreginn fyrir dóm. Þvert á móti tel ég líklegra að viðkomandi hefði minnt mig á það að þegar syrti í álinn hefðu Íslendingar ævinlega grafið stríðsöxina og af samtakamætti róið að því öllum árum að komast út úr öldudalnum. Aðdáun mín og virðing fyrir Íslendingum er djúp. Fyrir þeirra hönd vona ég sannarlega að landið muni senn skipa sinn fyrri sess samlyndis og velmegunar, að þeir megi horfa sameinaðir fram á veginn en ekki aftur til fortíðar. Og ég efast ekki um að Geir Haarde ber þá sömu von í brjósti.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun