Um ærleika og samstöðu Alp Mehmet skrifar 20. janúar 2012 06:00 Þann 7. júlí árið 2005 áttu sér stað í London verstu hryðjuverkaárásir sem gerðar hafa verið á Bretlandseyjum. Fjórar samstilltar sprengingar urðu 52 saklausum borgurum að bana og skildu meira en 700 eftir sára. Árásarmennirnir fjórir fórust um leið. Þeir fórust í eldhafinu sem þeir tendruðu sjálfir af ráðnum hug. Umfang árásarinnar vakti ugg með okkur öllum. Mér virtist á þessum tíma sem Íslendingum væri ekki síður brugðið en samlöndum mínum og var ég eindregið hvattur til þess að opna minningabók svo þeir gætu vottað samúð sína og samstöðu. Fjöldi þeirra sem kom til þess að rita nafn sitt í bókina kom mér í opna skjöldu og snart mig. Mér mun aldrei líða úr minni sú mikla umhyggja og stuðningur sem íslenska þjóðin sýndi á þessum dimmu dögum í sögu Bretlands. Ástæða þess að ég rita þessi orð nú er sú að þau sem urðu fyrst til að skrá nöfn sín í minningarbókina voru Geir Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, og Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona hans. Ég sá í gegnum gluggann minn hvar þau komu að og ég fór út til þess að taka á móti þeim og þakka þeim fyrir að gefa sér tíma til þess að votta samúð sína. „Í dag erum við öll Lundúnabúar. Við deilum harmi ykkar og áfalli yfir því sem hefur gerst," sagði Geir. Ég kynntist þeim Geir og Ingu Jónu vel á þeim tíma sem ég var sendiherra Bretlands á Íslandi. Fyrst þegar hann var fjármálaráðherra, síðar utanríkisráðherra og loks forsætisráðherra. Ég og eiginkona mín vinguðumst við Ingu Jónu í gegnum fjáröflunarstarf fyrir Barnaheill. Geir og Inga Jóna buðu af sér góðan þokka sem umhyggjusamir og ástríðufullir Íslendingar. Geir lagði sig í framkróka við að þjóna hagsmunum Íslands. Þetta sannreyndi ég á fundum sem ég átti með honum, þar sem hann hitti fyrir breska embættismenn sem sóttu Ísland heim og eins á fundum sem ég kom í kring í London, þar á meðal fundi í utanríkisráðuneytinu og með forsætisráðherranum í Downingstræti 10. Ég yfirgaf Ísland 30. júní 2008 og lét af störfum í bresku utanríkisþjónustunni tveimur mánuðum síðar. Það var því úr fjarska sem ég fylgdist með þeim atburðum sem áttu sér stað í Reykjavík í októbermánuði þetta sama ár, dapur í bragði og furðu lostinn. Ég fann til með þeim sem áttu hagsmuna að gæta í þessum hildarleik, ekki síst með þeim Íslendingum og samlöndum mínum, sem sumir hverjir horfðu fram á að ævisparnaður þeirra var í uppnámi. Vissulega velti ég því fyrir mér hvort þeir sem voru í eldlínunni og reyndu eftir fremsta megni að hafa stjórn á atburðarásinni, væru þeir réttu til þess að hafa það verk með höndum, hvort hugsanlega væru einhverjir aðrir betur til þess fallnir. En ég komst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar mættu hrósa happi fyrir að eiga jafn reyndan mann og greindan fyrir forsætisráðherra. Þeir hefðu ekki getað beðið um meir. Mann með tvær meistaragráður frá framúrskarandi háskólum. Mann sem hafði starfað sem hagfræðingur í Seðlabankanum. Mann með víðtæka reynslu sem ráðherra, sem stýrði efnahagsmálum þegar þau voru óumdeilanlega í góðu horfi, sem var utanríkisráðherra um skeið og bar því skynbragð á milliríkjasamskipti. Umfram allt var ég sannfærður um að lánsemi Íslendinga fælist í því að þar færi ekki aðeins maður með rétta þekkingu, heldur líka maður sem sannarlega léti einskis ófreistað til þess að tryggja að hagsmunum þjóðar sinnar yrði sem best borgið. Ég gat ekki ímyndað mér þann mann sem hefði farið öðruvísi að eða gert betur. Það er ekki við hæfi að utanaðkomandi vefengi ákvarðanir Alþingis Íslendinga sem lúta að öðrum Íslendingum, enda vakir það ekki fyrir mér hér. Ég þekki til margra alþingismanna og ég tel þá vera heiðvirða og velviljaða Íslendinga sem unna þjóð sinni. En ég þekki Geir Haarde líka af þeirri sömu heiðursmennsku og föðurlandsást. Þess vegna fæ ég ekki skilið hvers vegna honum er nú vísað til sætis á sakamannabekk. Ég hef borið gæfu til þess að kynnast Íslandi og Íslendingum nokkuð. En mig hefði aldrei órað fyrir því að sú staða sem nú blasir við gæti nokkurn tíma komið upp. Ég er þess líka fullviss að hefði ég fyrir fimm eða sex árum síðan (og það voru, vel að merkja, líka blikur á lofti árið 2006) spurt einhvern alþingismann um það hver viðbrögðin yrðu ef svo ólíklega færi að bankakerfið legðist á hliðina í einni svipan, þá hefði enginn þeirra svarað því til að forsætisráðherrann yrði ákærður og dreginn fyrir dóm. Þvert á móti tel ég líklegra að viðkomandi hefði minnt mig á það að þegar syrti í álinn hefðu Íslendingar ævinlega grafið stríðsöxina og af samtakamætti róið að því öllum árum að komast út úr öldudalnum. Aðdáun mín og virðing fyrir Íslendingum er djúp. Fyrir þeirra hönd vona ég sannarlega að landið muni senn skipa sinn fyrri sess samlyndis og velmegunar, að þeir megi horfa sameinaðir fram á veginn en ekki aftur til fortíðar. Og ég efast ekki um að Geir Haarde ber þá sömu von í brjósti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þann 7. júlí árið 2005 áttu sér stað í London verstu hryðjuverkaárásir sem gerðar hafa verið á Bretlandseyjum. Fjórar samstilltar sprengingar urðu 52 saklausum borgurum að bana og skildu meira en 700 eftir sára. Árásarmennirnir fjórir fórust um leið. Þeir fórust í eldhafinu sem þeir tendruðu sjálfir af ráðnum hug. Umfang árásarinnar vakti ugg með okkur öllum. Mér virtist á þessum tíma sem Íslendingum væri ekki síður brugðið en samlöndum mínum og var ég eindregið hvattur til þess að opna minningabók svo þeir gætu vottað samúð sína og samstöðu. Fjöldi þeirra sem kom til þess að rita nafn sitt í bókina kom mér í opna skjöldu og snart mig. Mér mun aldrei líða úr minni sú mikla umhyggja og stuðningur sem íslenska þjóðin sýndi á þessum dimmu dögum í sögu Bretlands. Ástæða þess að ég rita þessi orð nú er sú að þau sem urðu fyrst til að skrá nöfn sín í minningarbókina voru Geir Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, og Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona hans. Ég sá í gegnum gluggann minn hvar þau komu að og ég fór út til þess að taka á móti þeim og þakka þeim fyrir að gefa sér tíma til þess að votta samúð sína. „Í dag erum við öll Lundúnabúar. Við deilum harmi ykkar og áfalli yfir því sem hefur gerst," sagði Geir. Ég kynntist þeim Geir og Ingu Jónu vel á þeim tíma sem ég var sendiherra Bretlands á Íslandi. Fyrst þegar hann var fjármálaráðherra, síðar utanríkisráðherra og loks forsætisráðherra. Ég og eiginkona mín vinguðumst við Ingu Jónu í gegnum fjáröflunarstarf fyrir Barnaheill. Geir og Inga Jóna buðu af sér góðan þokka sem umhyggjusamir og ástríðufullir Íslendingar. Geir lagði sig í framkróka við að þjóna hagsmunum Íslands. Þetta sannreyndi ég á fundum sem ég átti með honum, þar sem hann hitti fyrir breska embættismenn sem sóttu Ísland heim og eins á fundum sem ég kom í kring í London, þar á meðal fundi í utanríkisráðuneytinu og með forsætisráðherranum í Downingstræti 10. Ég yfirgaf Ísland 30. júní 2008 og lét af störfum í bresku utanríkisþjónustunni tveimur mánuðum síðar. Það var því úr fjarska sem ég fylgdist með þeim atburðum sem áttu sér stað í Reykjavík í októbermánuði þetta sama ár, dapur í bragði og furðu lostinn. Ég fann til með þeim sem áttu hagsmuna að gæta í þessum hildarleik, ekki síst með þeim Íslendingum og samlöndum mínum, sem sumir hverjir horfðu fram á að ævisparnaður þeirra var í uppnámi. Vissulega velti ég því fyrir mér hvort þeir sem voru í eldlínunni og reyndu eftir fremsta megni að hafa stjórn á atburðarásinni, væru þeir réttu til þess að hafa það verk með höndum, hvort hugsanlega væru einhverjir aðrir betur til þess fallnir. En ég komst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar mættu hrósa happi fyrir að eiga jafn reyndan mann og greindan fyrir forsætisráðherra. Þeir hefðu ekki getað beðið um meir. Mann með tvær meistaragráður frá framúrskarandi háskólum. Mann sem hafði starfað sem hagfræðingur í Seðlabankanum. Mann með víðtæka reynslu sem ráðherra, sem stýrði efnahagsmálum þegar þau voru óumdeilanlega í góðu horfi, sem var utanríkisráðherra um skeið og bar því skynbragð á milliríkjasamskipti. Umfram allt var ég sannfærður um að lánsemi Íslendinga fælist í því að þar færi ekki aðeins maður með rétta þekkingu, heldur líka maður sem sannarlega léti einskis ófreistað til þess að tryggja að hagsmunum þjóðar sinnar yrði sem best borgið. Ég gat ekki ímyndað mér þann mann sem hefði farið öðruvísi að eða gert betur. Það er ekki við hæfi að utanaðkomandi vefengi ákvarðanir Alþingis Íslendinga sem lúta að öðrum Íslendingum, enda vakir það ekki fyrir mér hér. Ég þekki til margra alþingismanna og ég tel þá vera heiðvirða og velviljaða Íslendinga sem unna þjóð sinni. En ég þekki Geir Haarde líka af þeirri sömu heiðursmennsku og föðurlandsást. Þess vegna fæ ég ekki skilið hvers vegna honum er nú vísað til sætis á sakamannabekk. Ég hef borið gæfu til þess að kynnast Íslandi og Íslendingum nokkuð. En mig hefði aldrei órað fyrir því að sú staða sem nú blasir við gæti nokkurn tíma komið upp. Ég er þess líka fullviss að hefði ég fyrir fimm eða sex árum síðan (og það voru, vel að merkja, líka blikur á lofti árið 2006) spurt einhvern alþingismann um það hver viðbrögðin yrðu ef svo ólíklega færi að bankakerfið legðist á hliðina í einni svipan, þá hefði enginn þeirra svarað því til að forsætisráðherrann yrði ákærður og dreginn fyrir dóm. Þvert á móti tel ég líklegra að viðkomandi hefði minnt mig á það að þegar syrti í álinn hefðu Íslendingar ævinlega grafið stríðsöxina og af samtakamætti róið að því öllum árum að komast út úr öldudalnum. Aðdáun mín og virðing fyrir Íslendingum er djúp. Fyrir þeirra hönd vona ég sannarlega að landið muni senn skipa sinn fyrri sess samlyndis og velmegunar, að þeir megi horfa sameinaðir fram á veginn en ekki aftur til fortíðar. Og ég efast ekki um að Geir Haarde ber þá sömu von í brjósti.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun