Læsi er lífsgæði Pétur Gunnarsson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Það er ekki erfitt að taka afstöðu með því sem er gott. Og auðvelt að taka afstöðu gegn því sem er vont. En því sem er bæði gott og vont? Jákvætt og neikvætt í senn? Þar hefst vandinn. Og sá er í æ ríkari mæli vandi okkar sem nú lifum. Tökum einfalt dæmi: lífskjarabyltinguna á síðari helmingi síðustu aldar. Vélar tóku ómakið af vöðvaaflinu, menn gátu farið allra sinna ferða án þess að hreyfa fæturna, unnið fyrrum erfiðisverk án þess að hreyfa hendurnar. Stórkostlegt! En svo komu fylgikvillarnir: kransæðastíflur, of hár blóðþrýstingur, offita – allt afleiðingar hreyfingarleysis. Og fólk fór að búa sér til tilefni til hreyfingar: hlaupa, ganga, stunda líkamsræktarstöðvar… Víkur nú sögunni að huganum. Breytingar sem á síðustu öld gerðust á sviði vöðvanna eiga sér nú um stundir stað á sviði hugans. Einnig hér blandast jákvætt og neikvætt. Lyklaborðið tekur af okkur ómakið við að draga til stafs. Vasareiknirinn reiknar fyrir okkur. Upplýsing og afþreying berst okkur án þess að við þurfum að leggja nokkuð af mörkum sjálf. Afleiðingin er hreyfingarleysi hugans. Og lestur er ígildi hreyfingar þegar kemur að huganum. Lestur á í raun furðu margt sammerkt með göngu. Maður hugsar aldrei heila hugsun undir stýri. Hugsanirnar snúrra hring eftir hring án þess að fá búning. Á göngu aftur á móti kemur framvinda í þankaganginn, hugsun tekur við af hugsun. Athöfnin að búa til orð úr stöfum og merkingu úr orðum kallar á virkni lesandans og sú virkni skilar sér í atgervi: orðaforða, tökum á máli – og sá sem hefur tök á máli hefur tök á hugsun. Og ekki nóg með það: hinn lesandi er í senn í samtali við textann og samskiptum við sinn innri mann. Innra með honum eru ótal leiðir og stígar, leyni og athvörf sem hann á kost á, en hinn sem ekki les fer á mis við. Það er í því ljósi sem nýlegar kannanir gerðar í framhaldsskólum landsins vekja til umhugsunar. Árið 2007 sögðust 33,5% framhaldsskólapilta aldrei lesa bók. Árið 2010 var hlutfallið komið í 45,4%. Árið 2007 sögðust 26% telpna í framhaldsskólaúrtaki aldrei lesa bók. Árið 2010 var það komið í 40%. Hvað er hægt að gera? Vandinn er af öðrum toga en kyrrsetuvandinn. Hugarfita er ekki sýnileg, of hár hugarþrýstingur mælist ekki í apóteki. Afleiðingarnar aftur á móti eru mælanlegar, til að mynda í nýlegri fjölþjóðlegri könnun þar sem íslenskir drengir komu óþarflega illa út í stærðfræði af því tregur lesskilningur stóð þeim fyrir þrifum. Í stærðfræði! Það gildir sama hér og um hreyfinguna, við verðum að taka meðvitaða ákvörðun um iðkun. Það verður að koma til lestrarákvörðun okkar allra: heimila, skóla, fjölmiðla – en af þessum þremur eru heimilin án vafa mikilvægust. Barn sem elst upp með bóklestri, sem foreldri gefur sér tíma til að skoða með bók og þýða myndirnar yfir í orð og orðin yfir í myndir – binst lestri. Það skilur að á milli tveggja spjalda er veröld sem því stendur til boða. Veröld orðanna. Það er aldrei of snemmt að byrja. Einhver mestu lífsgæði sem foreldri getur fært barni sínu er færni til að lesa. Get ég sannað það? Nei, en ég segi eins og skólabróðir minn einn sem átti að sanna að tvær samhliða línur skærust aldrei. Hann sagði: „Ég get að vísu ekki sannað það, en ég legg drengskap minn að veði.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki erfitt að taka afstöðu með því sem er gott. Og auðvelt að taka afstöðu gegn því sem er vont. En því sem er bæði gott og vont? Jákvætt og neikvætt í senn? Þar hefst vandinn. Og sá er í æ ríkari mæli vandi okkar sem nú lifum. Tökum einfalt dæmi: lífskjarabyltinguna á síðari helmingi síðustu aldar. Vélar tóku ómakið af vöðvaaflinu, menn gátu farið allra sinna ferða án þess að hreyfa fæturna, unnið fyrrum erfiðisverk án þess að hreyfa hendurnar. Stórkostlegt! En svo komu fylgikvillarnir: kransæðastíflur, of hár blóðþrýstingur, offita – allt afleiðingar hreyfingarleysis. Og fólk fór að búa sér til tilefni til hreyfingar: hlaupa, ganga, stunda líkamsræktarstöðvar… Víkur nú sögunni að huganum. Breytingar sem á síðustu öld gerðust á sviði vöðvanna eiga sér nú um stundir stað á sviði hugans. Einnig hér blandast jákvætt og neikvætt. Lyklaborðið tekur af okkur ómakið við að draga til stafs. Vasareiknirinn reiknar fyrir okkur. Upplýsing og afþreying berst okkur án þess að við þurfum að leggja nokkuð af mörkum sjálf. Afleiðingin er hreyfingarleysi hugans. Og lestur er ígildi hreyfingar þegar kemur að huganum. Lestur á í raun furðu margt sammerkt með göngu. Maður hugsar aldrei heila hugsun undir stýri. Hugsanirnar snúrra hring eftir hring án þess að fá búning. Á göngu aftur á móti kemur framvinda í þankaganginn, hugsun tekur við af hugsun. Athöfnin að búa til orð úr stöfum og merkingu úr orðum kallar á virkni lesandans og sú virkni skilar sér í atgervi: orðaforða, tökum á máli – og sá sem hefur tök á máli hefur tök á hugsun. Og ekki nóg með það: hinn lesandi er í senn í samtali við textann og samskiptum við sinn innri mann. Innra með honum eru ótal leiðir og stígar, leyni og athvörf sem hann á kost á, en hinn sem ekki les fer á mis við. Það er í því ljósi sem nýlegar kannanir gerðar í framhaldsskólum landsins vekja til umhugsunar. Árið 2007 sögðust 33,5% framhaldsskólapilta aldrei lesa bók. Árið 2010 var hlutfallið komið í 45,4%. Árið 2007 sögðust 26% telpna í framhaldsskólaúrtaki aldrei lesa bók. Árið 2010 var það komið í 40%. Hvað er hægt að gera? Vandinn er af öðrum toga en kyrrsetuvandinn. Hugarfita er ekki sýnileg, of hár hugarþrýstingur mælist ekki í apóteki. Afleiðingarnar aftur á móti eru mælanlegar, til að mynda í nýlegri fjölþjóðlegri könnun þar sem íslenskir drengir komu óþarflega illa út í stærðfræði af því tregur lesskilningur stóð þeim fyrir þrifum. Í stærðfræði! Það gildir sama hér og um hreyfinguna, við verðum að taka meðvitaða ákvörðun um iðkun. Það verður að koma til lestrarákvörðun okkar allra: heimila, skóla, fjölmiðla – en af þessum þremur eru heimilin án vafa mikilvægust. Barn sem elst upp með bóklestri, sem foreldri gefur sér tíma til að skoða með bók og þýða myndirnar yfir í orð og orðin yfir í myndir – binst lestri. Það skilur að á milli tveggja spjalda er veröld sem því stendur til boða. Veröld orðanna. Það er aldrei of snemmt að byrja. Einhver mestu lífsgæði sem foreldri getur fært barni sínu er færni til að lesa. Get ég sannað það? Nei, en ég segi eins og skólabróðir minn einn sem átti að sanna að tvær samhliða línur skærust aldrei. Hann sagði: „Ég get að vísu ekki sannað það, en ég legg drengskap minn að veði.“
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun