
Staðgöngumæðrun: hvað mótar álit þitt?
Í umræðunni gera margir engan greinarmun á staðgöngumæðrun á Vesturlöndum og í þriðjaheimslöndum, velgjörð og gegn greiðslu, munur á tegundum staðgöngumæðrunar er sjaldnast rétt skilgreindur og svo mætti lengi telja. Vegna þess hve vanþekking margra á málefninu var mikil buðum við Kareni Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla, til Íslands í maí sl. til að kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á staðgöngumæðrun “Revisiting the Handmaid’s Tale: Feminist Theory Meets Empirical Research on Surrogate Mothers”. Þar leitar Karen uppi allar rannsóknir sem gerðar höfðu verið og birtar um úrræðið á Vesturlöndum. Karen Busby á ættir að rekja til Skagafjarðar, er lagaprófessor og femínisti sem sérhæfir sig í mannréttindum, jafnrétti og kúgun kvenna og er einn stofnenda og forstýra mannréttindastofnunar Manitoba-háskóla. Karen fann 40 rannsóknir og voru þær einróma um ágæti þessa úrræðis og fagnaði hún þeim niðurstöðum sem og þær femínísku hreyfingar erlendis sem hún kynnti niðurstöðurnar fyrir. Hún ber niðurstöður rannsóknanna 40 saman við þær neikvæðu tilgátur sem settar hafa verið fram og kemst að þeirri niðurstöðu að þær eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum nema síður sé.
Fullyrðingar um að vestrænar konur geti ekki tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun um að vera staðgöngumóðir nema að annarlegar hvatir eða utanaðkomandi þrýstingur komi til eru rangar. Fullyrðingar um að staðgöngumæður sjái oftast eftir því að gerast staðgöngumæður og vilji ekki afhenda barnið foreldrum eftir fæðingu eru rangar.
Fullyrðingar um að vestrænar staðgöngumæður séu ungar, ómenntaðar og úr lægri stéttum samfélagsins og minnihlutahópum eru líka rangar. Fullyrðingar um að konur „fái sér staðgöngumóður” til að losna við meðgöngu eru fordómar gagnvart konum enda er ekki hægt að finna dæmi um slíkt í neinni rannsókn, þær áttu allar við alvarlega ófrjósemi að stríða. Að til sé mikill fjöldi málaferla vegna ósættis og óánægju staðgöngumæðra eða verðandi foreldra eru líka rangt. Karen fann 6 dómsmál sem fjölmiðlar hafa blásið upp æ ofan í æ og telur að í mesta lagi 9-10 dómsmál hafi komið upp við staðgöngumæðrun á Vesturlöndum.
Karen Busby var gestur á Lagadögum lögfræðinga í maí sl. en þar var yfirskriftin „Er það réttur allra að eignast barn?”. Karen segir að málið snúist alls ekki um það heldur einfaldlega rétt kvenna til að bjóðast til þess að vera staðgöngumóðir ef þær svo kjósa og rétt kvenna til að þiggja hjálpina, annað ekki.
Það er mjög mikilvægt að hlustað sé á þær konur sem vilja vera staðgöngumæður á Vesturlöndum sem og þær konur sem hafa verið staðgöngumæður til að skilja um hvað málið snýst í raun og veru. Dæmi um það er Jayne Frankland í Bretlandi en hún eignaðist elstu dóttur sína með aðstoð staðgöngumóður, eftir margar árangurslausar tilraunir við að eignast barn. Nokkrum árum síðar varð Jayne þunguð, öllum að óvörum.
Eftir það leggur elsta dóttirin til að móðir sín endurgjaldi góðverkið með því að gerast sjálf staðgöngumóðir sem hún svo gerði fyrir ókunnugt par. Furðulegar fullyrðingar um að konur sem vilji láta gott af sér leiða í velgjörð séu ekki til eru ekki bara fordómar gagnvart konum heldur einnig kolrangar, sem betur fer.
Staðgöngumæðrun snýst um rétt kvenna til að taka ákvörðun um eigin líkama. Þessi rök hafa verið notuð með góðum árangri m.a. þegar kemur að jafnréttisbaráttu kvenna, baráttu sem skilaði Íslandi fyrsta sæti á lista Newsweek yfir lönd þar sem best er fyrir konur að búa í heiminum í dag. Okkur ber skylda til að skoða reynslu þeirra vestrænu þjóða sem leyfa staðgöngumæðrun og vega og meta niðurstöður fagrannsókna og láta fordóma og hraktar kenningar lönd og leið. Áratugareynsla talar þar sínu máli og við getum óhrædd tekið skrefið í átt að auknu frelsi íslenskra kvenna til að taka ákvörðu um eigin líkama og tryggt enn frekar að Ísland sé það land þar sem best er fyrir konur að búa.
Skoðun

Sumarfríinu aflýst
Sigurður Helgi Pálmason skrifar

Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda
Ýmir Vigfússon skrifar

Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga
Geir Gunnar Markússon skrifar

„Er allt í lagi?“
Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Göngum í Haag hópinn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar

Kirkjuklukkur hringja
Bjarni Karlsson skrifar

Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Stríð skapar ekki frið
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Íslenska stóðhryssan og Evrópa
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins
Eggert Valur Guðmundsson skrifar

Norska leiðin er fasismi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Um mýkt, menntun og von
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Höfum alla burði til þess
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls
Erna Bjarnadóttir skrifar

Hjálp, barnið mitt spilar Roblox!
Kristín Magnúsdóttir skrifar

Líkindi með guðstrú og djöflatrú
Gunnar Björgvinsson skrifar

Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn
Zeljka Kristín Klobucar skrifar

Vér vesalingar
Ingólfur Sverrisson skrifar

Leikrit Landsvirkjunar
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst?
Unnar Geir Unnarsson skrifar

Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu
Róbert R. Spanó skrifar

Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli
Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar

Ákall til íslenskra stjórnmálamanna
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Byrjað á öfugum enda!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Væri ekki hlaupið út aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hefur ítrekað hótað okkur áður
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar