Erlent

Uppgötvuðu örlítið hryggdýr

Eins og sjá má komast fleiri en einn froskur fyrir á bandarískri tíu senta mynt sem er 18 millimetrar að þvermáli.
Eins og sjá má komast fleiri en einn froskur fyrir á bandarískri tíu senta mynt sem er 18 millimetrar að þvermáli. AFP/NordicPhotos
Bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað nýja frosktegund í frumskógi á Papúa Nýju-Gíneu. Frosktegundin nefnist Paedophryne amauensis og er sú minnsta sem sést hefur. Raunar er þetta minnsta hryggdýr sem fundist hefur.

Fullþroska eru froskarnir einungis 7 millimetrar að lengd en til samanburðar er þvermál einnar krónu myntar 22 millimetrar.



Þá fundu vísindamennirnir aðra nokkuð stærri tegund sem virðist náskyld hinni fyrri. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×