Erlent

Slagurinn færist til S-Karólínu

Mitt Romney leiðir slag repúblikana um útnefningu fyrir forsetakosningarnar.
Mitt Romney leiðir slag repúblikana um útnefningu fyrir forsetakosningarnar. NordicPhotos/AFP
Mitt Romney vann næsta öruggan sigur í forkosningum repúblikana í New Hampshire-ríki í fyrrakvöld. Hann hlaut 39% atkvæða en þingmaðurinn Ron Paul kom honum næstur með 23% fylgi.

Romney var einnig hlutskarpastur í fyrstu rimmunni í Iowa í síðustu viku, en næsti slagur verður í Suður-Karólínu um aðra helgi og svo í Flórída tíu dögum síðar. Þrátt fyrir að slagurinn sé nýhafinn er staða Romneys sterk og hann er almennt talinn líklegastur til að hljóta útnefninguna og keppa við Barack Obama í forsetakosningunum í haust. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×