Erlent

Lest fyrir 6.100 milljarða króna

Nýrri lest milli Birmingham og Lundúna hefur verið mótmælt og hún sögð lýti í landslagi.
Nýrri lest milli Birmingham og Lundúna hefur verið mótmælt og hún sögð lýti í landslagi. Fréttablaðið/AP
Breska ríkisstjórnin heimilaði í gær umdeilda ofurhraðlest milli Lundúna og Birmingham, tveggja stærstu borga landsins.

225 kílómetrar eru á milli borganna og á leiðinni, sem nefnist High Speed 2, verða lestir sem ná 360 kílómetra hraða á klukkustund. Ferðatími milli borganna fer úr nærri 90 mínútum niður í 49 mínútur.

Kostnaður við lagninguna er áætlaður 32 milljarðar punda, eða yfir 6.100 milljarðar króna og á henni að vera lokið árið 2026.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×